Hæstiréttur fellst á að taka fyrir mál Jóns Ársæls Atli Ísleifsson skrifar 10. júní 2022 08:09 Jón Ársæll Þórðarson var dæmdur til að greiða konunni 800 þúsund krónur í miskabætur. Aðsend Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál fjölmiðlamannsins Jóns Ársæls Þórðarsonar sem dæmdur var í Landsrétti til að greiða konu, sem hann tók viðtal við í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt og sýndir voru í Ríkissjónvarpinu, 800 þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir króna í málskostnað. Konan höfðaði upphaflega einkamál gegn Jóni Ársæli, Steingrími Jóni Þórðarsyni og Ríkisútvarpinu vegna viðtala við hana sem hún sagði hafa verið birt án samþykkis hennar. Jón Ársæll, Steingrímur og Ríkisútvarpið höfðu áður verið sýknuð í héraðsdómi, en Steingrímur og Ríkisútvarpið voru einnig sýknuð í Landsrétti. Geti haft fordæmisgildi Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að líta verði svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um atriði sem beiðnin sé reist á. Í leyfisbeiðni Jóns Ársæls og félaga sagði að málið hefði verulega almenna þýðingu fyrir fjölmiðla- og fréttafrelsi. Var vísað til þess orðalags í dómi Landsréttar að ekki verði talið að þátturinn hafi einvörðungu verið unninn í þágu fréttamennsku án þess að það sé útskýrt nánar. Þá hafi ekki farið fram mat á því hvort ætti að vega þyngra í málinu, réttur til friðhelgi einkalífs samkvæmt 71. grein stjórnarskrár og 8. grein mannréttindasáttmála Evrópu, eða tjáningarfrelsi fjölmiðla og fjölmiðla og fjölmiðlamanna samkvæmt. 73. grein stjórnarskrárinnar og 10. grein mannréttindasáttmálans. Fjallað um fanga og fyrrverandi fanga Paradísarheimt voru unnir af Jóni Ársæli og Steingrími og sýndir á RÚV, en í þáttunum var fjallað um fanga og fyrrverandi fanga, fólk sem fái sjaldan eða aldrei að heyrast í fjölmiðlum. Í fyrri frétt Vísis um málið segir að Jón Ársæll og Steingrímur hafi tekið þrjú viðtöl við konuna og hafi hún byggt mál sitt á því að hún hafi veitt samþykki fyrir tveimur þeirra en ekki fyrir því þriðja og að birting viðtalanna væri skilyrt því að hún fengi að sjá efnið áður en það yrði birt. Ennfremur sagði konan að hún hafi vegna ástands síns ekki verið hæf til að veita samþykki fyrir birtingu viðtalanna, en hún hafði veitt skriflegt samþykki fyrir því í tölvupóstsamskiptum í ágúst 2017. Hún hafi sömuleiðis afturkallað samþykki sitt fyrir birtingu viðtalanna með tölvupósti til Jóns Ársæls í febrúar 2018. Vísaði hún þar til þess að fjölskylda hennar væri ósátt við að hún kæmi fram í Paradísarheimt. Segir í tölvupóstinum: Er hægt að taka mig út úr þessu? Hvenær átti þetta annars að koma? Fram kemur í dómi héraðsdóms að Jón Ársæll hafi fengið tölvupóstinn en hann hafi ekki skilið hann þannig að í honum fælist ósk um að vera tekin úr þættinum. Hvorki Steingrímur né dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins könnuðust við póstinn. Dómsmál Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Jón Ársæll dæmdur til að greiða viðmælanda í Paradísarheimt bætur Jón Ársæll Þórðarson hefur verið dæmdur til að greiða konu, sem hann tók viðtal við í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt sem sýndir voru á RÚV, 800 þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir króna í málskostnað. 11. apríl 2022 14:34 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Konan höfðaði upphaflega einkamál gegn Jóni Ársæli, Steingrími Jóni Þórðarsyni og Ríkisútvarpinu vegna viðtala við hana sem hún sagði hafa verið birt án samþykkis hennar. Jón Ársæll, Steingrímur og Ríkisútvarpið höfðu áður verið sýknuð í héraðsdómi, en Steingrímur og Ríkisútvarpið voru einnig sýknuð í Landsrétti. Geti haft fordæmisgildi Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að líta verði svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um atriði sem beiðnin sé reist á. Í leyfisbeiðni Jóns Ársæls og félaga sagði að málið hefði verulega almenna þýðingu fyrir fjölmiðla- og fréttafrelsi. Var vísað til þess orðalags í dómi Landsréttar að ekki verði talið að þátturinn hafi einvörðungu verið unninn í þágu fréttamennsku án þess að það sé útskýrt nánar. Þá hafi ekki farið fram mat á því hvort ætti að vega þyngra í málinu, réttur til friðhelgi einkalífs samkvæmt 71. grein stjórnarskrár og 8. grein mannréttindasáttmála Evrópu, eða tjáningarfrelsi fjölmiðla og fjölmiðla og fjölmiðlamanna samkvæmt. 73. grein stjórnarskrárinnar og 10. grein mannréttindasáttmálans. Fjallað um fanga og fyrrverandi fanga Paradísarheimt voru unnir af Jóni Ársæli og Steingrími og sýndir á RÚV, en í þáttunum var fjallað um fanga og fyrrverandi fanga, fólk sem fái sjaldan eða aldrei að heyrast í fjölmiðlum. Í fyrri frétt Vísis um málið segir að Jón Ársæll og Steingrímur hafi tekið þrjú viðtöl við konuna og hafi hún byggt mál sitt á því að hún hafi veitt samþykki fyrir tveimur þeirra en ekki fyrir því þriðja og að birting viðtalanna væri skilyrt því að hún fengi að sjá efnið áður en það yrði birt. Ennfremur sagði konan að hún hafi vegna ástands síns ekki verið hæf til að veita samþykki fyrir birtingu viðtalanna, en hún hafði veitt skriflegt samþykki fyrir því í tölvupóstsamskiptum í ágúst 2017. Hún hafi sömuleiðis afturkallað samþykki sitt fyrir birtingu viðtalanna með tölvupósti til Jóns Ársæls í febrúar 2018. Vísaði hún þar til þess að fjölskylda hennar væri ósátt við að hún kæmi fram í Paradísarheimt. Segir í tölvupóstinum: Er hægt að taka mig út úr þessu? Hvenær átti þetta annars að koma? Fram kemur í dómi héraðsdóms að Jón Ársæll hafi fengið tölvupóstinn en hann hafi ekki skilið hann þannig að í honum fælist ósk um að vera tekin úr þættinum. Hvorki Steingrímur né dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins könnuðust við póstinn.
Dómsmál Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Jón Ársæll dæmdur til að greiða viðmælanda í Paradísarheimt bætur Jón Ársæll Þórðarson hefur verið dæmdur til að greiða konu, sem hann tók viðtal við í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt sem sýndir voru á RÚV, 800 þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir króna í málskostnað. 11. apríl 2022 14:34 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Jón Ársæll dæmdur til að greiða viðmælanda í Paradísarheimt bætur Jón Ársæll Þórðarson hefur verið dæmdur til að greiða konu, sem hann tók viðtal við í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt sem sýndir voru á RÚV, 800 þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir króna í málskostnað. 11. apríl 2022 14:34