Kálbögglar frá 1944 sendir til greiningar hjá rannsóknarstofu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. júní 2022 17:34 Benedikt Benediktsson er framleiðslustjóri SS. Hann segir að um einangrað tilfelli sé að ræða en fréttastofu hefur borist ábendingar um fleiri tilfelli matareitrunar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Framleiðslustjóri Sláturfélags Suðurlands segir tilfelli matareitrunar Guðjóns Friðrikssonar einangrað en fyrirtækið hefur sent vöru úr viðkomandi framleiðslulotu til greiningar á rannsóknarstofu. Fréttastofu hefur þó borist ábendingar um fleiri tilfelli matareitrunar vegna kálböggla 1944. Benedikt Benediktsson segir SS ekki hafa fengið neinar fleiri tilkynningar um matareitrun vegna þessa. „Þetta er bara mjög sjaldgæft. Vinnulagið okkar er að tilkynna svona matareitrun til heilbrigðiseftirlitsins. Við náðum sömu lotu úr sömu búð þannig við gátum sett þessa lotu á rannsóknarstofu. Við erum búin að smakka þetta sjálf og allt er eðlilegt þannig þetta er bara einangrað tilvik.“ Fleiri tilvik Fréttastofu hefur borist tilkynningar um fleiri tilvik vegna kálbögglanna. Einn þeirra er ekki hrifinn af meintum framleiðsluaðferðum SS og segir afganga setta í hakkavél til að búa til kjötbollurnar. Benedikt þvertekur þó fyrir það og segir kjötbollurnar ekki vera afganga heldur kjötfars. „Þetta eru bara kjötbollur, kartöflur, gulrætur og smjör og pakkað í bakka. Við framleiðum mörg þúsund svona bakka á viku og eitt svona tilvik er komið fram núna en ekki fleiri.“ sagði Guðmundur í samtali við fréttastofu. SS sendi jafnframt frá sér yfirlýsingu þar sem segir að viðbrögð við öllum ábendingum sé alltaf vísað til viðkomandi heilbrigðiseftirlits. Brugðist hafi verið við málinu á viðeigandi hátt og í svona tilfellum hafi fyrirtækið alltaf samband við viðkomandi sem búið sé að gera í þessu tilfelli. „Við reglubundið eftirlit með framleiðslunni hefur ekkert komið í ljós sem skýrir frávik í viðkomandi framleiðslulotu,“ segir að lokum í yfirlýsingunni. Neytendur Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Benedikt Benediktsson segir SS ekki hafa fengið neinar fleiri tilkynningar um matareitrun vegna þessa. „Þetta er bara mjög sjaldgæft. Vinnulagið okkar er að tilkynna svona matareitrun til heilbrigðiseftirlitsins. Við náðum sömu lotu úr sömu búð þannig við gátum sett þessa lotu á rannsóknarstofu. Við erum búin að smakka þetta sjálf og allt er eðlilegt þannig þetta er bara einangrað tilvik.“ Fleiri tilvik Fréttastofu hefur borist tilkynningar um fleiri tilvik vegna kálbögglanna. Einn þeirra er ekki hrifinn af meintum framleiðsluaðferðum SS og segir afganga setta í hakkavél til að búa til kjötbollurnar. Benedikt þvertekur þó fyrir það og segir kjötbollurnar ekki vera afganga heldur kjötfars. „Þetta eru bara kjötbollur, kartöflur, gulrætur og smjör og pakkað í bakka. Við framleiðum mörg þúsund svona bakka á viku og eitt svona tilvik er komið fram núna en ekki fleiri.“ sagði Guðmundur í samtali við fréttastofu. SS sendi jafnframt frá sér yfirlýsingu þar sem segir að viðbrögð við öllum ábendingum sé alltaf vísað til viðkomandi heilbrigðiseftirlits. Brugðist hafi verið við málinu á viðeigandi hátt og í svona tilfellum hafi fyrirtækið alltaf samband við viðkomandi sem búið sé að gera í þessu tilfelli. „Við reglubundið eftirlit með framleiðslunni hefur ekkert komið í ljós sem skýrir frávik í viðkomandi framleiðslulotu,“ segir að lokum í yfirlýsingunni.
Neytendur Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira