Eldflaugar þessar kallast Kh-22 og eru 5,5 tonn að þyngd. Þeim er skotið af flugvélum.
Þetta segir Varnarmálaráðuneyti Bretlands en ástæðan þess að Rússar nota þessar eldflaugar er talin vera skortur á annars konar nákvæmum eldflaugum og það að loftvarnir Úkraínu komi enn í veg fyrir að flugher Rússlands geti athafnað sig í loftunum yfir mestöllu landinu.
Sjá einnig: Segir Rússa stefna að gjöreyðingu Donbas-héraðs
Ráðuneytið segir einnig, í Twitter-þræði sem finna má hér að neðan, að harðir bardagar geisi enn í Severodonetsk í austurhluta Úkraínu og að báðar fylkingar hafi líklega orðið fyrir miklu mannfalli. Rússar beiti yfirburðum sínum í stórskotaliði og lofti til að reyna að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur.
Bretar gefa þó ekki upp neitt dæmi þar sem eldflaugar þessar eiga að hafa verið notaðar.
(1/6) As of 10 June, Russian forces around Sieverodonetsk have not made advances into the south of the city. Intense street to street fighting is ongoing and both sides are likely suffering high numbers of casualties.
— Ministry of Defence (@DefenceHQ) June 11, 2022
Átökin í austurhluta Úkraínu eru sögð einkennast af stórskotaliðseinvígum þessa dagana en þar hafa Rússar mikla yfirburði þegar kemur að fjölda vopna og skotfærabirgðum. Áköll Úkraínumanna eftir vopnakerfum og skotfærum hafa aukist mjög á undanförnum dögum.
Sjá einnig: Úkraínumenn segja skotfærin brátt á þrotum og setja traust sitt á Vesturlönd
Hugveitan Institue for the study of war sagði frá því í stöðuskýrslu í gærkvöldi að yfirmaður í leyniþjónustu hers Úkraínu sagði Rússa eiga tíu til fimmtán fallbyssur fyrir hverja byssu Úkraínumanna. Þörf Úkraínumanna væri mikil því skilvirkar stórskotaliðsárásir væru lykillinn að velgengni á lítið víglínum Úkraínu, því þær hreyfðust lítið.