Hæstiréttur fellst á að taka fyrir mál Jóns Ársæls Atli Ísleifsson skrifar 10. júní 2022 08:09 Jón Ársæll Þórðarson var dæmdur til að greiða konunni 800 þúsund krónur í miskabætur. Aðsend Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál fjölmiðlamannsins Jóns Ársæls Þórðarsonar sem dæmdur var í Landsrétti til að greiða konu, sem hann tók viðtal við í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt og sýndir voru í Ríkissjónvarpinu, 800 þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir króna í málskostnað. Konan höfðaði upphaflega einkamál gegn Jóni Ársæli, Steingrími Jóni Þórðarsyni og Ríkisútvarpinu vegna viðtala við hana sem hún sagði hafa verið birt án samþykkis hennar. Jón Ársæll, Steingrímur og Ríkisútvarpið höfðu áður verið sýknuð í héraðsdómi, en Steingrímur og Ríkisútvarpið voru einnig sýknuð í Landsrétti. Geti haft fordæmisgildi Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að líta verði svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um atriði sem beiðnin sé reist á. Í leyfisbeiðni Jóns Ársæls og félaga sagði að málið hefði verulega almenna þýðingu fyrir fjölmiðla- og fréttafrelsi. Var vísað til þess orðalags í dómi Landsréttar að ekki verði talið að þátturinn hafi einvörðungu verið unninn í þágu fréttamennsku án þess að það sé útskýrt nánar. Þá hafi ekki farið fram mat á því hvort ætti að vega þyngra í málinu, réttur til friðhelgi einkalífs samkvæmt 71. grein stjórnarskrár og 8. grein mannréttindasáttmála Evrópu, eða tjáningarfrelsi fjölmiðla og fjölmiðla og fjölmiðlamanna samkvæmt. 73. grein stjórnarskrárinnar og 10. grein mannréttindasáttmálans. Fjallað um fanga og fyrrverandi fanga Paradísarheimt voru unnir af Jóni Ársæli og Steingrími og sýndir á RÚV, en í þáttunum var fjallað um fanga og fyrrverandi fanga, fólk sem fái sjaldan eða aldrei að heyrast í fjölmiðlum. Í fyrri frétt Vísis um málið segir að Jón Ársæll og Steingrímur hafi tekið þrjú viðtöl við konuna og hafi hún byggt mál sitt á því að hún hafi veitt samþykki fyrir tveimur þeirra en ekki fyrir því þriðja og að birting viðtalanna væri skilyrt því að hún fengi að sjá efnið áður en það yrði birt. Ennfremur sagði konan að hún hafi vegna ástands síns ekki verið hæf til að veita samþykki fyrir birtingu viðtalanna, en hún hafði veitt skriflegt samþykki fyrir því í tölvupóstsamskiptum í ágúst 2017. Hún hafi sömuleiðis afturkallað samþykki sitt fyrir birtingu viðtalanna með tölvupósti til Jóns Ársæls í febrúar 2018. Vísaði hún þar til þess að fjölskylda hennar væri ósátt við að hún kæmi fram í Paradísarheimt. Segir í tölvupóstinum: Er hægt að taka mig út úr þessu? Hvenær átti þetta annars að koma? Fram kemur í dómi héraðsdóms að Jón Ársæll hafi fengið tölvupóstinn en hann hafi ekki skilið hann þannig að í honum fælist ósk um að vera tekin úr þættinum. Hvorki Steingrímur né dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins könnuðust við póstinn. Dómsmál Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Jón Ársæll dæmdur til að greiða viðmælanda í Paradísarheimt bætur Jón Ársæll Þórðarson hefur verið dæmdur til að greiða konu, sem hann tók viðtal við í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt sem sýndir voru á RÚV, 800 þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir króna í málskostnað. 11. apríl 2022 14:34 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Konan höfðaði upphaflega einkamál gegn Jóni Ársæli, Steingrími Jóni Þórðarsyni og Ríkisútvarpinu vegna viðtala við hana sem hún sagði hafa verið birt án samþykkis hennar. Jón Ársæll, Steingrímur og Ríkisútvarpið höfðu áður verið sýknuð í héraðsdómi, en Steingrímur og Ríkisútvarpið voru einnig sýknuð í Landsrétti. Geti haft fordæmisgildi Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að líta verði svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um atriði sem beiðnin sé reist á. Í leyfisbeiðni Jóns Ársæls og félaga sagði að málið hefði verulega almenna þýðingu fyrir fjölmiðla- og fréttafrelsi. Var vísað til þess orðalags í dómi Landsréttar að ekki verði talið að þátturinn hafi einvörðungu verið unninn í þágu fréttamennsku án þess að það sé útskýrt nánar. Þá hafi ekki farið fram mat á því hvort ætti að vega þyngra í málinu, réttur til friðhelgi einkalífs samkvæmt 71. grein stjórnarskrár og 8. grein mannréttindasáttmála Evrópu, eða tjáningarfrelsi fjölmiðla og fjölmiðla og fjölmiðlamanna samkvæmt. 73. grein stjórnarskrárinnar og 10. grein mannréttindasáttmálans. Fjallað um fanga og fyrrverandi fanga Paradísarheimt voru unnir af Jóni Ársæli og Steingrími og sýndir á RÚV, en í þáttunum var fjallað um fanga og fyrrverandi fanga, fólk sem fái sjaldan eða aldrei að heyrast í fjölmiðlum. Í fyrri frétt Vísis um málið segir að Jón Ársæll og Steingrímur hafi tekið þrjú viðtöl við konuna og hafi hún byggt mál sitt á því að hún hafi veitt samþykki fyrir tveimur þeirra en ekki fyrir því þriðja og að birting viðtalanna væri skilyrt því að hún fengi að sjá efnið áður en það yrði birt. Ennfremur sagði konan að hún hafi vegna ástands síns ekki verið hæf til að veita samþykki fyrir birtingu viðtalanna, en hún hafði veitt skriflegt samþykki fyrir því í tölvupóstsamskiptum í ágúst 2017. Hún hafi sömuleiðis afturkallað samþykki sitt fyrir birtingu viðtalanna með tölvupósti til Jóns Ársæls í febrúar 2018. Vísaði hún þar til þess að fjölskylda hennar væri ósátt við að hún kæmi fram í Paradísarheimt. Segir í tölvupóstinum: Er hægt að taka mig út úr þessu? Hvenær átti þetta annars að koma? Fram kemur í dómi héraðsdóms að Jón Ársæll hafi fengið tölvupóstinn en hann hafi ekki skilið hann þannig að í honum fælist ósk um að vera tekin úr þættinum. Hvorki Steingrímur né dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins könnuðust við póstinn.
Dómsmál Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Jón Ársæll dæmdur til að greiða viðmælanda í Paradísarheimt bætur Jón Ársæll Þórðarson hefur verið dæmdur til að greiða konu, sem hann tók viðtal við í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt sem sýndir voru á RÚV, 800 þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir króna í málskostnað. 11. apríl 2022 14:34 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Jón Ársæll dæmdur til að greiða viðmælanda í Paradísarheimt bætur Jón Ársæll Þórðarson hefur verið dæmdur til að greiða konu, sem hann tók viðtal við í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt sem sýndir voru á RÚV, 800 þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir króna í málskostnað. 11. apríl 2022 14:34