Samkomur á morgun gætu leitt til mikillar fjölgunar: „Við þurfum að ganga hægt um gleðinnar dyr“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. júní 2022 20:30 Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir stöðuna á spítalanum afleita af mörgum ástæðum. Vísir/Sigurjón Alvarleg veikindi vegna Covid hafa aukist talsvert síðustu daga. Yfirlæknir á Landspítala segir stöðuna afleita. Tíminn muni leiða í ljós hvort þörf sé á aðgerðum í samfélaginu. Útbreiðsla kórónuveirunnar hefur aukist töluvert í samfélaginu en samkvæmt opinberum tölum greinast nú um og yfir 200 manns á dag. Sá fjöldi er þó líklegast hærri þar sem margir greinast aðeins með heimaprófi. Áhrifin eru þegar byrjuð að koma í ljós á Landspítala. „Þessi aukni fjöldi úti í bæ, hann leiðir til þess að það hefur verið hæg aukning í innlögnum hjá okkur og svo gerist það núna síðastliðinn sólarhring að það kemur upp fjöldasmit á nokkrum starfseiningum spítalans,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild spítalans. Þrjátíu sjúklingar eru nú inniliggjandi á Landspítala, ýmist með eða vegna Covid, og hafa þeir ekki verið fleiri frá því í byrjun apríl. Tveir eru á gjörgæslu, þar af einn í öndunarvél. Flestir þeirra sem liggja nú inni eru yfir sjötugt og eru margir þeirra einnig að kljást við önnur veikindi. „Staðan er bara afleit,“ segir Már en ýmislegt flækir málin, til að mynda koma apabólunnar og erfið staða bráðamóttökunnar. Þá er mönnun takmarkandi þáttur. „Starfsmenn eru náttúrulega í auknum mæli að fara í orlof, langþráð orlof, þannig þetta hittir okkur á mjög erfiðum tíma.“ Allt önnur staða en þó mikilvægt að bregðast við Landspítalinn hefur gripið til hertra aðgerða til að bregðast við stöðunni, meðal annars með því að taka aftur upp grímuskyldu og að takmarka heimsóknir, og tóku þær breytingar gildi á hádegi í dag. Þá hefur sóttvarnalæknir mælt eindregið með fjórða bóluefnaskammtinum fyrir eldri einstaklinga og þá sem eru í sérstakri hættu en allir geta þó óskað eftir fjórða skammtinum. „Með þetta í farteskinu þá krossar maður fingur og vonar að þetta dugi nú, en við vitum öll hvernig þetta smitast,“ segir Már og vísar til mikilvægi handþvottar og persónubundinna sýkingavarna. Hann bendir einnig á að grímunotkun í almennum rýmum sé ekki slæm hugmynd en of snemmt sé að segja til um hvort þörf sé á takmörkunum í samfélaginu. „Ég held að við þurfum aðeins að sjá hvernig þessu vindur fram. En staðan í dag er náttúrulega allt önnur en í upphafi faraldursins þegar við höfðum ekkert ónæmi í samfélaginu,“ segir hann. „En fyrir fjölveika, hruma einstaklinga, þá eru þetta oft mjög erfið veikindi.“ Bregðast þurfi við, enda ljóst að þungt og erfitt sumar sé fram undan. „Við þurfum einhvern veginn að ganga hægt um gleðinnar dyr, en á morgun er 17. júní og þar koma þúsundir manna saman. Þannig það gæti leitt til geigvænlegar fjölgunar í samfélaginu,“ segir Már. „En aftur, tíminn mun leiða þetta í ljós.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Útbreiðsla kórónuveirunnar hefur aukist töluvert í samfélaginu en samkvæmt opinberum tölum greinast nú um og yfir 200 manns á dag. Sá fjöldi er þó líklegast hærri þar sem margir greinast aðeins með heimaprófi. Áhrifin eru þegar byrjuð að koma í ljós á Landspítala. „Þessi aukni fjöldi úti í bæ, hann leiðir til þess að það hefur verið hæg aukning í innlögnum hjá okkur og svo gerist það núna síðastliðinn sólarhring að það kemur upp fjöldasmit á nokkrum starfseiningum spítalans,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild spítalans. Þrjátíu sjúklingar eru nú inniliggjandi á Landspítala, ýmist með eða vegna Covid, og hafa þeir ekki verið fleiri frá því í byrjun apríl. Tveir eru á gjörgæslu, þar af einn í öndunarvél. Flestir þeirra sem liggja nú inni eru yfir sjötugt og eru margir þeirra einnig að kljást við önnur veikindi. „Staðan er bara afleit,“ segir Már en ýmislegt flækir málin, til að mynda koma apabólunnar og erfið staða bráðamóttökunnar. Þá er mönnun takmarkandi þáttur. „Starfsmenn eru náttúrulega í auknum mæli að fara í orlof, langþráð orlof, þannig þetta hittir okkur á mjög erfiðum tíma.“ Allt önnur staða en þó mikilvægt að bregðast við Landspítalinn hefur gripið til hertra aðgerða til að bregðast við stöðunni, meðal annars með því að taka aftur upp grímuskyldu og að takmarka heimsóknir, og tóku þær breytingar gildi á hádegi í dag. Þá hefur sóttvarnalæknir mælt eindregið með fjórða bóluefnaskammtinum fyrir eldri einstaklinga og þá sem eru í sérstakri hættu en allir geta þó óskað eftir fjórða skammtinum. „Með þetta í farteskinu þá krossar maður fingur og vonar að þetta dugi nú, en við vitum öll hvernig þetta smitast,“ segir Már og vísar til mikilvægi handþvottar og persónubundinna sýkingavarna. Hann bendir einnig á að grímunotkun í almennum rýmum sé ekki slæm hugmynd en of snemmt sé að segja til um hvort þörf sé á takmörkunum í samfélaginu. „Ég held að við þurfum aðeins að sjá hvernig þessu vindur fram. En staðan í dag er náttúrulega allt önnur en í upphafi faraldursins þegar við höfðum ekkert ónæmi í samfélaginu,“ segir hann. „En fyrir fjölveika, hruma einstaklinga, þá eru þetta oft mjög erfið veikindi.“ Bregðast þurfi við, enda ljóst að þungt og erfitt sumar sé fram undan. „Við þurfum einhvern veginn að ganga hægt um gleðinnar dyr, en á morgun er 17. júní og þar koma þúsundir manna saman. Þannig það gæti leitt til geigvænlegar fjölgunar í samfélaginu,“ segir Már. „En aftur, tíminn mun leiða þetta í ljós.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira