„Ofbeldið var engin tilviljun“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. júní 2022 22:00 Fundurinn í gær var sá fyrsti af sjö þar sem reynt verður að varpa ljósi á atburðarrásina þann 6. janúar sem leiddi til að múgur á vegum Trumps braust inn í þinghúsið. Nefndin telur ljóst að Trump hafi verið kveikjan en hann virtist hvetja stuðningsmenn sína til dáða þrátt fyrir ítrekuð áköll úr sínum innsta hring. AP/Andrew Harnik Donald Trump spilaði lykilhlutverk í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 að mati þingnefndar. Formaður nefndarinnar segir ofbeldið ekki hafa verið neina tilviljun heldur hafi verið um að ræða tilraun til valdaráns. Þann 6. janúar 2021 voru þingmenn öldunga- og fulltrúadeildarinnar komnir saman Washington-borg til að staðfesta úrslit forsetakosninganna en Joe Biden hafði farið með sigur af hólmi í kosningunum í nóvember 2020. Undir venjulegum kringumstæðum hefði aðeins verið um formsatriði að ræða en dagurinn átti eftir að taka óvænta stefnu. Fyrir árásina hafði Donald Trump þáverandi Bandaríkjaforseti haldið því fram um margra mánaða skeið að forsetakosningunum hafi verið stolið og neitaði að lúta í lægra haldi fyrir Biden. Síðasta tækifæri Trumps til að ná sínu fram gengt var þennan örlagaríka dag í janúar og hvatti hann stuðningsmenn sína til að arka að þinghúsinu til að láta rödd sína heyrast. „Ég má ekki að segja hvað mun að gerast í dag. Því allir verða bara að sjá það með eigin augum,“ sagði ónefndur stuðningsmaður Trumps fyrr um daginn. Nokkrum klukkustundum síðar brutust hundruð stuðningsmanna Trumps, margir þeirra vopnaðir, inn í þinghúsið. Þingnefnd fulltrúadeildarinnar sem hefur haft árásina til rannsóknar segir ljóst hver beri ábyrgð. Myndefni úr búkmyndavélum var meðal annars sýnt á fundinum. AP „Sjötta janúar náði tilraun til valdaráns hámarki sínu. Blygðunarlaus tilraun, eins og einn óeirðaseggurinn sagði skömmu eftir 6. janúar, til að kollvarpa ríkisstjórninni. Ofbeldið var engin tilviljun,“ sagði Bennie Thompson, þingmaður Demókrata og formaður nefndarinnar á opnum fundi í gærkvöldi. Liz Cheney, þingmaður Repúblikana og varaformaður nefndarinnar, hefur gagnrýnt Trump harðlega fyrir árásina á þinghúsið en hún sagði það ekkert vafamál að óeirðarseggirnir hafi verið á staðnum fyrir tilstilli Trumps. „Trump forseti stefndi múgnum þangað, safnaði honum saman og kveikti eld þessarar árásar,“ sagði Cheney. Þá sagði hún Trump hafa ítrekað hunsað marga úr sínum innsta hring, þar á meðal starfsmenn og fjölskyldumeðlimi, sem biðluðu til hans að segja við stuðningsmenn sína að fara heim án tafar. Blóðbað og morðhótanir Á fundinum í gær sýndi nefndin áður óséð myndefni, þar sem hópurinn heyrist meðal annars kalla nafn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Í fyrri yfirheyrslum í tengslum við málið hefur komið fram að múgurinn hafi jafnvel ætlað sér að drepa Pelosi. Þá var nafn Mike Pence, varaforseta Trumps, einnig kallað en þar voru stuðningsmenn Trumps ekkert að skafa af því. „Hengjum Mike Pence,“ heyrðist múgurinn kalla ítrekað. Cheney greindi frá því í ávarpi sínu í gær að sjálfur hafi Trump sagt að Pence ætti það ef til vill skilið. Lögreglumenn réðu ekki við þann fjölda sem hafði safnast við þinghúsið. AP Til átaka kom milli lögreglu og óeirðarseggjanna bæði fyrir utan þinghúsið og innandyra en um hundrað lögreglumenn slösuðust í óeirðunum. Að minnsta kosti einn lést af völdum áverka sem hann hlaut í óeirðunum en fjórir lögreglumenn til viðbótar frömdu sjálfsvíg nokkrum dögum eða vikum síðar. Lögreglukona sem var viðstödd lýsti deginum sem blóðbaði en sjálf hlaut hún heilaskaða. „Ég má ekki að segja hvað mun að gerast í dag. Því allir verða bara að sjá það með eigin augum,“ sagði lögreglukonan Caroline Edwards en hún lýsti því að hún hafi runnið til í blóði annarra lögregluþjóna. Nefndin hefur rætt við ríflega þúsund manns frá því að rannsókn þeirra hófst, þar á meðal einstaklingar úr starfsliði Trumps og jafnvel fjölskyldumeðlimi hans. Elsta dóttir Trumps var meðal þeirra sem bar vitni fyrir nefndinni. AP/Andrew Harnik Sýnt var frá vitnisburði Ivönku Trump í gær þar sem hún sagðist hafa virt niðurstöðu Bill Barr, þáverandi dómsmálaráðherra, og tekið mark á því þegar hann sagði engar vísbendingar um að kosningasvindl hafi átt sér stað. Sjálfur sagði Barr í vitnisburði sínum að tilgátur Trumps væru „kjaftæði.“ Ríflega átta hundruð manns hafa verið ákærðir í tengslum við árásina, margir þeirra frá öfgasamtökum á borð við Proud Boys og the Oathkeepers, en flestir sem nefndin ræddi við sögðust hafa mætt því Trump vildi það. Sjálfur var Trump ákærður til embættismissis fyrir að hvetja til uppreisnar en öldungadeildin samþykkti það ekki. Á komandi vikum verður sýnt frá vitnisburðum fleiri einstaklinga til að reyna að varpa skýrara ljósi á atburðarrásina. Markmið nefndarinnar er þá að koma í veg fyrir að atburður sem þessi eigi sér aldrei aftur stað í Bandaríkjunum. Hægt er að horfa á fyrsta fundinn í heild sinni hér fyrir neðan. Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Þann 6. janúar 2021 voru þingmenn öldunga- og fulltrúadeildarinnar komnir saman Washington-borg til að staðfesta úrslit forsetakosninganna en Joe Biden hafði farið með sigur af hólmi í kosningunum í nóvember 2020. Undir venjulegum kringumstæðum hefði aðeins verið um formsatriði að ræða en dagurinn átti eftir að taka óvænta stefnu. Fyrir árásina hafði Donald Trump þáverandi Bandaríkjaforseti haldið því fram um margra mánaða skeið að forsetakosningunum hafi verið stolið og neitaði að lúta í lægra haldi fyrir Biden. Síðasta tækifæri Trumps til að ná sínu fram gengt var þennan örlagaríka dag í janúar og hvatti hann stuðningsmenn sína til að arka að þinghúsinu til að láta rödd sína heyrast. „Ég má ekki að segja hvað mun að gerast í dag. Því allir verða bara að sjá það með eigin augum,“ sagði ónefndur stuðningsmaður Trumps fyrr um daginn. Nokkrum klukkustundum síðar brutust hundruð stuðningsmanna Trumps, margir þeirra vopnaðir, inn í þinghúsið. Þingnefnd fulltrúadeildarinnar sem hefur haft árásina til rannsóknar segir ljóst hver beri ábyrgð. Myndefni úr búkmyndavélum var meðal annars sýnt á fundinum. AP „Sjötta janúar náði tilraun til valdaráns hámarki sínu. Blygðunarlaus tilraun, eins og einn óeirðaseggurinn sagði skömmu eftir 6. janúar, til að kollvarpa ríkisstjórninni. Ofbeldið var engin tilviljun,“ sagði Bennie Thompson, þingmaður Demókrata og formaður nefndarinnar á opnum fundi í gærkvöldi. Liz Cheney, þingmaður Repúblikana og varaformaður nefndarinnar, hefur gagnrýnt Trump harðlega fyrir árásina á þinghúsið en hún sagði það ekkert vafamál að óeirðarseggirnir hafi verið á staðnum fyrir tilstilli Trumps. „Trump forseti stefndi múgnum þangað, safnaði honum saman og kveikti eld þessarar árásar,“ sagði Cheney. Þá sagði hún Trump hafa ítrekað hunsað marga úr sínum innsta hring, þar á meðal starfsmenn og fjölskyldumeðlimi, sem biðluðu til hans að segja við stuðningsmenn sína að fara heim án tafar. Blóðbað og morðhótanir Á fundinum í gær sýndi nefndin áður óséð myndefni, þar sem hópurinn heyrist meðal annars kalla nafn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Í fyrri yfirheyrslum í tengslum við málið hefur komið fram að múgurinn hafi jafnvel ætlað sér að drepa Pelosi. Þá var nafn Mike Pence, varaforseta Trumps, einnig kallað en þar voru stuðningsmenn Trumps ekkert að skafa af því. „Hengjum Mike Pence,“ heyrðist múgurinn kalla ítrekað. Cheney greindi frá því í ávarpi sínu í gær að sjálfur hafi Trump sagt að Pence ætti það ef til vill skilið. Lögreglumenn réðu ekki við þann fjölda sem hafði safnast við þinghúsið. AP Til átaka kom milli lögreglu og óeirðarseggjanna bæði fyrir utan þinghúsið og innandyra en um hundrað lögreglumenn slösuðust í óeirðunum. Að minnsta kosti einn lést af völdum áverka sem hann hlaut í óeirðunum en fjórir lögreglumenn til viðbótar frömdu sjálfsvíg nokkrum dögum eða vikum síðar. Lögreglukona sem var viðstödd lýsti deginum sem blóðbaði en sjálf hlaut hún heilaskaða. „Ég má ekki að segja hvað mun að gerast í dag. Því allir verða bara að sjá það með eigin augum,“ sagði lögreglukonan Caroline Edwards en hún lýsti því að hún hafi runnið til í blóði annarra lögregluþjóna. Nefndin hefur rætt við ríflega þúsund manns frá því að rannsókn þeirra hófst, þar á meðal einstaklingar úr starfsliði Trumps og jafnvel fjölskyldumeðlimi hans. Elsta dóttir Trumps var meðal þeirra sem bar vitni fyrir nefndinni. AP/Andrew Harnik Sýnt var frá vitnisburði Ivönku Trump í gær þar sem hún sagðist hafa virt niðurstöðu Bill Barr, þáverandi dómsmálaráðherra, og tekið mark á því þegar hann sagði engar vísbendingar um að kosningasvindl hafi átt sér stað. Sjálfur sagði Barr í vitnisburði sínum að tilgátur Trumps væru „kjaftæði.“ Ríflega átta hundruð manns hafa verið ákærðir í tengslum við árásina, margir þeirra frá öfgasamtökum á borð við Proud Boys og the Oathkeepers, en flestir sem nefndin ræddi við sögðust hafa mætt því Trump vildi það. Sjálfur var Trump ákærður til embættismissis fyrir að hvetja til uppreisnar en öldungadeildin samþykkti það ekki. Á komandi vikum verður sýnt frá vitnisburðum fleiri einstaklinga til að reyna að varpa skýrara ljósi á atburðarrásina. Markmið nefndarinnar er þá að koma í veg fyrir að atburður sem þessi eigi sér aldrei aftur stað í Bandaríkjunum. Hægt er að horfa á fyrsta fundinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira