Leigubílstjórar eru ekki börn Jóhannes Stefánsson skrifar 11. júní 2022 13:01 Íslenskir leigubílstjórar hafa það ekkert sérstaklega gott. Á síðasta ári voru regluleg heildarlaun einka- leigu- og sendibifreiðastjóra kr. 579.000,- á mánuði, að meðaltali. Eins og við hin þurfa þeir að hafa í sig og á, borga af lánum og þvíumlíkt. En þeir þurfa líka (flestir) að kaupa mikið eldsneyti, borga dýrar tryggingar af leigubílnum, viðhald, dekk og annað slíkt. Í ofanálag borga þeir stöðvargjald á leigubílastöð, sirka 100.000 krónur á mánuði, sem þeir verða ennþá að gera samkvæmt lögum þótt það standi til bóta. Það situr líklega ekki mjög mikið eftir í lok mánaðar. Vinnuálagið sveiflast síðan á milli þess að bíða löngum stundum eftir verkefnum á virkum dögum, en anna ekki eftirspurn um helgar og á frídögum. Leigubílstjórar þurfa oft að vinna á næturnar og þegar við hin erum í fríi að njóta tíma með vinum og fjölskyldu. Farþegarnir eru ekkert alltaf upp á sitt besta. Bundnir í báða skó Leigubílstjórar ákveða ekki verð fyrir þjónustuna sjálfir og geta ekki aðlagað hana að því sem neytendur biðja um. Þeir mega til dæmis ekki bjóða lægra verð þegar það er lítið að gera og geta því ekki freistað þess að hafa meira að gera á daginn. Þeir gætu kannski haft meira upp úr krafsinu þannig. Leigubílastöðvarnar ákveða verðið fyrir þá, með undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu. Það er bara ein ríkislausn í boði. Leigubílstjórar eru síðan í harðnandi samkeppni við aðra valkosti. Almenningssamgöngur, hjól, hlaupahjól, deilibíla en líka ólöglega skutlara. Þessir síðastnefndu eru til þjónustu reiðubúnir hverju sem tautar og raular og þurfa aldeilis ekki ekki að borga sama kostnað og leigubílstjórarnir. Það er spurning hvort það sé ekki betra að taka þá bara inn í kerfið með einhverjum skynsamlegum hætti, allavega þá sem uppfylla lágmarksskilyrði. Leigubílstjórar mega ekki stofna fyrirtæki utan um reksturinn, ólíkt okkur. Þeir geta ekki bundist böndum og stofnað félög sem sjá til dæmis um að kaupa bíla með magnafslætti eða tryggingar á betri kjörum. Þeir þurfa sjálfir að sjá um allt viðhald og þrif. Ef bíllinn bilar eða þeir veikjast, þá bera þeir einir áhættuna og kostnaðinn. Þeir eru bundnir vistarböndum. Þessu á ekki að breyta. Full á torgum bæjarins Á hinum endanum erum það við, neytendurnir. Stundum er ekkert mál að fá bíl. Stundum er það alls ekki hægt, eins og á álagstímum um helgar. Þá safnast fólk saman á götum og torgum bæjarins þar sem það bíður jafnvel klukkutímum saman eftir að röðin komi að sér. Það er ekki gott að fólk í misjöfnu ástandi sé að bíða mjög lengi eftir að komast heim til sín (eða annarra). Stundum gefst fólk upp á biðinni og keyrir eða tekur hlaupahjól heim. Sumir eiga erfitt með að haga sér undir áhrifum og beita ofbeldi. Þetta getur verið mjög hættulegt. Stundum þegar maður pantar leigubíl þá kemur glæsileg lúxuskerra. Einstaka sinnum kemur bíll sem maður veltir fyrir sér hvernig geti verið með skoðunarmiða. Það er samt sama verðið fyrir þá báða. Flestum finnst frekar dýrt að taka leigubíl, þótt bílstjórarnir hafi heilt yfir ekki mikið upp úr akstrinum. Það er þó rétt að taka það fram að það er mun ódýrara að taka stundum leigubíl í staðinn fyrir að eiga bíl sjálfur, ef maður getur. Leigubílstjórar eru traustsins verðir Þetta er semsagt ekki fullkomið kerfi, þótt eigendur leigubifreiðastöðva haldi því fram. Leigubílstjórar og neytendur njóta ekki góðs af haftafyrirkomulaginu, þótt eigendur stöðvanna vilji telja þeim trú um það. Leigubílstjórar eru ekki börn og það á ekki að koma fram við þá eins og þeir séu það. Þeim er fyllilega treystandi til þess að veita okkur hinum þjónustuna sem við viljum. En þeir mega bara ekki gera það, því það er búið að banna það með lögum. Þeir geta ekki boðið upp á nýjungar og þjónustan er bundin í fortíðarfyrirkomulagi. Núna er Alþingi á lokametrunum við að afgreiða ný leigubílalög. Þau gera áfram ráð fyrir því að komið sé fram við leigubílstjóra eins og þeir séu börn. Eins og þeir geti ekki ákveðið sjálfir hvernig þjónustu þeir vilja veita og komið til móts við þarfir okkar, neytendanna. Framtíðin bíður eftir leigubílstjórum. Eigum við ekki að hleypa þeim þangað? Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Umsagnir Viðskiptaráðs um leigubílafrumvarpið má skoða hér, hér og hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Stefánsson Leigubílar Alþingi Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Íslenskir leigubílstjórar hafa það ekkert sérstaklega gott. Á síðasta ári voru regluleg heildarlaun einka- leigu- og sendibifreiðastjóra kr. 579.000,- á mánuði, að meðaltali. Eins og við hin þurfa þeir að hafa í sig og á, borga af lánum og þvíumlíkt. En þeir þurfa líka (flestir) að kaupa mikið eldsneyti, borga dýrar tryggingar af leigubílnum, viðhald, dekk og annað slíkt. Í ofanálag borga þeir stöðvargjald á leigubílastöð, sirka 100.000 krónur á mánuði, sem þeir verða ennþá að gera samkvæmt lögum þótt það standi til bóta. Það situr líklega ekki mjög mikið eftir í lok mánaðar. Vinnuálagið sveiflast síðan á milli þess að bíða löngum stundum eftir verkefnum á virkum dögum, en anna ekki eftirspurn um helgar og á frídögum. Leigubílstjórar þurfa oft að vinna á næturnar og þegar við hin erum í fríi að njóta tíma með vinum og fjölskyldu. Farþegarnir eru ekkert alltaf upp á sitt besta. Bundnir í báða skó Leigubílstjórar ákveða ekki verð fyrir þjónustuna sjálfir og geta ekki aðlagað hana að því sem neytendur biðja um. Þeir mega til dæmis ekki bjóða lægra verð þegar það er lítið að gera og geta því ekki freistað þess að hafa meira að gera á daginn. Þeir gætu kannski haft meira upp úr krafsinu þannig. Leigubílastöðvarnar ákveða verðið fyrir þá, með undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu. Það er bara ein ríkislausn í boði. Leigubílstjórar eru síðan í harðnandi samkeppni við aðra valkosti. Almenningssamgöngur, hjól, hlaupahjól, deilibíla en líka ólöglega skutlara. Þessir síðastnefndu eru til þjónustu reiðubúnir hverju sem tautar og raular og þurfa aldeilis ekki ekki að borga sama kostnað og leigubílstjórarnir. Það er spurning hvort það sé ekki betra að taka þá bara inn í kerfið með einhverjum skynsamlegum hætti, allavega þá sem uppfylla lágmarksskilyrði. Leigubílstjórar mega ekki stofna fyrirtæki utan um reksturinn, ólíkt okkur. Þeir geta ekki bundist böndum og stofnað félög sem sjá til dæmis um að kaupa bíla með magnafslætti eða tryggingar á betri kjörum. Þeir þurfa sjálfir að sjá um allt viðhald og þrif. Ef bíllinn bilar eða þeir veikjast, þá bera þeir einir áhættuna og kostnaðinn. Þeir eru bundnir vistarböndum. Þessu á ekki að breyta. Full á torgum bæjarins Á hinum endanum erum það við, neytendurnir. Stundum er ekkert mál að fá bíl. Stundum er það alls ekki hægt, eins og á álagstímum um helgar. Þá safnast fólk saman á götum og torgum bæjarins þar sem það bíður jafnvel klukkutímum saman eftir að röðin komi að sér. Það er ekki gott að fólk í misjöfnu ástandi sé að bíða mjög lengi eftir að komast heim til sín (eða annarra). Stundum gefst fólk upp á biðinni og keyrir eða tekur hlaupahjól heim. Sumir eiga erfitt með að haga sér undir áhrifum og beita ofbeldi. Þetta getur verið mjög hættulegt. Stundum þegar maður pantar leigubíl þá kemur glæsileg lúxuskerra. Einstaka sinnum kemur bíll sem maður veltir fyrir sér hvernig geti verið með skoðunarmiða. Það er samt sama verðið fyrir þá báða. Flestum finnst frekar dýrt að taka leigubíl, þótt bílstjórarnir hafi heilt yfir ekki mikið upp úr akstrinum. Það er þó rétt að taka það fram að það er mun ódýrara að taka stundum leigubíl í staðinn fyrir að eiga bíl sjálfur, ef maður getur. Leigubílstjórar eru traustsins verðir Þetta er semsagt ekki fullkomið kerfi, þótt eigendur leigubifreiðastöðva haldi því fram. Leigubílstjórar og neytendur njóta ekki góðs af haftafyrirkomulaginu, þótt eigendur stöðvanna vilji telja þeim trú um það. Leigubílstjórar eru ekki börn og það á ekki að koma fram við þá eins og þeir séu það. Þeim er fyllilega treystandi til þess að veita okkur hinum þjónustuna sem við viljum. En þeir mega bara ekki gera það, því það er búið að banna það með lögum. Þeir geta ekki boðið upp á nýjungar og þjónustan er bundin í fortíðarfyrirkomulagi. Núna er Alþingi á lokametrunum við að afgreiða ný leigubílalög. Þau gera áfram ráð fyrir því að komið sé fram við leigubílstjóra eins og þeir séu börn. Eins og þeir geti ekki ákveðið sjálfir hvernig þjónustu þeir vilja veita og komið til móts við þarfir okkar, neytendanna. Framtíðin bíður eftir leigubílstjórum. Eigum við ekki að hleypa þeim þangað? Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Umsagnir Viðskiptaráðs um leigubílafrumvarpið má skoða hér, hér og hér.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun