Ákall um samstöðu Kristrún Frostadóttir skrifar 13. júní 2022 10:00 Fyrsta fjármálaáætlun nýrrar ríkisstjórnar verður afgreidd á Alþingi í vikunni. Tilgangur slíkrar áætlunar er að útskýra hvernig eigi að fjármagna loforð ríkisstjórnarinnar eins og þau birtast í stjórnarsáttmála. Yfirlýsingar formanna ríkisstjórnarflokkanna virðast þó hafa skolast til í útfærslunni, því ljóst er af lestrinum að pólitísk stefnumótun hefur vikið fyrir framreikningi í fjármálaráðuneytinu. Að lestri loknum situr eftir tómleikatilfinning þegar ljóst er að landið er á sjálfstýringu. Þó með mikilvægum, og í sumum tilvikum ógnvænlegum, undantekningum fyrir þau okkar sem teljum hlutverk ríkisins að stuðla að samstöðu í samfélaginu, að skapa þá tilfinningu að við séum öll í þessu saman. Ríkisstjórnin boðaði endurskoðun á mikilvægum þáttum velferðarkerfisins í stjórnarsáttmála síðasta haust. Bæta átti afkomu ellilífeyrisþega og taka málefni örorkulífeyrisþega til endurskoðunar. Taka átti á vandanum í heilbrigðiskerfinu, áframhaldandi innviðauppbygging var í kortunum og sérstaklega átti að hlúa að húsnæðismarkaðnum. Reyndar eru bara örfáar vikur síðan efnt var til blaðamannafundar um nýjar tillögur í húsnæðismálum þar sem boðað var stórátak í uppbyggingu. En ekkert verður af ofangreindu ef marka má fjármálaáætlun. Fjármagn til almannatrygginga helst varla í hendur við verðlagsþróun og fólksfjölgun. Fjármagn til heilbrigðiskerfisins er ekki í takt við raunvöxt svo stórar stofnanir líkt og Landspítalinn munu eiga erfitt með að halda í horfinu, hvað þá komast út úr núverandi rekstrarklemmu. Verulegur samdráttur er í fjárheimildum til húsnæðismála og ákveðið hefur verið að fresta innviðaframkvæmdum á kjörtímabilinu. Þá sjáum við áfram niðurskurð bakdyramegin, þ.e. vanfjármögnun velferðarverkefna sem hafa flust frá ríki til sveitarfélaga og mynda halla á rekstrarreikningi margra sveitarfélaga. Sá halli bitnar beint á fjárfestingu sem verður sögulega lág á sveitarstjórnarstiginu á tímabili fjármálaáætlunar. Allt tal um að ríkisstjórnin stefni á aukið hagræði í kerfinu og þess vegna þurfi ekki fjármagn til að uppfylla umrædd loforð á sér ekki stoð í raunveruleikanum. Vissulega geta kerfisbreytingar falið í sér aukna virkni fólks og skilað skatttekjum á móti, svo sem í tengslum við endurhæfingarúrræði eða aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. En slíkt hagræði út frá óskilgreindri uppstokkun birtist ekki á fimm ára tímabili. Við verðum að horfast í augu við það sem samfélag að rýrnun innviða, bæði efnislegra og óefnislegra, undanfarinn áratug hefur orðið til þess að mikil uppsöfnuð skuld hefur skapast. Kerfin okkar eru föst í hjólförum sem við þurfum að sameinast um að komast upp úr. Raunveruleg forysta á tímum sem þessum felur í sér ákall til fólks um að við stöndum saman að verkefninu að rétta við velferðarkerfið okkar. Þar komum við að því sem er að stjórnmálum okkar daga, þeim stjórnmálum sem ríkisstjórnir undanfarinn áratug hafa stundað og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur heldur á lífi: það skortir kjark til að taka ákvarðanir um að styrkja velferðarkerfi okkar með langtímasýn að leiðarljósi. Takmarkaður vilji er til að horfast í augu við það að til skamms tíma muni slíkar aðgerðir kosta okkur meira en sem nemur sparnaðinum. En það sem mikilvægara er: við erum hætt að tala um hver tilgangurinn með þessu öllu saman er, um það á hverju tilvist hins opinbera byggist. Til hvers erum við að þessu? Markmið stjórnvalda á ekki að vera að ná jafnvægi í ríkisfjármálum eins og heyrist svo víða, og nú þvert á ríkisstjórnarflokkana. Markmið stjórnvalda á að vera að þjónusta íbúa landsins og hlúa að samfélaginu. Hvernig við náum því markmiði með hætti sem er sjálfbær og stuðlar að efnahagslegu jafnvægi snýr að tækjum og tólum; gjöldum og skattlagningu. Rökin með velferðarríkinu á síðustu öld snerust fyrst og fremst um samstöðu, um hvað við skuldum hvert öðru sem borgarar í þessu samfélagi. Í seinni tíð hefur rökræðan um umfang og stöðu velferðarríkisins snúist í meiri mæli um að hve miklu leyti þeir sem lifa við skort eða erfiðleika í daglegu lífi bera á ábyrgð á eigin stöðu, að hve miklu leyti aðstæður þeirra eru sjálfskapaðar og hvert umfang aðstoðar hins opinbera eigi að vera fyrir þá hópa. Ein birtingamynd þessarar þróunar á Íslandi er að barnabætur eru orðnar að fátæktarbótum, ólíkt því sem þekkist á Norðurlöndum þar sem allir fá greitt með hverju barni. Þar, en ekki hér, er hugmyndin að styrkja þá tilfinningu að samfélagið komi til aðstoðar, í samræmi við það sem stundum er sagt: „Heilt þorp þarf til að ala upp barn.“ Skattheimta tekur svo mið af mismunandi fjárhag fólks og eiga þeir sem standa sterkar að vera stoltir af myndarlegu framlagi sínu til samfélagsins sem þeir tilheyra og þykir vænt um. Ekki með því að einangra einstaklinga frá framlögum hins opinbera ef viðkomandi er tekjuhár, heldur með því að skapa virka tengingu við velferðarríkið. Sú tenging er því miður við það að rofna undir núverandi stjórnarfari. Vantrú fólks á velferðarkerfi okkar eykst enn frekar þegar það mætir innistæðulausri orðræðu ríkisstjórnarinnar um að raunverulegar umbætur hafi átt sér stað í velferðarkerfinu eða séu í farvatninu. Þrátt fyrir að fjármálaáætlun sýni svart á hvítu að lítið eigi að gera. Þessi málflutningur, þar sem siglt er undir fölsku velferðarflaggi, er hættulegur. Hann rýrir trú fólks á getu samfélagsins til að hlúa að því sem skiptir máli, sem er aðgengi að grunnþjónustu sem tryggir að þörfum fólks sé sinnt. Fólk glatar trúnni og hólfar sig af í stað þess að horfa í kringum sig. Brestir myndast í samfélaginu. Gagnrýni okkar jafnaðarfólks á ríkisstjórnina er ekki úr lausu lofti gripin – það þarf ekki hástert orðalag til. Þetta snýst ekki um að finna ríkisstjórninni allt til foráttu. Þetta snýst um mismunandi pólitík. Spurningin er einfaldlega sú hvort Íslendingum hugnist sú pólitík sem hér er stunduð þegar litið er undir yfirborðið og staðan skýrð. Þetta þarf ekki að vera svona Hendur ríkisstjórnarinnar eru bundnar vegna eigin ákvarðana. Hér hefur ekki verið algjör stöðnun í aðgerðum ríkisins. Þróun síðasta áratugar einkennist ekki af afskiptaleysi. Ráðist hefur verið í risastórar aðgerðir sem hafa grafið undan getu ríkissjóðs til að sinna grundvallarhlutverki sínu í samfélaginu. Tekjuhlið ríkissjóðs er nefnilega brostin. Útgjaldaþróun næstu ára er ekki ástæða þess að kerfislægur halli verður á ríkissjóði kjörtímabilið á enda samkvæmt fjármálaáætlun. Sá halli hefur ekkert með heimsfaraldur og einskiptisaðgerðir að gera, heldur söfnum við skuldum vegna þess að þeir flokkar sem hafa verið við völd undanfarinn áratug hafa fjarlægt tugi milljarða króna úr ríkissjóði á hverju ári. Það hafa þeir gert með almennum skattalækkunum, lækkun gjalda og sértækum skattalækkunum án þess að litið hafi verið til annarra úrræða á tekjuhliðinni til að styrkja tekjustoðirnar. Verkalýðshreyfingin hefur bent á þetta í áraraðir en nú er svo komið að meira að segja hið hlutlausa fjármálaráð veitir þessari stöðu sérstaka athygli í nýjustu umsögn sinni um fjármálaáætlun. Ástæða þess að víða vantar fjármagn til að sinna grunnþörfum samfélagsins er ekki almenn óráðsía ríkissjóðs heldur pólitísk ákvarðanataka um að veikja getu ríkisins til að veita grunnþjónustu. Líkt og fjármálaráð fjallar ítarlega um í umsögn sinni um fjármálaáætlun hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fjarlægt 41,6 milljarða kr. af tekjuhlið ríkisins með skattalækkunum undanfarinna ára. Breytingarnar eru í formi almennra skattalækkana, skattastyrkja, lækkunar tryggingargjalds, hækkunar á frítekjumarki erfðafjárskatts, breytingu á stofni fjármagnstekjuskatts og lækkun bankaskatts. Allar breytingarnar eru í sömu átt; þær rýra tekjugrunn ríkissjóðs og þar með getu velferðarkerfisins til að standa undir grunnþjónustu. Höfum í huga að 42 milljarðar króna er helmingur fjárhæðarinnar sem rennur til að Landspítalans árlega. Þetta er forgangsröðun sem jafnaðarfólki hugnast ekki. Þetta er sú pólitík sem yfirgnæfir öll önnur stefnumál þessarar ríkisstjórnar. Vegna umræddrar forgangsröðunar í ríkisfjármálum stefnir í að tekjur ríkissjóðs undir lok tímabils fjármálaáætlunar verði þær lægstu á öldinni. Fjármálaráð bendir á að tekjur ríkissjóðs á mann á sama tíma verði svipaðar og árið 2001 þó að á þeim 20 árum sem síðan eru liðin hafi „hlutdeild aldraðra af mannfjölda aukist úr 10,23% í 12,95%. Þá hefur samfélagsgerðin breyst og því fylgja aðrar samfélagslegar kröfur og önnur viðmið. Það má leiða líkum að því að með breytingum á samsetningu mannfjöldans sé þörf fyrir meiri tekjuöflun á mann en nú.“ Ríkissjóður er því vanfjármagnaður. Um þetta verður ekki deilt. Forgangsröðun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er ástæðan fyrir því að meirihlutinn á Alþingi mun í vikunni samþykkja fjármálaáætlun sem mætir ekki neyðarástandi í heilbrigðiskerfinu, fjármagnar ekki boðaða húsnæðisuppbyggingu, skapar ekki svigrúm fyrir breytingu á kjörum viðkvæmustu hópa samfélagsins og í ofanálag veikir velferðarþjónustuna sem bindur okkur saman sem samfélag. Þessi pólitík er til þess fallin, og í raun gerð til þess, að grafa undan trú almennings á virði og gildi velferðarsamfélagsins því fólk hættir að sjá ástæðuna fyrir því að greiða inn í sameiginlega sjóði ef það upplifir að þjónustan sem það fær í staðinn er ófullnægjandi. Það gleymir á hverju tilvist hins opinbera byggist, tengingin við velferðarsamfélagið og samtrygginguna rofnar. Jafnaðarfólk vill virkja samtakamáttinn þvert á samfélagið og stuðla að því að þeir sem hefur gengið vel í lífinu átti sig á því að velgengnin var ekki aðeins afrakstur eigin framtaks. Heldur umhverfis sem gerði þeim kleift að skara fram úr, árangur meðfæddra eiginleika sem ekki eru öllum í blóð bornir og í mörgum tilvikum heppni. Efnisleg velgengni fólks getur vissulega verið misjöfn og ekkert við það að athuga. En velgengni fylgir líka ábyrgð gagnvart samfélaginu. Þá ábyrgð þarf að virkja, þvert á samfélagið. Við þurfum að sammælast um hvað það er sem við skuldum hvert öðru sem borgarar í þessu samfélagi. Það er hægt að gera þetta öðruvísi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsta fjármálaáætlun nýrrar ríkisstjórnar verður afgreidd á Alþingi í vikunni. Tilgangur slíkrar áætlunar er að útskýra hvernig eigi að fjármagna loforð ríkisstjórnarinnar eins og þau birtast í stjórnarsáttmála. Yfirlýsingar formanna ríkisstjórnarflokkanna virðast þó hafa skolast til í útfærslunni, því ljóst er af lestrinum að pólitísk stefnumótun hefur vikið fyrir framreikningi í fjármálaráðuneytinu. Að lestri loknum situr eftir tómleikatilfinning þegar ljóst er að landið er á sjálfstýringu. Þó með mikilvægum, og í sumum tilvikum ógnvænlegum, undantekningum fyrir þau okkar sem teljum hlutverk ríkisins að stuðla að samstöðu í samfélaginu, að skapa þá tilfinningu að við séum öll í þessu saman. Ríkisstjórnin boðaði endurskoðun á mikilvægum þáttum velferðarkerfisins í stjórnarsáttmála síðasta haust. Bæta átti afkomu ellilífeyrisþega og taka málefni örorkulífeyrisþega til endurskoðunar. Taka átti á vandanum í heilbrigðiskerfinu, áframhaldandi innviðauppbygging var í kortunum og sérstaklega átti að hlúa að húsnæðismarkaðnum. Reyndar eru bara örfáar vikur síðan efnt var til blaðamannafundar um nýjar tillögur í húsnæðismálum þar sem boðað var stórátak í uppbyggingu. En ekkert verður af ofangreindu ef marka má fjármálaáætlun. Fjármagn til almannatrygginga helst varla í hendur við verðlagsþróun og fólksfjölgun. Fjármagn til heilbrigðiskerfisins er ekki í takt við raunvöxt svo stórar stofnanir líkt og Landspítalinn munu eiga erfitt með að halda í horfinu, hvað þá komast út úr núverandi rekstrarklemmu. Verulegur samdráttur er í fjárheimildum til húsnæðismála og ákveðið hefur verið að fresta innviðaframkvæmdum á kjörtímabilinu. Þá sjáum við áfram niðurskurð bakdyramegin, þ.e. vanfjármögnun velferðarverkefna sem hafa flust frá ríki til sveitarfélaga og mynda halla á rekstrarreikningi margra sveitarfélaga. Sá halli bitnar beint á fjárfestingu sem verður sögulega lág á sveitarstjórnarstiginu á tímabili fjármálaáætlunar. Allt tal um að ríkisstjórnin stefni á aukið hagræði í kerfinu og þess vegna þurfi ekki fjármagn til að uppfylla umrædd loforð á sér ekki stoð í raunveruleikanum. Vissulega geta kerfisbreytingar falið í sér aukna virkni fólks og skilað skatttekjum á móti, svo sem í tengslum við endurhæfingarúrræði eða aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. En slíkt hagræði út frá óskilgreindri uppstokkun birtist ekki á fimm ára tímabili. Við verðum að horfast í augu við það sem samfélag að rýrnun innviða, bæði efnislegra og óefnislegra, undanfarinn áratug hefur orðið til þess að mikil uppsöfnuð skuld hefur skapast. Kerfin okkar eru föst í hjólförum sem við þurfum að sameinast um að komast upp úr. Raunveruleg forysta á tímum sem þessum felur í sér ákall til fólks um að við stöndum saman að verkefninu að rétta við velferðarkerfið okkar. Þar komum við að því sem er að stjórnmálum okkar daga, þeim stjórnmálum sem ríkisstjórnir undanfarinn áratug hafa stundað og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur heldur á lífi: það skortir kjark til að taka ákvarðanir um að styrkja velferðarkerfi okkar með langtímasýn að leiðarljósi. Takmarkaður vilji er til að horfast í augu við það að til skamms tíma muni slíkar aðgerðir kosta okkur meira en sem nemur sparnaðinum. En það sem mikilvægara er: við erum hætt að tala um hver tilgangurinn með þessu öllu saman er, um það á hverju tilvist hins opinbera byggist. Til hvers erum við að þessu? Markmið stjórnvalda á ekki að vera að ná jafnvægi í ríkisfjármálum eins og heyrist svo víða, og nú þvert á ríkisstjórnarflokkana. Markmið stjórnvalda á að vera að þjónusta íbúa landsins og hlúa að samfélaginu. Hvernig við náum því markmiði með hætti sem er sjálfbær og stuðlar að efnahagslegu jafnvægi snýr að tækjum og tólum; gjöldum og skattlagningu. Rökin með velferðarríkinu á síðustu öld snerust fyrst og fremst um samstöðu, um hvað við skuldum hvert öðru sem borgarar í þessu samfélagi. Í seinni tíð hefur rökræðan um umfang og stöðu velferðarríkisins snúist í meiri mæli um að hve miklu leyti þeir sem lifa við skort eða erfiðleika í daglegu lífi bera á ábyrgð á eigin stöðu, að hve miklu leyti aðstæður þeirra eru sjálfskapaðar og hvert umfang aðstoðar hins opinbera eigi að vera fyrir þá hópa. Ein birtingamynd þessarar þróunar á Íslandi er að barnabætur eru orðnar að fátæktarbótum, ólíkt því sem þekkist á Norðurlöndum þar sem allir fá greitt með hverju barni. Þar, en ekki hér, er hugmyndin að styrkja þá tilfinningu að samfélagið komi til aðstoðar, í samræmi við það sem stundum er sagt: „Heilt þorp þarf til að ala upp barn.“ Skattheimta tekur svo mið af mismunandi fjárhag fólks og eiga þeir sem standa sterkar að vera stoltir af myndarlegu framlagi sínu til samfélagsins sem þeir tilheyra og þykir vænt um. Ekki með því að einangra einstaklinga frá framlögum hins opinbera ef viðkomandi er tekjuhár, heldur með því að skapa virka tengingu við velferðarríkið. Sú tenging er því miður við það að rofna undir núverandi stjórnarfari. Vantrú fólks á velferðarkerfi okkar eykst enn frekar þegar það mætir innistæðulausri orðræðu ríkisstjórnarinnar um að raunverulegar umbætur hafi átt sér stað í velferðarkerfinu eða séu í farvatninu. Þrátt fyrir að fjármálaáætlun sýni svart á hvítu að lítið eigi að gera. Þessi málflutningur, þar sem siglt er undir fölsku velferðarflaggi, er hættulegur. Hann rýrir trú fólks á getu samfélagsins til að hlúa að því sem skiptir máli, sem er aðgengi að grunnþjónustu sem tryggir að þörfum fólks sé sinnt. Fólk glatar trúnni og hólfar sig af í stað þess að horfa í kringum sig. Brestir myndast í samfélaginu. Gagnrýni okkar jafnaðarfólks á ríkisstjórnina er ekki úr lausu lofti gripin – það þarf ekki hástert orðalag til. Þetta snýst ekki um að finna ríkisstjórninni allt til foráttu. Þetta snýst um mismunandi pólitík. Spurningin er einfaldlega sú hvort Íslendingum hugnist sú pólitík sem hér er stunduð þegar litið er undir yfirborðið og staðan skýrð. Þetta þarf ekki að vera svona Hendur ríkisstjórnarinnar eru bundnar vegna eigin ákvarðana. Hér hefur ekki verið algjör stöðnun í aðgerðum ríkisins. Þróun síðasta áratugar einkennist ekki af afskiptaleysi. Ráðist hefur verið í risastórar aðgerðir sem hafa grafið undan getu ríkissjóðs til að sinna grundvallarhlutverki sínu í samfélaginu. Tekjuhlið ríkissjóðs er nefnilega brostin. Útgjaldaþróun næstu ára er ekki ástæða þess að kerfislægur halli verður á ríkissjóði kjörtímabilið á enda samkvæmt fjármálaáætlun. Sá halli hefur ekkert með heimsfaraldur og einskiptisaðgerðir að gera, heldur söfnum við skuldum vegna þess að þeir flokkar sem hafa verið við völd undanfarinn áratug hafa fjarlægt tugi milljarða króna úr ríkissjóði á hverju ári. Það hafa þeir gert með almennum skattalækkunum, lækkun gjalda og sértækum skattalækkunum án þess að litið hafi verið til annarra úrræða á tekjuhliðinni til að styrkja tekjustoðirnar. Verkalýðshreyfingin hefur bent á þetta í áraraðir en nú er svo komið að meira að segja hið hlutlausa fjármálaráð veitir þessari stöðu sérstaka athygli í nýjustu umsögn sinni um fjármálaáætlun. Ástæða þess að víða vantar fjármagn til að sinna grunnþörfum samfélagsins er ekki almenn óráðsía ríkissjóðs heldur pólitísk ákvarðanataka um að veikja getu ríkisins til að veita grunnþjónustu. Líkt og fjármálaráð fjallar ítarlega um í umsögn sinni um fjármálaáætlun hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fjarlægt 41,6 milljarða kr. af tekjuhlið ríkisins með skattalækkunum undanfarinna ára. Breytingarnar eru í formi almennra skattalækkana, skattastyrkja, lækkunar tryggingargjalds, hækkunar á frítekjumarki erfðafjárskatts, breytingu á stofni fjármagnstekjuskatts og lækkun bankaskatts. Allar breytingarnar eru í sömu átt; þær rýra tekjugrunn ríkissjóðs og þar með getu velferðarkerfisins til að standa undir grunnþjónustu. Höfum í huga að 42 milljarðar króna er helmingur fjárhæðarinnar sem rennur til að Landspítalans árlega. Þetta er forgangsröðun sem jafnaðarfólki hugnast ekki. Þetta er sú pólitík sem yfirgnæfir öll önnur stefnumál þessarar ríkisstjórnar. Vegna umræddrar forgangsröðunar í ríkisfjármálum stefnir í að tekjur ríkissjóðs undir lok tímabils fjármálaáætlunar verði þær lægstu á öldinni. Fjármálaráð bendir á að tekjur ríkissjóðs á mann á sama tíma verði svipaðar og árið 2001 þó að á þeim 20 árum sem síðan eru liðin hafi „hlutdeild aldraðra af mannfjölda aukist úr 10,23% í 12,95%. Þá hefur samfélagsgerðin breyst og því fylgja aðrar samfélagslegar kröfur og önnur viðmið. Það má leiða líkum að því að með breytingum á samsetningu mannfjöldans sé þörf fyrir meiri tekjuöflun á mann en nú.“ Ríkissjóður er því vanfjármagnaður. Um þetta verður ekki deilt. Forgangsröðun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er ástæðan fyrir því að meirihlutinn á Alþingi mun í vikunni samþykkja fjármálaáætlun sem mætir ekki neyðarástandi í heilbrigðiskerfinu, fjármagnar ekki boðaða húsnæðisuppbyggingu, skapar ekki svigrúm fyrir breytingu á kjörum viðkvæmustu hópa samfélagsins og í ofanálag veikir velferðarþjónustuna sem bindur okkur saman sem samfélag. Þessi pólitík er til þess fallin, og í raun gerð til þess, að grafa undan trú almennings á virði og gildi velferðarsamfélagsins því fólk hættir að sjá ástæðuna fyrir því að greiða inn í sameiginlega sjóði ef það upplifir að þjónustan sem það fær í staðinn er ófullnægjandi. Það gleymir á hverju tilvist hins opinbera byggist, tengingin við velferðarsamfélagið og samtrygginguna rofnar. Jafnaðarfólk vill virkja samtakamáttinn þvert á samfélagið og stuðla að því að þeir sem hefur gengið vel í lífinu átti sig á því að velgengnin var ekki aðeins afrakstur eigin framtaks. Heldur umhverfis sem gerði þeim kleift að skara fram úr, árangur meðfæddra eiginleika sem ekki eru öllum í blóð bornir og í mörgum tilvikum heppni. Efnisleg velgengni fólks getur vissulega verið misjöfn og ekkert við það að athuga. En velgengni fylgir líka ábyrgð gagnvart samfélaginu. Þá ábyrgð þarf að virkja, þvert á samfélagið. Við þurfum að sammælast um hvað það er sem við skuldum hvert öðru sem borgarar í þessu samfélagi. Það er hægt að gera þetta öðruvísi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun