„Sé annan brag á Kristínu Ernu núna en ég hef séð í langan tíma“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2022 23:31 Kristín Erna fagnar marki sínu í Vesturbænum. Vísir/Vilhelm Kristín Erna Sigurlásdóttir skoraði sigurmark ÍBV er liðið lagði Keflavík 3-2 í 8. umferð Bestu deildar kvenna á dögunum. Farið var yfir frammistöðu Kristínar Ernu í Bestu mörkunum að leik loknum. „Gaman að sjá Kristínu Ernu. Hún skorar þetta sigurmark og maður hefur aðeins saknað hennar undanfarið. Hún hefur aðeins verið að skipta um lið en er nú komin heim og ég sé annan brag á Kristínu Ernu núna en ég hef séð í langan tíma,“ hóf Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, á að segja. Kristín Erna er fædd árið 1991 og uppalin í Vestmannaeyjum. Hún lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk liðsins sumarið 2007 en alls hefur hún spilað 286 KSÍ leiki á ferlinum og skorað 147 mörk. Hún tók sumar með Fylki árið 2016 og færði svo sig yfir til 2020. Árið 2021 fór Kristín Erna tímabundið í Víking sem leikur í Lengjudeildinni áður en hún fór til Ítalíu síðasta haust og kom heim fyrr á þessu ári. „Mér fannst þegar hún tók tímabilið með Víkingum í Lengjudeildinni. Þar fannst mér hún mæta til baka. Skora reglulega, mjög jöfn og flott frammistaða. Svo fór hún aðeins út til Ítalíu og er nú komin aftur heim til Eyja og það er frábært að hún haldi áfram þeirri vegferð því ég er sammála, ef við spólum nokkur ár aftur þá týndist hún aðeins, „sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur, um Kristínu Ernu. „Það eru rosa gæði í þessum leikmanni svo þetta er bara frábært, gaman að sjá hvað hún er að taka stórt hlutverk með uppeldisfélaginu,“ bætti Mist við að lokum. ÍBV situr sem stendur í 6. sæti Bestu deildarinnar með 14 stig eftir 8 umferðir. Aðeins eru tvö stig í Stjörnuna sem situr í 2. sæti deildarinnar. Kristín Erna hefur skorað þrjú af 14 mörkum liðsins, tvö hafa komið í eins marks sigri og hið þriðja gulltryggði sigur Eyjakvenna gegn KR í Vesturbæ Reykjavíkur. Klippa: Bestu mörkin: Sigurmark ÍBV Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna ÍBV Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
„Gaman að sjá Kristínu Ernu. Hún skorar þetta sigurmark og maður hefur aðeins saknað hennar undanfarið. Hún hefur aðeins verið að skipta um lið en er nú komin heim og ég sé annan brag á Kristínu Ernu núna en ég hef séð í langan tíma,“ hóf Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, á að segja. Kristín Erna er fædd árið 1991 og uppalin í Vestmannaeyjum. Hún lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk liðsins sumarið 2007 en alls hefur hún spilað 286 KSÍ leiki á ferlinum og skorað 147 mörk. Hún tók sumar með Fylki árið 2016 og færði svo sig yfir til 2020. Árið 2021 fór Kristín Erna tímabundið í Víking sem leikur í Lengjudeildinni áður en hún fór til Ítalíu síðasta haust og kom heim fyrr á þessu ári. „Mér fannst þegar hún tók tímabilið með Víkingum í Lengjudeildinni. Þar fannst mér hún mæta til baka. Skora reglulega, mjög jöfn og flott frammistaða. Svo fór hún aðeins út til Ítalíu og er nú komin aftur heim til Eyja og það er frábært að hún haldi áfram þeirri vegferð því ég er sammála, ef við spólum nokkur ár aftur þá týndist hún aðeins, „sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur, um Kristínu Ernu. „Það eru rosa gæði í þessum leikmanni svo þetta er bara frábært, gaman að sjá hvað hún er að taka stórt hlutverk með uppeldisfélaginu,“ bætti Mist við að lokum. ÍBV situr sem stendur í 6. sæti Bestu deildarinnar með 14 stig eftir 8 umferðir. Aðeins eru tvö stig í Stjörnuna sem situr í 2. sæti deildarinnar. Kristín Erna hefur skorað þrjú af 14 mörkum liðsins, tvö hafa komið í eins marks sigri og hið þriðja gulltryggði sigur Eyjakvenna gegn KR í Vesturbæ Reykjavíkur. Klippa: Bestu mörkin: Sigurmark ÍBV
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna ÍBV Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira