Innlent

Framsóknarflokkurinn bætir við sig

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm

Framsóknarflokkurinn bætir við sig fimm prósentum á milli kannanna hjá Fréttablaðinu en í nýjustu könnun blaðsins sem Prósent framkvæmdi mælist flokkurinn með 17,3 prósent. 

Auk Framsóknar bæta tveir stærstu flokkarnir við sig fylgi, Sjálfstæðisflokkur bætir sig um tæpt prósent og mælist nú með 18,5 prósent og Píratar bæta sig um rúmt prósent og mælast með 17,3 prósent.

Fjórir flokkar tapa síðan á milli kannana; Samfylkingin missir rúm þrjú prósent og mælist með rúm þrettán prósent í þessari könnun, VG tapa tæpu prósenti og standa nú í níu prósenta fylgi, Viðreisn mælist með 7,8 prósent og tapar tæpum tveimur prósentum og Flokkur fólksins tapar rúmum tveimur prósentum og fengi 5,6 prósent atkvæða samkvæmt könnuninni.

Sósíalistar bæta síðan við sig tæpu prósenti, mælast með 6,3 prósent sem myndi duga þeim inn á þing en Miðflokkurinn nær hinsvegar ekki yfir þröskuldinn og kæmi engum manni inn.

Þrátt fyrir aukið fylgi Framsóknar mælist ríkisstjórnin enn fallin líkt í síðustu könnun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×