Hvunndags hetjan Auður spyr hvað Drottinn sé að drolla Heimir Már Pétursson skrifar 10. júní 2022 20:31 Auður Haralds hafði vart undan að árita nýjust bók sína Hvað er Drottinn að drolla fyrir utan Melabúðina í dag. Stöð 2/Arnar Hvunndags hetjan eftir Auði Haralds setti allt á annan endan í þjóðfélaginu þegar hún kom út fyrir fjörutíu og þremur árum og seldist í bílförmum. Hljótt hefur verið um höfundinn undanfarin fimmtán ár á ritvellinum en nú er Auður óvænt komin með nýja bók sem rauk út við Melabúðina í dag. Þegar Hvunndags hetjan eftir Auði Haralds kom út árið 1979 varð hún metsölubók á augabragði og vakti miklar umræður í þjóðfélaginu. Í dag, rúmlega fjörutíu árum síðar, sat höfundurinn fyrir utan Melabúðina, hverju sætir? „Við fundum svona bók og okkur datt í huga að gefa hana út,“ segir Auður á milli þess sem hún selur og áritar nýju bókina. En þú skrifaðir hana er það ekki? „Jú, en það er ægilega langt síðan. Tuttugu, kannski tuttugu og fimm ár,“ segir Auður. Bókin var birt á sínum tíma sem einhvers konar framhaldssaga á netinu fyrir tilstuðlan Hrafns Jökulssonar en hefur ekki birst á prenti fyrr en nú. Þótt Auður hafi gefið út tólf bækur hefur ekki komið stór skáldsaga frá henni frá því Ung, feig, há og ljóshærð kom út árið 1987. Auður veltir meðal annars fyrir sér í bókinni hvers vegna ekkert gerist þegar fólk liggur á bæn. Það haldi bara áfram að steindrepast.Stöð 2/Arnar Þegar Valdís Óskarsdóttir kvikmyndaklippari vinkona Auðar fór að spyrjast fyrir um söguna sem birtist á netinu varð Auður að viðurkenna að hún vissi ekkert um hvernig mætti nálgast hana. Nú þakkar hún Hrafni fyrir að hafa grafið handritið upp aftur á Netinu. „Og ég las hana og var alveg undrandi. Fannst þetta verulega góð bók. Ég kannaðist hins vegar ekkert við hana. Búin að gleyma öllu sem stóð í henni,“ segir höfundurinn. Og Auður var ekki ein um að finnast bókin góð sem Forlagið hefur nú gefið út undir titlinum "Hvað er Drottinn að drolla." „Hvernig stendur á því að Drottinn kemur ekki og reddar hlutunum þegar fólk er liggjandi á bæn, trúir þessu alveg. Svo gerist bara ekkert. Það heldur bara áfram að steindrepast. Það er það sem við höfum hér,“ segir Auður. Þannig að þetta eru vonbrigðin með að vera ekki bænheyrður? „Bara þessi setning. Nei þetta eru skammir, þetta eru skammir í rauninni,“ segir Auður stríðin en bækur hennar einkennast oft af hárfínni og meinfyndinni hæðni og samfélagsrýni. Undirtitill Hvunndags hetjunnar á sínum tíma var "þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn." Bókin var í raun mikil og bráðfyndin ádeila á stöðu kvenna og karlaveldið en langt á undan Me Too byltingunni og kannski einn af undanförum hennar. „Ég veit það ekki, hef ekki pælt í því. Mér finnst bara undarlegt hvað þessi Me Too bylting er seint á ferðinni. Mér finnst að hún hefði átt að koma miklu, miklu, miklu fyrr,“ sagði Auður Haralds fyrir utan Melabúðina í dag þar sem árituð eintök af „Hvað er Drottinn að drolla“ runnu út eins og heitar lummur. Bókmenntir Reykjavík Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Þegar Hvunndags hetjan eftir Auði Haralds kom út árið 1979 varð hún metsölubók á augabragði og vakti miklar umræður í þjóðfélaginu. Í dag, rúmlega fjörutíu árum síðar, sat höfundurinn fyrir utan Melabúðina, hverju sætir? „Við fundum svona bók og okkur datt í huga að gefa hana út,“ segir Auður á milli þess sem hún selur og áritar nýju bókina. En þú skrifaðir hana er það ekki? „Jú, en það er ægilega langt síðan. Tuttugu, kannski tuttugu og fimm ár,“ segir Auður. Bókin var birt á sínum tíma sem einhvers konar framhaldssaga á netinu fyrir tilstuðlan Hrafns Jökulssonar en hefur ekki birst á prenti fyrr en nú. Þótt Auður hafi gefið út tólf bækur hefur ekki komið stór skáldsaga frá henni frá því Ung, feig, há og ljóshærð kom út árið 1987. Auður veltir meðal annars fyrir sér í bókinni hvers vegna ekkert gerist þegar fólk liggur á bæn. Það haldi bara áfram að steindrepast.Stöð 2/Arnar Þegar Valdís Óskarsdóttir kvikmyndaklippari vinkona Auðar fór að spyrjast fyrir um söguna sem birtist á netinu varð Auður að viðurkenna að hún vissi ekkert um hvernig mætti nálgast hana. Nú þakkar hún Hrafni fyrir að hafa grafið handritið upp aftur á Netinu. „Og ég las hana og var alveg undrandi. Fannst þetta verulega góð bók. Ég kannaðist hins vegar ekkert við hana. Búin að gleyma öllu sem stóð í henni,“ segir höfundurinn. Og Auður var ekki ein um að finnast bókin góð sem Forlagið hefur nú gefið út undir titlinum "Hvað er Drottinn að drolla." „Hvernig stendur á því að Drottinn kemur ekki og reddar hlutunum þegar fólk er liggjandi á bæn, trúir þessu alveg. Svo gerist bara ekkert. Það heldur bara áfram að steindrepast. Það er það sem við höfum hér,“ segir Auður. Þannig að þetta eru vonbrigðin með að vera ekki bænheyrður? „Bara þessi setning. Nei þetta eru skammir, þetta eru skammir í rauninni,“ segir Auður stríðin en bækur hennar einkennast oft af hárfínni og meinfyndinni hæðni og samfélagsrýni. Undirtitill Hvunndags hetjunnar á sínum tíma var "þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn." Bókin var í raun mikil og bráðfyndin ádeila á stöðu kvenna og karlaveldið en langt á undan Me Too byltingunni og kannski einn af undanförum hennar. „Ég veit það ekki, hef ekki pælt í því. Mér finnst bara undarlegt hvað þessi Me Too bylting er seint á ferðinni. Mér finnst að hún hefði átt að koma miklu, miklu, miklu fyrr,“ sagði Auður Haralds fyrir utan Melabúðina í dag þar sem árituð eintök af „Hvað er Drottinn að drolla“ runnu út eins og heitar lummur.
Bókmenntir Reykjavík Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira