Tengslamyndun við nýtt jafnlaunakerfi Hildur Björk Pálsdóttir skrifar 14. júní 2022 15:31 Þegar við byggjum upp nýtt jafnlaunakerfi er mikilvægt að við höfum aðkomu að því, vegna þess að við verðum að þekkja kerfið og geta hlúið að því, til þess að fá og viðhalda jafnlaunavottun. Til þess að fá jafnlaunavottun þurfum við að vera með skjöl sem tilgreina hvernig við ætlum að mæta kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST85:2012. En það er ekki nóg að vera með skjöl sem segja að við gerum eitthvað með ákveðnum hætti. Við verðum líka að vinna eftir þessum leiðum og geta sýnt fram á það. Jafnlaunavottun er ekki viðurkenning sem við fáum einu sinni og getum geymt uppi í hillu. Jafnlaunakerfið okkar þarf að vera lifandi. Við verðum að viðhalda jafnlaunavottun, sinna innri úttektum og fá árlegar heimsóknir frá ytri úttektaraðila til þess að staðfesta að jafnlaunakerfið sé virkt. Til þess að jafnlaunakerfið virki þurfum við að þekkja það, við verðum að þekkja stefnurnar og verklagið. Við verðum að vita hvað við segjumst vera að gera, til þess að geta gert hlutina svoleiðis. Þess vegna er tengslamyndum mikilvæg. Hvernig tryggi ég tengslamyndun? Það er mikilvægt að jafnlaunakerfið sé okkar, ef við útvistum jafnlaunamálum algerlega, er hætt við að við þekkjum ekki jafnlaunakerfið, að við færum ábyrgðina yfir á ytri aðila sem þekkir reksturinn okkar ekki eins vel og við sjálf. Það getur verið undarlegt að fá óskir eða beiðnir frá ytri aðila sem gerir kröfu um breytingar á vinnulagi sem við erum vön, sér í lagi ef við þekkjum ástæðuna sem liggur að baki þessum óskum ekki vel. Þess vegna er mikilvægt að tengja við jafnlaunakerfið, að þekkja skjölin og kröfurnar. Að vera með í því að skilja ástæður sem liggja að baki launaákvarðana og hvað það er sem byggir upp jafnlaunakerfið okkar. Þess vegna er mikilvægt að við séum virkir þátttakendur í uppbyggingunni sem tryggir tengslamyndunina. Get ég þá ekki fengið neina aðstoð? Vissulega er hægt að fá aðstoð við að byggja upp jafnlaunakerfi, en það þarf að vera nákvæmlega það, aðstoð en ekki útvistun. Hægt er að fá aðstoð til þess að byggja grunn sem hjálpar og styður við uppbyggingu jafnlaunakerfisins á sama tíma og hluti af ábyrgðinni liggur hjá þeim sem fer í gegnum ferlið til þess að byggja upp skilning á markmiðum og tilgangi jafnlaunakerfisins, ábyrgðin verður að búa innanhúss. Einar Bjarnason, gæðastjóri hjá Límtré Vírnet, var með erindi skömmu fyrir páska hjá Stjórnvísi þar sem hann talaði um jafnlaunavottunarferlið þeirra. Þau notuðu Justly Pay til þess að byggja upp sitt jafnlaunakerfi. Hann talaði um mikilvægi þess að útvista jafnlaunakerfinu ekki of mikið, að það sé nauðsynlegt að þekkja jafnlaunakerfið – að mynda tengsl, þ.e. vita um hvað þetta snýst og að Justly Pay hafi þess vegna hafi hjálpað með akkúrat réttum hætti. Þau fengu skjöl mættu kröfum jafnlaunastaðalsins og voru tilbúin til aðlögunar, en þurftu ekki að finna upp á orðalagi frá grunni. Það sparar mikinn tíma. Jafnlauna skjölin voru flokkuð eftir köflum og þeim kröfum jafnlaunastaðalsins sem þau uppfylla. Í öðru lagi fengu þau jafnlaunaeyðublaðið, sem snýr að kröfunni um að meðhöndla frábrigði, sem er tilbúið ef einhver skildi hafa eitthvað um jafnlaunakerfið að segja. Þetta tryggir að ábendingar gleymist ekki og að full yfirsýn sé til staðar. Í þriðja lagi eru svo jafnlaunaúttektir, tímasettar og með spurningum sem hjálpa til með að reka og fara í gegnum úttektir sem eru nauðsynlegar til þess að viðhalda jafnlaunavottuninni. Úttektir eru framkvæmdar til þess að sannreyna að við séum raunverulega að vinna eins og skjölin segja. Ef misræmi kemur í ljós, þarf annað hvort að uppfæra skjölin eða þjálfa starfsfólk. Með þessum grunni en sinni aðkomu gerðu þau jafnlaunakerfið að sínu. Þetta er aðstoð sem gerir nægjanlega mikið til þess að koma ykkur vel á veg, akkúrat nógu mikið til þess að auðvelt sé að mynda tengsl við jafnlaunakerfið, sem verður hluti af genamengi ykkar reksturs til frambúðar. Höfundur er sérfræðingur í gæðastjórnunarlausnum hjá Origo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Upplýsingatækni Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar við byggjum upp nýtt jafnlaunakerfi er mikilvægt að við höfum aðkomu að því, vegna þess að við verðum að þekkja kerfið og geta hlúið að því, til þess að fá og viðhalda jafnlaunavottun. Til þess að fá jafnlaunavottun þurfum við að vera með skjöl sem tilgreina hvernig við ætlum að mæta kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST85:2012. En það er ekki nóg að vera með skjöl sem segja að við gerum eitthvað með ákveðnum hætti. Við verðum líka að vinna eftir þessum leiðum og geta sýnt fram á það. Jafnlaunavottun er ekki viðurkenning sem við fáum einu sinni og getum geymt uppi í hillu. Jafnlaunakerfið okkar þarf að vera lifandi. Við verðum að viðhalda jafnlaunavottun, sinna innri úttektum og fá árlegar heimsóknir frá ytri úttektaraðila til þess að staðfesta að jafnlaunakerfið sé virkt. Til þess að jafnlaunakerfið virki þurfum við að þekkja það, við verðum að þekkja stefnurnar og verklagið. Við verðum að vita hvað við segjumst vera að gera, til þess að geta gert hlutina svoleiðis. Þess vegna er tengslamyndum mikilvæg. Hvernig tryggi ég tengslamyndun? Það er mikilvægt að jafnlaunakerfið sé okkar, ef við útvistum jafnlaunamálum algerlega, er hætt við að við þekkjum ekki jafnlaunakerfið, að við færum ábyrgðina yfir á ytri aðila sem þekkir reksturinn okkar ekki eins vel og við sjálf. Það getur verið undarlegt að fá óskir eða beiðnir frá ytri aðila sem gerir kröfu um breytingar á vinnulagi sem við erum vön, sér í lagi ef við þekkjum ástæðuna sem liggur að baki þessum óskum ekki vel. Þess vegna er mikilvægt að tengja við jafnlaunakerfið, að þekkja skjölin og kröfurnar. Að vera með í því að skilja ástæður sem liggja að baki launaákvarðana og hvað það er sem byggir upp jafnlaunakerfið okkar. Þess vegna er mikilvægt að við séum virkir þátttakendur í uppbyggingunni sem tryggir tengslamyndunina. Get ég þá ekki fengið neina aðstoð? Vissulega er hægt að fá aðstoð við að byggja upp jafnlaunakerfi, en það þarf að vera nákvæmlega það, aðstoð en ekki útvistun. Hægt er að fá aðstoð til þess að byggja grunn sem hjálpar og styður við uppbyggingu jafnlaunakerfisins á sama tíma og hluti af ábyrgðinni liggur hjá þeim sem fer í gegnum ferlið til þess að byggja upp skilning á markmiðum og tilgangi jafnlaunakerfisins, ábyrgðin verður að búa innanhúss. Einar Bjarnason, gæðastjóri hjá Límtré Vírnet, var með erindi skömmu fyrir páska hjá Stjórnvísi þar sem hann talaði um jafnlaunavottunarferlið þeirra. Þau notuðu Justly Pay til þess að byggja upp sitt jafnlaunakerfi. Hann talaði um mikilvægi þess að útvista jafnlaunakerfinu ekki of mikið, að það sé nauðsynlegt að þekkja jafnlaunakerfið – að mynda tengsl, þ.e. vita um hvað þetta snýst og að Justly Pay hafi þess vegna hafi hjálpað með akkúrat réttum hætti. Þau fengu skjöl mættu kröfum jafnlaunastaðalsins og voru tilbúin til aðlögunar, en þurftu ekki að finna upp á orðalagi frá grunni. Það sparar mikinn tíma. Jafnlauna skjölin voru flokkuð eftir köflum og þeim kröfum jafnlaunastaðalsins sem þau uppfylla. Í öðru lagi fengu þau jafnlaunaeyðublaðið, sem snýr að kröfunni um að meðhöndla frábrigði, sem er tilbúið ef einhver skildi hafa eitthvað um jafnlaunakerfið að segja. Þetta tryggir að ábendingar gleymist ekki og að full yfirsýn sé til staðar. Í þriðja lagi eru svo jafnlaunaúttektir, tímasettar og með spurningum sem hjálpa til með að reka og fara í gegnum úttektir sem eru nauðsynlegar til þess að viðhalda jafnlaunavottuninni. Úttektir eru framkvæmdar til þess að sannreyna að við séum raunverulega að vinna eins og skjölin segja. Ef misræmi kemur í ljós, þarf annað hvort að uppfæra skjölin eða þjálfa starfsfólk. Með þessum grunni en sinni aðkomu gerðu þau jafnlaunakerfið að sínu. Þetta er aðstoð sem gerir nægjanlega mikið til þess að koma ykkur vel á veg, akkúrat nógu mikið til þess að auðvelt sé að mynda tengsl við jafnlaunakerfið, sem verður hluti af genamengi ykkar reksturs til frambúðar. Höfundur er sérfræðingur í gæðastjórnunarlausnum hjá Origo.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun