Vaktin: Segja Pútín enn vilja meira af Úkraínu Bjarki Sigurðsson og Samúel Karl Ólason skrifa 14. júní 2022 07:27 Bandaríkjamenn telja vonir Pútíns ekki lengur í takt við getu rússneska hersins. AP/Evgeny Biyatov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, vill enn ná tökum á meirihluta Úkraínu, ef ekki öllu ríkinu, þá þær áætlanir hafi misheppnast í upphafi innrásar Rússa. Þetta telja Bandaríkjamenn stöðuna en þeir segja ólíklegt að Rússar hafi burði til að ná þessum markmiðum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hversveitir Rússlands hafa náð tökum á um 80 prósentum af borginni Severodonetsk í Luhansk. Eins og áður hefur komið fram eru allar brýrnar úr borginni ónýtar en Úkraínumenn segjast enn reyna að flytja óbreytta og særða borgara á brott, þó það sé erfitt. Volódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að barátta Úkraínumanna og Rússa um Donbas-hérað sé sú grimmilegasta í sögu Evrópu. Hann segir að mannfall Úkraínu í baráttunni sé gríðarlegt. Úkraínsk yfirvöld sögðu í gær að önnur fjöldagröf með óbreyttum borgurum hafi fundist nærri Bucha, rétt hjá Kænugarði. Í gröfinni voru sjö lík. Mikhail Kasyanov, fyrrum forsætisráðherra Rússlands, telur að stríðið milli Úkraínu og Rússlands muni standa yfir næstu tvö árin. Enn á eftir að bera kennsl á um tólfhundruð lík sem fundist hafa í fjöldagröfum í Úkraínu samkvæmt ríkislögreglustjóranum þar í landi, Ihor Klymenko. Talið er að um fimmtán þúsund auðkýfingar með auðæfi metin á yfir milljón dollara, 130 milljónir íslenskra króna, muni flýja Rússland á þessu ári. Borgirnar Luhansk og Donetsk eru staðsettar í samnefndum héröðum, og mynda héröðin tvö Luhansk og Donetsk Donbas-svæðið.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hversveitir Rússlands hafa náð tökum á um 80 prósentum af borginni Severodonetsk í Luhansk. Eins og áður hefur komið fram eru allar brýrnar úr borginni ónýtar en Úkraínumenn segjast enn reyna að flytja óbreytta og særða borgara á brott, þó það sé erfitt. Volódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að barátta Úkraínumanna og Rússa um Donbas-hérað sé sú grimmilegasta í sögu Evrópu. Hann segir að mannfall Úkraínu í baráttunni sé gríðarlegt. Úkraínsk yfirvöld sögðu í gær að önnur fjöldagröf með óbreyttum borgurum hafi fundist nærri Bucha, rétt hjá Kænugarði. Í gröfinni voru sjö lík. Mikhail Kasyanov, fyrrum forsætisráðherra Rússlands, telur að stríðið milli Úkraínu og Rússlands muni standa yfir næstu tvö árin. Enn á eftir að bera kennsl á um tólfhundruð lík sem fundist hafa í fjöldagröfum í Úkraínu samkvæmt ríkislögreglustjóranum þar í landi, Ihor Klymenko. Talið er að um fimmtán þúsund auðkýfingar með auðæfi metin á yfir milljón dollara, 130 milljónir íslenskra króna, muni flýja Rússland á þessu ári. Borgirnar Luhansk og Donetsk eru staðsettar í samnefndum héröðum, og mynda héröðin tvö Luhansk og Donetsk Donbas-svæðið.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent