Örfá dæmi um að íslensk stjórnvöld hafi ekki nýtt sér Dyflinarreglugerðina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júní 2022 17:15 Sema Erla Serdar, baráttukona og stofnandi Solaris. Vísir/Einar Fjöldi þeirra sem sótt hefur um alþjóðlega vernd í Evrópu hefur ekki verið meiri frá því borgarastyrjöldin í Sýrlandi var í algleymingi árið 2016. Þá hefur staða flóttafólks sjaldan verið jafn slæm. Stofnandi Solaris flóttamannasamtakanna telur að afnám Dyflinarreglugerðarinnar myndi bæta stöðu þess til muna. Rúmlega áttatíu og tvö þúsund manns höfðu sótt um hæli í í löndum Evrópska efnahagssvæðisins í mars á þessu ári en fleiri hafa ekki sótt um hæli í Evrópu síðan hinn svokallaði flóttamannavandi ríkti í álfunni árin 2015 og 2016. Í þessum hópi voru Úkraínumenn flestir, eða um fjórtán þúsund, þar á eftir Afganar og Sýrlendingar. Staða flóttamanna í Evrópu hefur þó ekkert batnað og mörg mannúðarsamtök varað við henni, sérstaklega aðstöðu þeirra í Grikklandi. Stór hluti flóttafólks frá Mið-Austurlöndum, Asíu og Afríku kemur til Evrópu í gegn um Grikkland. Vegna Dyflinarreglugerðarinnar kemst fólkið oft ekki lengra en það og neyðist til að dvelja í flóttamannabúðum þar sem aðstæðum hefur verið lýst hræðilega. Segir stöðuna í Grikklandi hræðilega Fyrirhugað er að íslensk stjórnvöld sendi á þriðja hundrað hælisleitenda og flóttamanna úr landi á næstu vikum, suma þeirra til Grikklands. „Staðan þar er þannig að hún er oft hreinlega lífshættuleg fólki. Fólk býr á götunni, það hefur ekki aðgang að atvinnu, húsnæði, það er hungursneyð hjá sumum. Íslensk stjórnvöld hafa notað Dyflinarreglugerðina ítrekað og með eins ítarlegum hætti og hægt er. Í rauninni má segja að það eru örfá dæmi þess að íslensk stjórnvöld hafi ekki nýtt sér Dyflinarreglugerðina,“ segir Sema Erla Serdar, baráttukona og stofnandi Solaris. Hér má sjá lengra viðtal við Semu Erlu: Forseti framkvæmdastjórnar ESB boðaði í stefnuræðu sinni í haust afnám Dyflinarreglugerðarinnar og stofnun nýs samevrópsks kerfis fyrir flóttamenn og hælisleitendur. hefur talað fyrir því að ný og samræmd stefna í málefnum flóttafólks verði innleidd innan ESB. „Það eru hagsmunir allra ríkjanna að byggt verði upp evrópskt kerfi fyrir flóttamenn. Nýi sáttmálinn um flóttamenn og hælisleitendur færir okkur allt sem við þurfum til að takast á við þær mismunandi aðstæður sem við stöndum frammi fyrir,“ sagði Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB í stefnuræðu sinni í september í fyrra. „Ferlið hefur tekið óþægilega langan tíma og ég held að nú sé rétti tíminn kominn fyrir evrópska flóttamannastefnu.“ Senda flóttamenn og hælisleitendur til Rúanda Bretland gerði í apríl samning við Rúanda um að þangað yrðu sendir hælisleitendur, sem komu ólöglega til Bretlands, á meðan mál þeirra eru til meðferðar hjá breskum yfirvöldum. Fyrstu hóparnir voru sendir þangað í lok maí. „Ríkisstjórn okkar, ásamt félögum okkar í Rúanda, vinnum að því að finna nýja skapandi lausn á alþjóðlegum vandamálum. Ég er hrædd um að önnur samtök og önnur ríki komi ekki fram með aðra valmöguleika. Óbreytt ástand er ekki ásættanlegt lengur,“ sagði Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, við undirritun samningsins við Rúanda. „Fólk sem hefur fengið tilkynningu um flutning til Rúanda hefur engan lagalegan rétt á að vera í landinu okkar.“ Danmörk hyggst fara sömu leið og Bretland og er nú í viðræðum við Rúanda um gerð samskonar samnings. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Evrópusambandið Bretland Grikkland Rúanda Tengdar fréttir Sakaði ráðherra um rangfærslur og útúrsnúning Þingmaður Pírata sakar dómsmálaráðherra um rangfærslur og útúrsnúning um mál hælisleitenda á Íslandi. Ráðherrann segir grundvallarmisskilning ríkja um þau en segist vilja auka möguleika útlendinga alls staðar að á að koma til landsins og vinna. 29. maí 2022 13:56 Segir skýringar ráðherra á lagagrundvelli brottvísana villandi Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna. 27. maí 2022 12:57 Hætt við að senda barnshafandi konu úr landi Barnshafandi konu sem var í þeim hópi hælisleitenda sem til stendur að senda úr landi á næstunni hefur nú verið forðað frá brottvísun. 25. maí 2022 07:35 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Rúmlega áttatíu og tvö þúsund manns höfðu sótt um hæli í í löndum Evrópska efnahagssvæðisins í mars á þessu ári en fleiri hafa ekki sótt um hæli í Evrópu síðan hinn svokallaði flóttamannavandi ríkti í álfunni árin 2015 og 2016. Í þessum hópi voru Úkraínumenn flestir, eða um fjórtán þúsund, þar á eftir Afganar og Sýrlendingar. Staða flóttamanna í Evrópu hefur þó ekkert batnað og mörg mannúðarsamtök varað við henni, sérstaklega aðstöðu þeirra í Grikklandi. Stór hluti flóttafólks frá Mið-Austurlöndum, Asíu og Afríku kemur til Evrópu í gegn um Grikkland. Vegna Dyflinarreglugerðarinnar kemst fólkið oft ekki lengra en það og neyðist til að dvelja í flóttamannabúðum þar sem aðstæðum hefur verið lýst hræðilega. Segir stöðuna í Grikklandi hræðilega Fyrirhugað er að íslensk stjórnvöld sendi á þriðja hundrað hælisleitenda og flóttamanna úr landi á næstu vikum, suma þeirra til Grikklands. „Staðan þar er þannig að hún er oft hreinlega lífshættuleg fólki. Fólk býr á götunni, það hefur ekki aðgang að atvinnu, húsnæði, það er hungursneyð hjá sumum. Íslensk stjórnvöld hafa notað Dyflinarreglugerðina ítrekað og með eins ítarlegum hætti og hægt er. Í rauninni má segja að það eru örfá dæmi þess að íslensk stjórnvöld hafi ekki nýtt sér Dyflinarreglugerðina,“ segir Sema Erla Serdar, baráttukona og stofnandi Solaris. Hér má sjá lengra viðtal við Semu Erlu: Forseti framkvæmdastjórnar ESB boðaði í stefnuræðu sinni í haust afnám Dyflinarreglugerðarinnar og stofnun nýs samevrópsks kerfis fyrir flóttamenn og hælisleitendur. hefur talað fyrir því að ný og samræmd stefna í málefnum flóttafólks verði innleidd innan ESB. „Það eru hagsmunir allra ríkjanna að byggt verði upp evrópskt kerfi fyrir flóttamenn. Nýi sáttmálinn um flóttamenn og hælisleitendur færir okkur allt sem við þurfum til að takast á við þær mismunandi aðstæður sem við stöndum frammi fyrir,“ sagði Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB í stefnuræðu sinni í september í fyrra. „Ferlið hefur tekið óþægilega langan tíma og ég held að nú sé rétti tíminn kominn fyrir evrópska flóttamannastefnu.“ Senda flóttamenn og hælisleitendur til Rúanda Bretland gerði í apríl samning við Rúanda um að þangað yrðu sendir hælisleitendur, sem komu ólöglega til Bretlands, á meðan mál þeirra eru til meðferðar hjá breskum yfirvöldum. Fyrstu hóparnir voru sendir þangað í lok maí. „Ríkisstjórn okkar, ásamt félögum okkar í Rúanda, vinnum að því að finna nýja skapandi lausn á alþjóðlegum vandamálum. Ég er hrædd um að önnur samtök og önnur ríki komi ekki fram með aðra valmöguleika. Óbreytt ástand er ekki ásættanlegt lengur,“ sagði Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, við undirritun samningsins við Rúanda. „Fólk sem hefur fengið tilkynningu um flutning til Rúanda hefur engan lagalegan rétt á að vera í landinu okkar.“ Danmörk hyggst fara sömu leið og Bretland og er nú í viðræðum við Rúanda um gerð samskonar samnings.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Evrópusambandið Bretland Grikkland Rúanda Tengdar fréttir Sakaði ráðherra um rangfærslur og útúrsnúning Þingmaður Pírata sakar dómsmálaráðherra um rangfærslur og útúrsnúning um mál hælisleitenda á Íslandi. Ráðherrann segir grundvallarmisskilning ríkja um þau en segist vilja auka möguleika útlendinga alls staðar að á að koma til landsins og vinna. 29. maí 2022 13:56 Segir skýringar ráðherra á lagagrundvelli brottvísana villandi Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna. 27. maí 2022 12:57 Hætt við að senda barnshafandi konu úr landi Barnshafandi konu sem var í þeim hópi hælisleitenda sem til stendur að senda úr landi á næstunni hefur nú verið forðað frá brottvísun. 25. maí 2022 07:35 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Sakaði ráðherra um rangfærslur og útúrsnúning Þingmaður Pírata sakar dómsmálaráðherra um rangfærslur og útúrsnúning um mál hælisleitenda á Íslandi. Ráðherrann segir grundvallarmisskilning ríkja um þau en segist vilja auka möguleika útlendinga alls staðar að á að koma til landsins og vinna. 29. maí 2022 13:56
Segir skýringar ráðherra á lagagrundvelli brottvísana villandi Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna. 27. maí 2022 12:57
Hætt við að senda barnshafandi konu úr landi Barnshafandi konu sem var í þeim hópi hælisleitenda sem til stendur að senda úr landi á næstunni hefur nú verið forðað frá brottvísun. 25. maí 2022 07:35