Starfsmaður Búllunnar fékk skellinn í kjötmálinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júní 2022 13:32 Hamborgarar á grillinu hjá Búllunni. Starfsmaður Búllunnar sem ákærður var fyrir tollalagabrot með því að veita rangar upplýsingar um innflutt kjöt þarf að greiða um fjörutíu milljónir í sekt vegna málsins. Sektin fellur þó niður haldi viðkomandi skilorð næstu tvö árin, meðal annars vegna þess að starfsmaðurinn var sú eina sem var látin svara til ábyrgðar fyrir málið, án þess þó að hafa haft af því nokkurn ávinning. Vísir greindi frá því árið 2020 að kjötpantanir Hamborgarabúllu Tómasar væru orðnar að dómsmáli. Þar var starfsmanninum gert að sök að hafa framið tollalagabrot með því að gefa villandi upplýsingar um innflutta frosna nautaparta. Notast var við tollanúmer fyrir innflutt kjöt með beini, en kjötið sem flutt var inn var beinlaust. Búllan og rekstarfélag þess voru ákærð fyrir peningaþvætti, með því að hafa nýtt sér ávinning af tollalagabrotum starfsmannsins. Héraðsdómur sýknaði Búlluna, rekstarfélagið og starfsmanninn í lok mars á síðasta ári. Ákæruvaldið féll frá áfrýjun á hendur Búllunni og rekstrarfélaginu Ákæruvaldið áfrýjaði dómi héraðsdóms en féll síðar frá áfrýjun á hendur Búllunni og rekstarfélaginu, þannig að starfsmaðurinn sat einn eftir. Dæmt var í málinu í Landsrétti í gær þar sem dómi héraðsdóms í máli starfsmannsins var snúið við. Var starfsmaðurinn sakfelldur fyrir brot gegn tollalögum með því að hafa komið því til leiðar að tollmiðlari tilgreindi kjötið sem kjöt með beini, þegar það var í raun beinlaust. Í dómi Landsréttar kom fram að starfsmaðurinn hafi viðurkennt að hafa gert mistök en að hún hafi gert ráð fyrir því að tollmiðlarar myndi leiðrétta hana ef hún væri að þetta með röngum hætti, líkt og það er orðað í dómi Landsréttar. Sá eini sem var látinn svara fyrir málið Taldi Landsréttur sannað að starfsmaðurinn hafi gert sér grein fyrir að þær upplýsingar sem hún gaf vegna innflutningsins hafi verið rangar. Landsréttur dæmdi í málinu í gær, föstudag.Vísir/Vilhelm Var starfsmaðurinn því dæmdur til að greiða 39,1 milljón vegna málsins, tvöfalda þá upphæð sem reyndist vera mismunurinn á aðflutningsgjöldum beinlausa kjötsins og kjötsins með beini. Í dómi Landsréttar er þó litið til þess að starfsmaðurinn hafi ekki áður sætt refsingar. Þá var einnig sérstaklega litið til þess að óumdeilt væri að viðkomandi hafi engan ávinning haft af brotunum, en sé ein látin svara til refsiábyrgðar vegna þeirra. Þá er einnig tiltekið að rannsókn málsins og meðferð þess hafi tekið nokkurn tíma, eða um fjögur ár frá því að síðasta brotið var framið. Ákvað Landsréttur því að fresta fullnustu sektarrefsingarinnar til tveggja ára, haldi starfsmaðurinn almennt skilorð. Rjúfi viðkomandi skilorð skal hann sæta fangelsi í tólf mánuði í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Þá þarf starfsmaðurinn að greiða sakarkostnað málsins, alls 2,6 milljónir króna. Neytendur Skattar og tollar Dómsmál Veitingastaðir Tengdar fréttir Kjötpantanir Búllunnar feli í sér tollalagabrot og peningaþvætti Starfsmaður Búllunnar er ákærður fyrir tollalagabrot, grunaður um að hafa ranglega skráð innflutt kjöt sem kjöt með beini í staðinn fyrir beinlaust kjöt við tollskráningu. Mismunurinn vegna rangrar skráningar nemur tæpum tuttugu milljónum króna. 6. október 2020 08:31 Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Vísir greindi frá því árið 2020 að kjötpantanir Hamborgarabúllu Tómasar væru orðnar að dómsmáli. Þar var starfsmanninum gert að sök að hafa framið tollalagabrot með því að gefa villandi upplýsingar um innflutta frosna nautaparta. Notast var við tollanúmer fyrir innflutt kjöt með beini, en kjötið sem flutt var inn var beinlaust. Búllan og rekstarfélag þess voru ákærð fyrir peningaþvætti, með því að hafa nýtt sér ávinning af tollalagabrotum starfsmannsins. Héraðsdómur sýknaði Búlluna, rekstarfélagið og starfsmanninn í lok mars á síðasta ári. Ákæruvaldið féll frá áfrýjun á hendur Búllunni og rekstrarfélaginu Ákæruvaldið áfrýjaði dómi héraðsdóms en féll síðar frá áfrýjun á hendur Búllunni og rekstarfélaginu, þannig að starfsmaðurinn sat einn eftir. Dæmt var í málinu í Landsrétti í gær þar sem dómi héraðsdóms í máli starfsmannsins var snúið við. Var starfsmaðurinn sakfelldur fyrir brot gegn tollalögum með því að hafa komið því til leiðar að tollmiðlari tilgreindi kjötið sem kjöt með beini, þegar það var í raun beinlaust. Í dómi Landsréttar kom fram að starfsmaðurinn hafi viðurkennt að hafa gert mistök en að hún hafi gert ráð fyrir því að tollmiðlarar myndi leiðrétta hana ef hún væri að þetta með röngum hætti, líkt og það er orðað í dómi Landsréttar. Sá eini sem var látinn svara fyrir málið Taldi Landsréttur sannað að starfsmaðurinn hafi gert sér grein fyrir að þær upplýsingar sem hún gaf vegna innflutningsins hafi verið rangar. Landsréttur dæmdi í málinu í gær, föstudag.Vísir/Vilhelm Var starfsmaðurinn því dæmdur til að greiða 39,1 milljón vegna málsins, tvöfalda þá upphæð sem reyndist vera mismunurinn á aðflutningsgjöldum beinlausa kjötsins og kjötsins með beini. Í dómi Landsréttar er þó litið til þess að starfsmaðurinn hafi ekki áður sætt refsingar. Þá var einnig sérstaklega litið til þess að óumdeilt væri að viðkomandi hafi engan ávinning haft af brotunum, en sé ein látin svara til refsiábyrgðar vegna þeirra. Þá er einnig tiltekið að rannsókn málsins og meðferð þess hafi tekið nokkurn tíma, eða um fjögur ár frá því að síðasta brotið var framið. Ákvað Landsréttur því að fresta fullnustu sektarrefsingarinnar til tveggja ára, haldi starfsmaðurinn almennt skilorð. Rjúfi viðkomandi skilorð skal hann sæta fangelsi í tólf mánuði í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Þá þarf starfsmaðurinn að greiða sakarkostnað málsins, alls 2,6 milljónir króna.
Neytendur Skattar og tollar Dómsmál Veitingastaðir Tengdar fréttir Kjötpantanir Búllunnar feli í sér tollalagabrot og peningaþvætti Starfsmaður Búllunnar er ákærður fyrir tollalagabrot, grunaður um að hafa ranglega skráð innflutt kjöt sem kjöt með beini í staðinn fyrir beinlaust kjöt við tollskráningu. Mismunurinn vegna rangrar skráningar nemur tæpum tuttugu milljónum króna. 6. október 2020 08:31 Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Kjötpantanir Búllunnar feli í sér tollalagabrot og peningaþvætti Starfsmaður Búllunnar er ákærður fyrir tollalagabrot, grunaður um að hafa ranglega skráð innflutt kjöt sem kjöt með beini í staðinn fyrir beinlaust kjöt við tollskráningu. Mismunurinn vegna rangrar skráningar nemur tæpum tuttugu milljónum króna. 6. október 2020 08:31