Útskrifaði sig sjálfur með svæsna kálbögglaeitrun Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. júní 2022 18:16 Guðjón Friðriksson fékk staðfestingu á alvarlegu ástandi á bráðamóttökunni, þökk sé kalbögglum frá 1944. samsett Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, greinir frá því á Facebook í dag að bið hans eftir heilbrigðisþjónustu á bráðamóttökunni í Fossvogi hafi verið svo löng að hann hafi endað með því að útskrifa sig sjálfur. „Þarna fékk ég staðfestingu á því af eigin raun hversu alvarlegt ástandið er á Bráðadeildinni því þarna þurfti ég að dúsa illa haldin næstu klukkutíma án þess að vera sinnt frekar,“ skrifar Guðjón en segir starfsmenn bráðamóttökunnar hafa verið afskaplega elskulega þó þeir hafi ekki getað gefið nein svör um hvenær honum gæti verið sinnt. Örþrifaráð í fjarveru eiginkonunnar Guðjón segir ástæðu heimsóknarinnar hafa verið matareitrun sem hafi herjað á hann eftir að hafa snætt kálböggla frá 1944. Eiginkona hans, Hildur Kjartansdóttir, hafi verið í bókaklúbbi og hann hafi því gripið til þessa ráðs. „Það voru kálbögglar sem áttu að vera góðir til 18.júní. Stuttu eftir að máltíð var lokið fékk ég ákafa kviðverki sem voru svo harðir að ég neyddist til að hringja í Hildi og kom hún strax heim. Niðurstaðan var sú að hringt var á sjúkrabíl og ég fluttur upp á Bráðadeild Landspíalans.“ Var Guðjóni komið fyrir á gangi ásamt mörgum öðrum. „Á öllum göngum lá eða sat fólk sem var í svipuðum aðstæðum og ég og biðstofan frammi var full af fólki. Þegar komið var fram undir miðnætti og ég sá jafnvel fram á að þurfa að bíða þarna alla nóttina var þolinmæði mín á þrotum. Ég útskrifaði mig sjálfur án þess að fá nokkra þjónustu.“ Ófremdarástand „Mér skilst að fólk geti beðið þarna í 12 tíma eða lengur. Þetta er auðvitað fyrir neðan allar hellur,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. „Það þarf að gera eitthvað róttækt í þessum málum, endurskipuleggja og setja meira fjármagn inn. Fólk á bara að fá áhættuþóknun eða aukin laun fyrir að vinna þarna.“ Nýverið sögðu fjórir hjúkrunarfræðingar upp störfum á bráðamóttöku vegna álags. Ein þeirra segir algjört ráðaleysi í heilbrigðismálum. „Ég gat bara ekki beðið lengur og fór heim. Ég hafði síðan samand við heimilislækni sem taldi allar líkur á því að þetta hafi verið matareitrun.“ Hildur hafi reynt að hafa samband við gæðastjóra Sláturfélags Suðurlands, sem framleiði 1944 réttinda en án árangurs. „Henni var þá tjáð að lögð yrðu skilaboð til hans um að hringja í hana. Hann hefur ekki hringt enn og finnst mér það lélegt af þessu stóra fyrirtæki – í raun forkastanlegt. En víst er um það að bið verður á að ég fái mér 1944-rétt aftur,“ segir Guðjón að lokum í færslu sinni á Facebook. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Mikilvægt að missa ekki fólkið: „Ef við höfum ekkert starfsfólk þá er enginn spítali“ Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala segist kvíða því að fleiri starfsmenn muni fá nóg og segja upp störfum sökum álags, þar sem spítalinn er ekkert án þeirra. Verið sé að gera allt til að bregðast við stöðunni en ljóst er að miklar áskoranir séu fram undan. 1. júní 2022 13:01 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
„Þarna fékk ég staðfestingu á því af eigin raun hversu alvarlegt ástandið er á Bráðadeildinni því þarna þurfti ég að dúsa illa haldin næstu klukkutíma án þess að vera sinnt frekar,“ skrifar Guðjón en segir starfsmenn bráðamóttökunnar hafa verið afskaplega elskulega þó þeir hafi ekki getað gefið nein svör um hvenær honum gæti verið sinnt. Örþrifaráð í fjarveru eiginkonunnar Guðjón segir ástæðu heimsóknarinnar hafa verið matareitrun sem hafi herjað á hann eftir að hafa snætt kálböggla frá 1944. Eiginkona hans, Hildur Kjartansdóttir, hafi verið í bókaklúbbi og hann hafi því gripið til þessa ráðs. „Það voru kálbögglar sem áttu að vera góðir til 18.júní. Stuttu eftir að máltíð var lokið fékk ég ákafa kviðverki sem voru svo harðir að ég neyddist til að hringja í Hildi og kom hún strax heim. Niðurstaðan var sú að hringt var á sjúkrabíl og ég fluttur upp á Bráðadeild Landspíalans.“ Var Guðjóni komið fyrir á gangi ásamt mörgum öðrum. „Á öllum göngum lá eða sat fólk sem var í svipuðum aðstæðum og ég og biðstofan frammi var full af fólki. Þegar komið var fram undir miðnætti og ég sá jafnvel fram á að þurfa að bíða þarna alla nóttina var þolinmæði mín á þrotum. Ég útskrifaði mig sjálfur án þess að fá nokkra þjónustu.“ Ófremdarástand „Mér skilst að fólk geti beðið þarna í 12 tíma eða lengur. Þetta er auðvitað fyrir neðan allar hellur,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. „Það þarf að gera eitthvað róttækt í þessum málum, endurskipuleggja og setja meira fjármagn inn. Fólk á bara að fá áhættuþóknun eða aukin laun fyrir að vinna þarna.“ Nýverið sögðu fjórir hjúkrunarfræðingar upp störfum á bráðamóttöku vegna álags. Ein þeirra segir algjört ráðaleysi í heilbrigðismálum. „Ég gat bara ekki beðið lengur og fór heim. Ég hafði síðan samand við heimilislækni sem taldi allar líkur á því að þetta hafi verið matareitrun.“ Hildur hafi reynt að hafa samband við gæðastjóra Sláturfélags Suðurlands, sem framleiði 1944 réttinda en án árangurs. „Henni var þá tjáð að lögð yrðu skilaboð til hans um að hringja í hana. Hann hefur ekki hringt enn og finnst mér það lélegt af þessu stóra fyrirtæki – í raun forkastanlegt. En víst er um það að bið verður á að ég fái mér 1944-rétt aftur,“ segir Guðjón að lokum í færslu sinni á Facebook.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Mikilvægt að missa ekki fólkið: „Ef við höfum ekkert starfsfólk þá er enginn spítali“ Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala segist kvíða því að fleiri starfsmenn muni fá nóg og segja upp störfum sökum álags, þar sem spítalinn er ekkert án þeirra. Verið sé að gera allt til að bregðast við stöðunni en ljóst er að miklar áskoranir séu fram undan. 1. júní 2022 13:01 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Mikilvægt að missa ekki fólkið: „Ef við höfum ekkert starfsfólk þá er enginn spítali“ Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala segist kvíða því að fleiri starfsmenn muni fá nóg og segja upp störfum sökum álags, þar sem spítalinn er ekkert án þeirra. Verið sé að gera allt til að bregðast við stöðunni en ljóst er að miklar áskoranir séu fram undan. 1. júní 2022 13:01
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent