„Sé annan brag á Kristínu Ernu núna en ég hef séð í langan tíma“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2022 23:31 Kristín Erna fagnar marki sínu í Vesturbænum. Vísir/Vilhelm Kristín Erna Sigurlásdóttir skoraði sigurmark ÍBV er liðið lagði Keflavík 3-2 í 8. umferð Bestu deildar kvenna á dögunum. Farið var yfir frammistöðu Kristínar Ernu í Bestu mörkunum að leik loknum. „Gaman að sjá Kristínu Ernu. Hún skorar þetta sigurmark og maður hefur aðeins saknað hennar undanfarið. Hún hefur aðeins verið að skipta um lið en er nú komin heim og ég sé annan brag á Kristínu Ernu núna en ég hef séð í langan tíma,“ hóf Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, á að segja. Kristín Erna er fædd árið 1991 og uppalin í Vestmannaeyjum. Hún lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk liðsins sumarið 2007 en alls hefur hún spilað 286 KSÍ leiki á ferlinum og skorað 147 mörk. Hún tók sumar með Fylki árið 2016 og færði svo sig yfir til 2020. Árið 2021 fór Kristín Erna tímabundið í Víking sem leikur í Lengjudeildinni áður en hún fór til Ítalíu síðasta haust og kom heim fyrr á þessu ári. „Mér fannst þegar hún tók tímabilið með Víkingum í Lengjudeildinni. Þar fannst mér hún mæta til baka. Skora reglulega, mjög jöfn og flott frammistaða. Svo fór hún aðeins út til Ítalíu og er nú komin aftur heim til Eyja og það er frábært að hún haldi áfram þeirri vegferð því ég er sammála, ef við spólum nokkur ár aftur þá týndist hún aðeins, „sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur, um Kristínu Ernu. „Það eru rosa gæði í þessum leikmanni svo þetta er bara frábært, gaman að sjá hvað hún er að taka stórt hlutverk með uppeldisfélaginu,“ bætti Mist við að lokum. ÍBV situr sem stendur í 6. sæti Bestu deildarinnar með 14 stig eftir 8 umferðir. Aðeins eru tvö stig í Stjörnuna sem situr í 2. sæti deildarinnar. Kristín Erna hefur skorað þrjú af 14 mörkum liðsins, tvö hafa komið í eins marks sigri og hið þriðja gulltryggði sigur Eyjakvenna gegn KR í Vesturbæ Reykjavíkur. Klippa: Bestu mörkin: Sigurmark ÍBV Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna ÍBV Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
„Gaman að sjá Kristínu Ernu. Hún skorar þetta sigurmark og maður hefur aðeins saknað hennar undanfarið. Hún hefur aðeins verið að skipta um lið en er nú komin heim og ég sé annan brag á Kristínu Ernu núna en ég hef séð í langan tíma,“ hóf Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, á að segja. Kristín Erna er fædd árið 1991 og uppalin í Vestmannaeyjum. Hún lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk liðsins sumarið 2007 en alls hefur hún spilað 286 KSÍ leiki á ferlinum og skorað 147 mörk. Hún tók sumar með Fylki árið 2016 og færði svo sig yfir til 2020. Árið 2021 fór Kristín Erna tímabundið í Víking sem leikur í Lengjudeildinni áður en hún fór til Ítalíu síðasta haust og kom heim fyrr á þessu ári. „Mér fannst þegar hún tók tímabilið með Víkingum í Lengjudeildinni. Þar fannst mér hún mæta til baka. Skora reglulega, mjög jöfn og flott frammistaða. Svo fór hún aðeins út til Ítalíu og er nú komin aftur heim til Eyja og það er frábært að hún haldi áfram þeirri vegferð því ég er sammála, ef við spólum nokkur ár aftur þá týndist hún aðeins, „sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur, um Kristínu Ernu. „Það eru rosa gæði í þessum leikmanni svo þetta er bara frábært, gaman að sjá hvað hún er að taka stórt hlutverk með uppeldisfélaginu,“ bætti Mist við að lokum. ÍBV situr sem stendur í 6. sæti Bestu deildarinnar með 14 stig eftir 8 umferðir. Aðeins eru tvö stig í Stjörnuna sem situr í 2. sæti deildarinnar. Kristín Erna hefur skorað þrjú af 14 mörkum liðsins, tvö hafa komið í eins marks sigri og hið þriðja gulltryggði sigur Eyjakvenna gegn KR í Vesturbæ Reykjavíkur. Klippa: Bestu mörkin: Sigurmark ÍBV
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna ÍBV Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira