Enn þá týnd: Nóra gerir þarfir sínar í blómabeð þrátt fyrir háþróaðar varnir Snorri Másson skrifar 14. júní 2022 19:50 Læðan Nóra er enn ófundin eftir þriggja daga leit í Laugardalnum. Nóra slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur á laugardaginn eftir að hafa verið numin á brott úr einkagarði án þess að eigandinn væri látinn vita. Eigandinn, Guðmundur Felixson leikari, er miður sín. Á myndskeiði sem má sjá hér að ofan er ljóst að Nóra lét það ekki trufla sig að nágranninn hafði komið upp háþróuðum vörnum gegn framferði hennar í garðinum. Nágranninn er að reyna að rækta upp garð og hafði fengið sig fullsadda af úrgangi Nóru í beðinu. Því fangaði hann köttinn og afhenti dýraþjónustunni, sem svo týndi honum. Nóra, nefnd eftir Nóru í Brúðuheimili Ibsen, er köttur leikaraparsins Guðmundar Felixsonar og Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur. Guðmundur segir í samtali við fréttastofu að enginn hefði verið látinn vita af því þegar Nóra var tekin í varðhald. Nóra var grandalaus, og vissi vafalaust ekki að hún væri í mynd, þegar hún gerði þarfir sínar í beð nágranna síns í Vesturbæ á föstudaginn var. Það var ekki í fyrsta sinn sem Nóra fór fram með þeim hætti og nágranninn fékk sig fullsaddan. Degi síðar var Nóra veidd í búr og svo fönguð af Dýraþjónustu Reykjavíkur - sem svo týndi henni. Alveg án þess að láta eigendur hennar vita að hún hefði verið numin á brott.Aðsend mynd „Það er ekki fyrr en við á mánudegi förum að spyrja Reykjavíkurborg, er kisan okkar hjá ykkur, að við komumst að því að hún hefur semsagt sloppið úr þeirra haldi, sólarhring fyrr,“ segir Guðmundur. „Þetta er náttúrulega bara hræðilegt.“ Dýraþjónusta Reykjavíkur segir þetta hörmuleg mistök og leitar Nóru logandi ljósi í Laugardal. Nágranninn sem kvartaði, sem fréttastofa hefur rætt við, harmar líka að svona hafi farið; ætlunin hafi ekki verið að kötturinn týndist, að eigendurnir lærðu lexíu. Nágranninn kveðst engan veginn hata ketti, hún sé að reyna að rækta upp beð og kötturinn spilli fyrir. Eftir ítrekaðar árangurslausar kvartanir við nágranna sína, hafi hún orðið að grípa inn í og blanda yfirvöldum í málið. Guðmundur segir í samtali við fréttastofu að auðvitað sé ekki tækt að Nóra skíti í beðið hjá nágrannanum og heitir því að þegar Nóra kemur aftur heim verði henni kennd önnur leið niður af svölunum. „Já, auðvitað, auðvitað reynum við okkar besta,“ segir Guðmundur. Dýr Kettir Reykjavík Gæludýr Nágrannadeilur Tengdar fréttir Nýtti tækifærið og stökk út um glugga Deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur harmar það að kötturinn Nóra hafi sloppið úr haldi þjónustunnar. Verið sé að fara yfir verkferla sem varða notkun á gildrum. 14. júní 2022 13:23 Borgin fjarlægði og týndi heimiliskettinum Nóra, köttur leikaraparsins Guðmundar Felixsonar og Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur, er týndur. Nágranni þeirra hafði ítrekað kvartað yfir Nóru en á laugardag höfðu starfsmenn Reykjavíkurborgar fjarlægt hana og komið fyrir í kattageymslu Reykjarvíkurborgar, án þess að láta eigendur vita. 13. júní 2022 18:54 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Á myndskeiði sem má sjá hér að ofan er ljóst að Nóra lét það ekki trufla sig að nágranninn hafði komið upp háþróuðum vörnum gegn framferði hennar í garðinum. Nágranninn er að reyna að rækta upp garð og hafði fengið sig fullsadda af úrgangi Nóru í beðinu. Því fangaði hann köttinn og afhenti dýraþjónustunni, sem svo týndi honum. Nóra, nefnd eftir Nóru í Brúðuheimili Ibsen, er köttur leikaraparsins Guðmundar Felixsonar og Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur. Guðmundur segir í samtali við fréttastofu að enginn hefði verið látinn vita af því þegar Nóra var tekin í varðhald. Nóra var grandalaus, og vissi vafalaust ekki að hún væri í mynd, þegar hún gerði þarfir sínar í beð nágranna síns í Vesturbæ á föstudaginn var. Það var ekki í fyrsta sinn sem Nóra fór fram með þeim hætti og nágranninn fékk sig fullsaddan. Degi síðar var Nóra veidd í búr og svo fönguð af Dýraþjónustu Reykjavíkur - sem svo týndi henni. Alveg án þess að láta eigendur hennar vita að hún hefði verið numin á brott.Aðsend mynd „Það er ekki fyrr en við á mánudegi förum að spyrja Reykjavíkurborg, er kisan okkar hjá ykkur, að við komumst að því að hún hefur semsagt sloppið úr þeirra haldi, sólarhring fyrr,“ segir Guðmundur. „Þetta er náttúrulega bara hræðilegt.“ Dýraþjónusta Reykjavíkur segir þetta hörmuleg mistök og leitar Nóru logandi ljósi í Laugardal. Nágranninn sem kvartaði, sem fréttastofa hefur rætt við, harmar líka að svona hafi farið; ætlunin hafi ekki verið að kötturinn týndist, að eigendurnir lærðu lexíu. Nágranninn kveðst engan veginn hata ketti, hún sé að reyna að rækta upp beð og kötturinn spilli fyrir. Eftir ítrekaðar árangurslausar kvartanir við nágranna sína, hafi hún orðið að grípa inn í og blanda yfirvöldum í málið. Guðmundur segir í samtali við fréttastofu að auðvitað sé ekki tækt að Nóra skíti í beðið hjá nágrannanum og heitir því að þegar Nóra kemur aftur heim verði henni kennd önnur leið niður af svölunum. „Já, auðvitað, auðvitað reynum við okkar besta,“ segir Guðmundur.
Dýr Kettir Reykjavík Gæludýr Nágrannadeilur Tengdar fréttir Nýtti tækifærið og stökk út um glugga Deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur harmar það að kötturinn Nóra hafi sloppið úr haldi þjónustunnar. Verið sé að fara yfir verkferla sem varða notkun á gildrum. 14. júní 2022 13:23 Borgin fjarlægði og týndi heimiliskettinum Nóra, köttur leikaraparsins Guðmundar Felixsonar og Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur, er týndur. Nágranni þeirra hafði ítrekað kvartað yfir Nóru en á laugardag höfðu starfsmenn Reykjavíkurborgar fjarlægt hana og komið fyrir í kattageymslu Reykjarvíkurborgar, án þess að láta eigendur vita. 13. júní 2022 18:54 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Nýtti tækifærið og stökk út um glugga Deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur harmar það að kötturinn Nóra hafi sloppið úr haldi þjónustunnar. Verið sé að fara yfir verkferla sem varða notkun á gildrum. 14. júní 2022 13:23
Borgin fjarlægði og týndi heimiliskettinum Nóra, köttur leikaraparsins Guðmundar Felixsonar og Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur, er týndur. Nágranni þeirra hafði ítrekað kvartað yfir Nóru en á laugardag höfðu starfsmenn Reykjavíkurborgar fjarlægt hana og komið fyrir í kattageymslu Reykjarvíkurborgar, án þess að láta eigendur vita. 13. júní 2022 18:54