Hugum vel að þjálfun starfsfólks í ferðaþjónustu – þannig græða allir Bryndís Skarphéðinsdóttir og Margrét Wendt skrifa 15. júní 2022 11:30 Eftir tvö erfið ár fyrir íslenska ferðaþjónustu blasa við bjartari tímar. Allt stefnir í annasamt sumar og mörg fyrirtæki hafa staðið í ströngu við ráðningar á nýju starfsfólki. Öll viljum við taka vel á móti gestunum okkar og veita faglega þjónustu, en til þess þarf að tryggja að starfsfólk fái viðeigandi þjálfun. Af hverju ættu ferðaþjónustufyrirtæki að fjárfesta í þjálfun starfsfólks? Starfsfólk í ferðaþjónustu er oft ráðið tímabundið til þess að sinna störfum yfir sumartímann. Jafnframt hefur hlutfall erlends starfsfólks í greininni hækkað. Oft er því litið svo á að þjálfun starfsfólks í ferðaþjónustu borgi sig ekki: Af hverju eiga fyrirtæki að fjárfesta í þjálfun starfsfólks, ef það snýr mögulega ekki aftur til starfa? Svarið við þessari spurningu er hins vegar afar einfalt. Góð fræðsla og þjálfun starfsfólks skiptir gríðarlega miklu máli fyrir velgengni fyrirtækja, því hún eykur ánægju viðskiptavina jafnt sem starfsfólks. Starfsfólk sem hefur fengið góða þjálfun er betur í stakk búið til að þjónusta viðskiptavini. Með góðri móttöku og þjálfun starfsfólks getur fyrirtæki jafnframt dregið úr starfsmannaveltu og orðið að eftirsóknarverðum vinnustað. „Starfsfólkið er okkar mesti auður“ Á dögunum stóðu Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar fyrir Menntamorgni. Á fundinum fór Jóhanna Sigríður Svavarsdóttir, starfsmannastjóri Gentle Giants, yfir fræðslu- og þjálfunarmál og sagði: „Starfsfólkið er okkar mesti auður og með góðri þjálfun og áherslu á menntamál fyrirtækisins þá búum við til eftirsóknarvert starfsumhverfi og við gefum okkar fólki tæki og tól til að takast á við margar áskoranir sem upp geta komið.“ Þjálfun starfsfólks skilar sér í aukinni arðsemi fyrirtækja, eins og kom fram í máli Þóris Erlingssonar, framkvæmdastjóra Tailwind og reynslubolta í íslenskri ferðaþjónustu. Á Menntamorgni ferðaþjónustunnar hélt hann erindi um mikilvægi menntunar, fræðslu og þjálfunar og sagði að „menntun, fræðsla og þjálfun eru lykillinn að auknum gæðum, hamingjusamari viðskiptavinum, hamingjusamara starfsfólki og aukinni arðsemi“. En felur þjálfun starfsfólks ekki alltaf í sér ákveðinn kostnað? Vissulega felur þjálfun starfsfólks í sér kostnað, en á móti kemur að góð þjálfun eykur gæði, ýtir undir ánægju viðskiptavina og dregur úr starfsmannaveltu. Allt eykur þetta arðsemi fyrirtækja. Auk þess geta fyrirtæki sótt um niðurgreiðslu fyrir fræðslu hjá starfsmenntasjóðum í gegnum Áttina (áttin.is) og þannig dregið verulega úr kostnaði. Sala jókst um tæp 40% eftir að starfsfólk fór á sölunámskeið Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur heimsótt fjölmörg ferðaþjónustufyrirtæki víðsvegar um landið og aðstoðað þau við að koma á fræðslu og þjálfun starfsfólks. Reynslan hefur sýnt að fyrirtæki sem leggja ríka áherslu á fræðslu ná umfangsmiklum árangri. Sem dæmi má nefna hótel þar sem skorið á booking.com fór úr 7.9 í 8.3 á innan við sex mánuðum. Annað dæmi er af ferðaþjónustufyrirtæki þar sem sala jókst um tæp 40% eftir að starfsfólk fór á sölunámskeið. Fyrirtæki sem vilja ná raunverulegum árangri þurfa því að gera þjálfun starfsfólks hátt undir höfði. Fræðsluefni fyrir stjórnendur og starfsfólk í ferðaþjónustu Til þess að auðvelda móttöku nýs starfsfólks hefur Hæfnisetur ferðaþjónustunnar í samstarfi við Ferðamálastofu þróað efni sem nýtist við þjálfun starfsfólks. Um er að ræða upplýsingavef á hæfni.is, þar sem stjórnendur jafnt sem starfsfólk geta nálgast gagnlegt fræðsluefni sem aðgengilegt er á nokkrum tungumálum. Stjórnendur í ferðaþjónustu geta kynnt sér móttökuferli nýliða í einföldum skrefum, ásamt ítarlegum gátlista. Jafnframt er þar að finna gagnlegt efni fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu, svo sem leiðbeiningar sem auðvelda ráðningu erlends starfsfólks og upplýsingar um námskeið í boði. Núna er ferðaþjónustan komin á fullt fyrir sumarið. Þó er mikilvægt er að staldra við og huga að þjálfun og móttöku nýs starfsfólks því þannig græða allir. Með góðri þjálfun eykst jákvæð upplifun starfsfólks jafnt sem viðskiptavina sem skilar sér í aukinni arðsemi fyrirtækja. Þannig stuðlum við saman að gæðum og velgengni íslenskrar ferðaþjónustu til framtíðar. Höfundar eru sérfræðingar hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Eftir tvö erfið ár fyrir íslenska ferðaþjónustu blasa við bjartari tímar. Allt stefnir í annasamt sumar og mörg fyrirtæki hafa staðið í ströngu við ráðningar á nýju starfsfólki. Öll viljum við taka vel á móti gestunum okkar og veita faglega þjónustu, en til þess þarf að tryggja að starfsfólk fái viðeigandi þjálfun. Af hverju ættu ferðaþjónustufyrirtæki að fjárfesta í þjálfun starfsfólks? Starfsfólk í ferðaþjónustu er oft ráðið tímabundið til þess að sinna störfum yfir sumartímann. Jafnframt hefur hlutfall erlends starfsfólks í greininni hækkað. Oft er því litið svo á að þjálfun starfsfólks í ferðaþjónustu borgi sig ekki: Af hverju eiga fyrirtæki að fjárfesta í þjálfun starfsfólks, ef það snýr mögulega ekki aftur til starfa? Svarið við þessari spurningu er hins vegar afar einfalt. Góð fræðsla og þjálfun starfsfólks skiptir gríðarlega miklu máli fyrir velgengni fyrirtækja, því hún eykur ánægju viðskiptavina jafnt sem starfsfólks. Starfsfólk sem hefur fengið góða þjálfun er betur í stakk búið til að þjónusta viðskiptavini. Með góðri móttöku og þjálfun starfsfólks getur fyrirtæki jafnframt dregið úr starfsmannaveltu og orðið að eftirsóknarverðum vinnustað. „Starfsfólkið er okkar mesti auður“ Á dögunum stóðu Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar fyrir Menntamorgni. Á fundinum fór Jóhanna Sigríður Svavarsdóttir, starfsmannastjóri Gentle Giants, yfir fræðslu- og þjálfunarmál og sagði: „Starfsfólkið er okkar mesti auður og með góðri þjálfun og áherslu á menntamál fyrirtækisins þá búum við til eftirsóknarvert starfsumhverfi og við gefum okkar fólki tæki og tól til að takast á við margar áskoranir sem upp geta komið.“ Þjálfun starfsfólks skilar sér í aukinni arðsemi fyrirtækja, eins og kom fram í máli Þóris Erlingssonar, framkvæmdastjóra Tailwind og reynslubolta í íslenskri ferðaþjónustu. Á Menntamorgni ferðaþjónustunnar hélt hann erindi um mikilvægi menntunar, fræðslu og þjálfunar og sagði að „menntun, fræðsla og þjálfun eru lykillinn að auknum gæðum, hamingjusamari viðskiptavinum, hamingjusamara starfsfólki og aukinni arðsemi“. En felur þjálfun starfsfólks ekki alltaf í sér ákveðinn kostnað? Vissulega felur þjálfun starfsfólks í sér kostnað, en á móti kemur að góð þjálfun eykur gæði, ýtir undir ánægju viðskiptavina og dregur úr starfsmannaveltu. Allt eykur þetta arðsemi fyrirtækja. Auk þess geta fyrirtæki sótt um niðurgreiðslu fyrir fræðslu hjá starfsmenntasjóðum í gegnum Áttina (áttin.is) og þannig dregið verulega úr kostnaði. Sala jókst um tæp 40% eftir að starfsfólk fór á sölunámskeið Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur heimsótt fjölmörg ferðaþjónustufyrirtæki víðsvegar um landið og aðstoðað þau við að koma á fræðslu og þjálfun starfsfólks. Reynslan hefur sýnt að fyrirtæki sem leggja ríka áherslu á fræðslu ná umfangsmiklum árangri. Sem dæmi má nefna hótel þar sem skorið á booking.com fór úr 7.9 í 8.3 á innan við sex mánuðum. Annað dæmi er af ferðaþjónustufyrirtæki þar sem sala jókst um tæp 40% eftir að starfsfólk fór á sölunámskeið. Fyrirtæki sem vilja ná raunverulegum árangri þurfa því að gera þjálfun starfsfólks hátt undir höfði. Fræðsluefni fyrir stjórnendur og starfsfólk í ferðaþjónustu Til þess að auðvelda móttöku nýs starfsfólks hefur Hæfnisetur ferðaþjónustunnar í samstarfi við Ferðamálastofu þróað efni sem nýtist við þjálfun starfsfólks. Um er að ræða upplýsingavef á hæfni.is, þar sem stjórnendur jafnt sem starfsfólk geta nálgast gagnlegt fræðsluefni sem aðgengilegt er á nokkrum tungumálum. Stjórnendur í ferðaþjónustu geta kynnt sér móttökuferli nýliða í einföldum skrefum, ásamt ítarlegum gátlista. Jafnframt er þar að finna gagnlegt efni fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu, svo sem leiðbeiningar sem auðvelda ráðningu erlends starfsfólks og upplýsingar um námskeið í boði. Núna er ferðaþjónustan komin á fullt fyrir sumarið. Þó er mikilvægt er að staldra við og huga að þjálfun og móttöku nýs starfsfólks því þannig græða allir. Með góðri þjálfun eykst jákvæð upplifun starfsfólks jafnt sem viðskiptavina sem skilar sér í aukinni arðsemi fyrirtækja. Þannig stuðlum við saman að gæðum og velgengni íslenskrar ferðaþjónustu til framtíðar. Höfundar eru sérfræðingar hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun