Vaktin: Segir Rússa hvorki hafa vilja né getu til að ráðast gegn Finnum og Svíum Hólmfríður Gísladóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 10. júní 2022 07:59 Vopnið hreinsað á víglínunni í Donetsk. AP/Bernat Armangue Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir rússnesk stjórnvöld ekki munu láta það gerast að „járntjald“ falli á efnahagslíf landsins líkt og þegar Sovétríkin voru og hétu. Þau mistök verða ekki endurtekin, segir hann. Á fundi með ungum athafnamönnum í gær sagði Pútín að landið yrði áfram „opið“ fyrir viðskiptum. „Það er ekki hægt að einangra ríki á borð við Rússland,“ sagði forsetinn. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Pútín minntist þess í gær að 350 ár væru liðin frá fæðingu Péturs mikla Rússakeisara og líkti baráttu hans til að endurheimta landsvæði Rússlands við hernaðaraðgerðir Rússa í dag. Sagði hann Pétur ekki hafa átt í stríði, heldur hafa verið að skila Rússum því sem áður var þeirra. Úkraínumenn segjast hafa náð nokkrum árangri í götubardögum í Severodonetsk en að þeir muni ekki ná að snúa orrustunni um borgina sér í hag nema með vopnum frá Vesturlöndum. Stjórnvöld á Bretlandseyjum segjast hafa þungar áhyggjur af breskum ríkisborgurum sem voru dæmdir til dauða í Donetsk í gær. Mennirnir voru skráðir í her Úkraínu en dæmdir sem málaliðar af óviðurkenndum dómstól. Erindreki Bandaríkjanna í málefnum er varða orkuöryggi segir mögulegt að Rússar séu að hagnast meira af sölu jarðefnaeldsneyta í dag en þeir gerðu áður en þeir réðust inn í Úkraínu. Hækkandi orkuverð vegi þungt á móti refsiðaðgerðum Vesturlanda.
Á fundi með ungum athafnamönnum í gær sagði Pútín að landið yrði áfram „opið“ fyrir viðskiptum. „Það er ekki hægt að einangra ríki á borð við Rússland,“ sagði forsetinn. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Pútín minntist þess í gær að 350 ár væru liðin frá fæðingu Péturs mikla Rússakeisara og líkti baráttu hans til að endurheimta landsvæði Rússlands við hernaðaraðgerðir Rússa í dag. Sagði hann Pétur ekki hafa átt í stríði, heldur hafa verið að skila Rússum því sem áður var þeirra. Úkraínumenn segjast hafa náð nokkrum árangri í götubardögum í Severodonetsk en að þeir muni ekki ná að snúa orrustunni um borgina sér í hag nema með vopnum frá Vesturlöndum. Stjórnvöld á Bretlandseyjum segjast hafa þungar áhyggjur af breskum ríkisborgurum sem voru dæmdir til dauða í Donetsk í gær. Mennirnir voru skráðir í her Úkraínu en dæmdir sem málaliðar af óviðurkenndum dómstól. Erindreki Bandaríkjanna í málefnum er varða orkuöryggi segir mögulegt að Rússar séu að hagnast meira af sölu jarðefnaeldsneyta í dag en þeir gerðu áður en þeir réðust inn í Úkraínu. Hækkandi orkuverð vegi þungt á móti refsiðaðgerðum Vesturlanda.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira