Úkraínumenn segja skotfærin brátt á þrotum og setja traust sitt á Vesturlönd Smári Jökull Jónsson skrifar 11. júní 2022 00:00 Úkraínskir hermenn ræða saman á meðan bardagi við Rússa geisar við Severodonetsk í Luhansk héraðinu. Vísir/AP Yfirmaður í úkraínska hernum segir að framganga Úkraínumanna í stríðinu sé algjörlega háð því hvað Vesturlöndin láti þeim í té. Hann útilokar ekki að Rússar geri hlé á stríðinu til að reyna að sannfæra Vesturlönd um að slaka á viðskiptaþvingunum. Þetta kemur fram í máli Vadym Skibitsky, yfirmanns í úkraínska hernum sem skrifað er um í grein í The Guardian. Hann segir að Úkraína sé nú að tapa fyrir Rússum og séu algjörlega háðir því að fá vopn frá Vesturlöndum eigi þeir að halda rússneska hernum í skefjum. „Þetta er stórskotastríð núna. Við erum að tapa hvað stóru vopnin varðar, við erum með eitt á móti hverjum tíu til fimmtán hjá Rússum. Félagar okkar í vestri hafa gefið okkur um 10% af því sem þeir eiga.“ Fyrr í dag hrósaði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, Bretum fyrir þeirra stuðning en ítrekaði bón sína um að fá meira af vopnum. Þetta sagði hann þegar Ben Wallace utanríkisráðherra Bretlands kom í óvænta heimsókn til Úkraínu. „Orð breytast í gjörðir. Það er munurinn á sambandi Úkraínu við Breta og síðan við aðrar þjóðir,“ sagði Selenskí í myndbandsyfirlýsingu. Gætu gert hlé til að plata Vesturlönd Skibitsky segir að Úkraínumenn noti 5-6000 skotfæri á hverjum degi úr stærstu vopnum sínum og að skotfærin séu brátt á þrotum. Hann ítrekaði þörfina á langdrægum flaugum til að geta eyðilagt búnað Rússa. Búist er við að Úkraínumenn útbúi lista yfir hvað þeir telja sig þurfa fyrir fund NATO í Brussel þann 15.júní. Skibitsky sagði ennfremur að þvinganir kæmu í veg fyrir að Rússar gætu framleitt langdrægnr flaugar í flýti. „Við höfum tekið eftir að Rússar eru að beita færri eldflaugaárásum og að þeir hafa verið að nota H-22 flaugar sem eru gamlar flaugar frá því í Sovétríkjunum á áttunda áratug síðustu aldar.“ Hann segir að Rússar nýti sér eldflaugakerfi þar sem þeir geta skotið flaugum hvert sem er í Úkraínu án þess að fara úr rússneskri lofthelgi. Úkraínski herinn telur að Rússar geti haldið áfram stríðsrekstri með svipuðum hætti í ár í viðbót án þess að framleiða ný vopn. Skibitsky vill ekki útiloka möguleikann á því að Rússar geri hlé á árásum sínum í tilraun til að sannfæra Vesturlönd um að slaka á þvingunum sínum. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Þetta kemur fram í máli Vadym Skibitsky, yfirmanns í úkraínska hernum sem skrifað er um í grein í The Guardian. Hann segir að Úkraína sé nú að tapa fyrir Rússum og séu algjörlega háðir því að fá vopn frá Vesturlöndum eigi þeir að halda rússneska hernum í skefjum. „Þetta er stórskotastríð núna. Við erum að tapa hvað stóru vopnin varðar, við erum með eitt á móti hverjum tíu til fimmtán hjá Rússum. Félagar okkar í vestri hafa gefið okkur um 10% af því sem þeir eiga.“ Fyrr í dag hrósaði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, Bretum fyrir þeirra stuðning en ítrekaði bón sína um að fá meira af vopnum. Þetta sagði hann þegar Ben Wallace utanríkisráðherra Bretlands kom í óvænta heimsókn til Úkraínu. „Orð breytast í gjörðir. Það er munurinn á sambandi Úkraínu við Breta og síðan við aðrar þjóðir,“ sagði Selenskí í myndbandsyfirlýsingu. Gætu gert hlé til að plata Vesturlönd Skibitsky segir að Úkraínumenn noti 5-6000 skotfæri á hverjum degi úr stærstu vopnum sínum og að skotfærin séu brátt á þrotum. Hann ítrekaði þörfina á langdrægum flaugum til að geta eyðilagt búnað Rússa. Búist er við að Úkraínumenn útbúi lista yfir hvað þeir telja sig þurfa fyrir fund NATO í Brussel þann 15.júní. Skibitsky sagði ennfremur að þvinganir kæmu í veg fyrir að Rússar gætu framleitt langdrægnr flaugar í flýti. „Við höfum tekið eftir að Rússar eru að beita færri eldflaugaárásum og að þeir hafa verið að nota H-22 flaugar sem eru gamlar flaugar frá því í Sovétríkjunum á áttunda áratug síðustu aldar.“ Hann segir að Rússar nýti sér eldflaugakerfi þar sem þeir geta skotið flaugum hvert sem er í Úkraínu án þess að fara úr rússneskri lofthelgi. Úkraínski herinn telur að Rússar geti haldið áfram stríðsrekstri með svipuðum hætti í ár í viðbót án þess að framleiða ný vopn. Skibitsky vill ekki útiloka möguleikann á því að Rússar geri hlé á árásum sínum í tilraun til að sannfæra Vesturlönd um að slaka á þvingunum sínum.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira