„Kannski varð slys, kannski voru þeir teknir af lífi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2022 15:44 Breski blaðamaðurinn og brasilískur ferðafélagi hans voru á ferð djúpt inn í Amason-regnskóginum. Diego Baravelli/picture alliance via Getty Images) Eiginkona bresks blaðamanns sem hefur verið týndur í Amason-regnskóginum í Brasilíu hefur grátbeðið yfirvöld þar í landi um að gera meira til að finna hann. Forseti Brasilíu ýjaði að því hvarf blaðamannsins og samferðamanns hans væri þeirra eigin sök. Breski blaðamaðurinn Dom Phillips og Brasilíumaðurinn Bruno Araújo Pereira hafa verið týndir frá því á sunnudag. Voru þeir á ferð um Javari-dalinn í Amason-skóginum, skammt frá landamærum Perú. Phillips var við rannsóknarstörf vegna bókar sem hann vinnur að um náttúruvernd í regnskóginum. Pereira er sérfræðingur í málefnum ættbálka svæðisins. Voru þeir á ferð um svæðið á bát. Ekkert hefur heyrst til þeirra síðan á sunnudag. Fékk líflátshótanir BBC greinir frá því að Pereira hafi áður átt í útistöðum við veiðimenn sem stunda ólöglegar veiðar á svæðinu, og meðal annars fengið líflátshótanir. Samtök sem vinna að réttindum ættbálka svæðisins létu yfirvöld vita af hvarfi Phillips og Pereira eftir að þeir létu ekki vita af sér í bænum Atalaia do Norte á sunnudag eins og ráðgert var. Lögreglan í Brasilíu hefur hafið sakamálarannsókn vegna hvarfsins og yfirheyrt fjölda aðila, þar á meðal einn sem er með stöðu grunaðs í málinu. Talið er að sá sé einn af þeim sem sáu þá félaga síðast á lífi. Þá leitar lögregla að manninum sem talinn er hafa sent Pereira líflátshótun. Peço às autoridades, por favor, que atuem com urgência e façam todo o possível para encontrarmos Dom Phillips e Bruno Pereira! 🙏🏾💙 pic.twitter.com/nvhOGsuBum— Richarlison Andrade (@richarlison97) June 7, 2022 Hópurinn sem lét lögreglu vita af hvarfinu segja að lögregla hafi ekki sinnt málinu nægjanlega vel frá upphafi og látið hjá líðast að kanna ýmsa þræði þess. Alessandra Sampaio, Phillips, hefur grátbeðið yfirvöld í Brasilíu um að gera meira til að komast til botns í málinu. Hver sekúnda telji. Hvorki hefur fundist tangur né tetur af mönnunum tveimur. Jair Bolsanaro, forseti Brasilíu, virðist þó ekki hafa miklar áhyggjur af hvarfinu, ef marka má orð hans frá því í gær. „Tveir menn á bát á svæði sem þessu, algjörlega brjálað. Það er ekki hægt að ráðleggja mönnum að fara í svona ævintýri. Hvað sem er getur gerst,“ sagði Bolsanaro, áður en hann bætti við vangaveltum um hvað kunni að hafa gerst. „Kannski varð slys, kannski voru þeir teknir af lífi“ Brasilía Umhverfismál Bretland Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Breski blaðamaðurinn Dom Phillips og Brasilíumaðurinn Bruno Araújo Pereira hafa verið týndir frá því á sunnudag. Voru þeir á ferð um Javari-dalinn í Amason-skóginum, skammt frá landamærum Perú. Phillips var við rannsóknarstörf vegna bókar sem hann vinnur að um náttúruvernd í regnskóginum. Pereira er sérfræðingur í málefnum ættbálka svæðisins. Voru þeir á ferð um svæðið á bát. Ekkert hefur heyrst til þeirra síðan á sunnudag. Fékk líflátshótanir BBC greinir frá því að Pereira hafi áður átt í útistöðum við veiðimenn sem stunda ólöglegar veiðar á svæðinu, og meðal annars fengið líflátshótanir. Samtök sem vinna að réttindum ættbálka svæðisins létu yfirvöld vita af hvarfi Phillips og Pereira eftir að þeir létu ekki vita af sér í bænum Atalaia do Norte á sunnudag eins og ráðgert var. Lögreglan í Brasilíu hefur hafið sakamálarannsókn vegna hvarfsins og yfirheyrt fjölda aðila, þar á meðal einn sem er með stöðu grunaðs í málinu. Talið er að sá sé einn af þeim sem sáu þá félaga síðast á lífi. Þá leitar lögregla að manninum sem talinn er hafa sent Pereira líflátshótun. Peço às autoridades, por favor, que atuem com urgência e façam todo o possível para encontrarmos Dom Phillips e Bruno Pereira! 🙏🏾💙 pic.twitter.com/nvhOGsuBum— Richarlison Andrade (@richarlison97) June 7, 2022 Hópurinn sem lét lögreglu vita af hvarfinu segja að lögregla hafi ekki sinnt málinu nægjanlega vel frá upphafi og látið hjá líðast að kanna ýmsa þræði þess. Alessandra Sampaio, Phillips, hefur grátbeðið yfirvöld í Brasilíu um að gera meira til að komast til botns í málinu. Hver sekúnda telji. Hvorki hefur fundist tangur né tetur af mönnunum tveimur. Jair Bolsanaro, forseti Brasilíu, virðist þó ekki hafa miklar áhyggjur af hvarfinu, ef marka má orð hans frá því í gær. „Tveir menn á bát á svæði sem þessu, algjörlega brjálað. Það er ekki hægt að ráðleggja mönnum að fara í svona ævintýri. Hvað sem er getur gerst,“ sagði Bolsanaro, áður en hann bætti við vangaveltum um hvað kunni að hafa gerst. „Kannski varð slys, kannski voru þeir teknir af lífi“
Brasilía Umhverfismál Bretland Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira