Edda Hermannsdóttir nýr stjórnarformaður UNICEF Eiður Þór Árnason skrifar 15. júní 2022 13:29 Edda Hermannsdóttir, nýr stjórnarformaður UNICEF á Íslandi, Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri og Óttarr Proppé, fráfarandi stjórnarformaður. unicef Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, er nýr stjórnarformaður landsnefndar UNICEF á Íslandi. Edda tekur við af Óttarri Proppé sem hefur verið stjórnarformaður frá júní 2021 og setið í stjórn UNICEF á Íslandi frá árinu 2019. Þetta var tilkynnt á ársfundi UNICEF á Íslandi sem fram fór í dag. Fram kemur í tilkynningu frá UNICEF að tekjur samtakanna hafi verið alls 852 milljónir króna á seinasta ári en um er að ræða 6,6% aukningu milli ára. Þar af hafi framlög Heimsforeldra, reglulegra styrktaraðila UNICEF, numið 619 milljónum. Edda tók sæti í stjórn UNICEF á Íslandi í fyrra. Áður en hún gerðist markaðs- og samskiptastjóra Íslandsbanka var hún aðstoðarritstjóri á Viðskiptablaðinu og dagskrárgerðarkona á RÚV. Mikill heiður að taka við stöðunni „Það er mikill heiður að taka við stöðu formanns stjórnar og ég er spennt að vinna áfram með þeim öfluga hópi sem stendur að baki UNICEF á Íslandi. Starfsfólk og stjórnarfólk brennur fyrir málefnum barna og oft hefur þörfin verið mikil en er nú nauðsyn í ljósi frétta af börnum á stríðshrjáðum svæðum. Við höldum því áfram að vinna af krafti í þágu barna og þökkum auðmjúklega fyrir allan þann stuðning sem Íslendingar hafa veitt til þessa verkefnis,“ segir Edda í tilkynningu. Hún er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið stjórnendanámi frá IESE í Barcelona. Þá hefur Edda setið í stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga og ÍMARK auk þess að hafa gefið út bækurnar Forystuþjóð og Framkoma. Hlutfallslegur fjöldi Heimsforeldra hvergi hærri Auk Eddu skipa nýja stjórn UNICEF á Íslandi þau Auður Tinna Aðalbjarnardóttir lögfræðingur, Guðrún Hálfdánardóttir blaðamaður, Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur, Gunnar Helgason, rithöfundur og leikari, Hjörleifur Pálsson, stjórnarformaður Sýnar og formaður háskólaráðs HR, Jón Magnús Kristjánsson læknir, Jökull Ingi Þorvaldsson háskólanemi og Tatjana Latinovic, VP Intellectual Property hjá Össuri og formaður Kvenréttindafélags Íslands. Þá er Hjördís Freyja Kjartansdóttir, framhaldsskólanemi og formaður ungmennaráðs UNICEF, áheyrnarfulltrúi í stjórninni. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, kynnti helstu niðurstöður úr starfsemi landsnefndarinnar á ársfundinum í dag. Þar segir að hlutfallslegur fjöldi Heimsforeldra á Íslandi sé sá mesti á heimsvísu og framlag landsnefndarinnar til verkefna UNICEF það næsthæsta allra landsnefnda miðað við höfðatölu á síðasta ári. Stærstum hluta, eða tæpum 471 milljón króna, var varið til reglubundins hjálparstarfs UNICEF erlendis. Heildarframlög til neyðar á árinu 2021 námu rúmum 86 milljónum króna, bæði frá einstaklingum og fyrirtækjum. Tæpum 70 milljónum var varið til verkefna innanlands, við réttindagæslu, réttindafræðslu og innleiðingu barnvænna sveitarfélaga, að því er fram kemur í tilkynningu. Þróunarsamvinna Börn og uppeldi Sameinuðu þjóðirnar Vistaskipti Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Þetta var tilkynnt á ársfundi UNICEF á Íslandi sem fram fór í dag. Fram kemur í tilkynningu frá UNICEF að tekjur samtakanna hafi verið alls 852 milljónir króna á seinasta ári en um er að ræða 6,6% aukningu milli ára. Þar af hafi framlög Heimsforeldra, reglulegra styrktaraðila UNICEF, numið 619 milljónum. Edda tók sæti í stjórn UNICEF á Íslandi í fyrra. Áður en hún gerðist markaðs- og samskiptastjóra Íslandsbanka var hún aðstoðarritstjóri á Viðskiptablaðinu og dagskrárgerðarkona á RÚV. Mikill heiður að taka við stöðunni „Það er mikill heiður að taka við stöðu formanns stjórnar og ég er spennt að vinna áfram með þeim öfluga hópi sem stendur að baki UNICEF á Íslandi. Starfsfólk og stjórnarfólk brennur fyrir málefnum barna og oft hefur þörfin verið mikil en er nú nauðsyn í ljósi frétta af börnum á stríðshrjáðum svæðum. Við höldum því áfram að vinna af krafti í þágu barna og þökkum auðmjúklega fyrir allan þann stuðning sem Íslendingar hafa veitt til þessa verkefnis,“ segir Edda í tilkynningu. Hún er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið stjórnendanámi frá IESE í Barcelona. Þá hefur Edda setið í stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga og ÍMARK auk þess að hafa gefið út bækurnar Forystuþjóð og Framkoma. Hlutfallslegur fjöldi Heimsforeldra hvergi hærri Auk Eddu skipa nýja stjórn UNICEF á Íslandi þau Auður Tinna Aðalbjarnardóttir lögfræðingur, Guðrún Hálfdánardóttir blaðamaður, Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur, Gunnar Helgason, rithöfundur og leikari, Hjörleifur Pálsson, stjórnarformaður Sýnar og formaður háskólaráðs HR, Jón Magnús Kristjánsson læknir, Jökull Ingi Þorvaldsson háskólanemi og Tatjana Latinovic, VP Intellectual Property hjá Össuri og formaður Kvenréttindafélags Íslands. Þá er Hjördís Freyja Kjartansdóttir, framhaldsskólanemi og formaður ungmennaráðs UNICEF, áheyrnarfulltrúi í stjórninni. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, kynnti helstu niðurstöður úr starfsemi landsnefndarinnar á ársfundinum í dag. Þar segir að hlutfallslegur fjöldi Heimsforeldra á Íslandi sé sá mesti á heimsvísu og framlag landsnefndarinnar til verkefna UNICEF það næsthæsta allra landsnefnda miðað við höfðatölu á síðasta ári. Stærstum hluta, eða tæpum 471 milljón króna, var varið til reglubundins hjálparstarfs UNICEF erlendis. Heildarframlög til neyðar á árinu 2021 námu rúmum 86 milljónum króna, bæði frá einstaklingum og fyrirtækjum. Tæpum 70 milljónum var varið til verkefna innanlands, við réttindagæslu, réttindafræðslu og innleiðingu barnvænna sveitarfélaga, að því er fram kemur í tilkynningu.
Þróunarsamvinna Börn og uppeldi Sameinuðu þjóðirnar Vistaskipti Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent