„Rosalega bjart framundan hjá okkur ÍR-ingum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. júní 2022 19:45 Bjarni Fritzson er tekinn við þjálfun ÍR-inga á ný. Stöð 2 Bjarni Fritzson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild ÍR og mun því þjálfa liðið næstu árin í Olís-deild karla í handbolta. Hann segir verkefnið sem framundan er spennandi. Bjarni þjálfaði ÍR-inga með góðum árangri frá 2014 til 2020, en liðið lék í Grill66-deildinni á seinasta tímabili. „Við erum að koma hérna upp og við erum að flytja í nýja aðstöðu þannig að þetta er svakalega spennandi og skemmtilegt verkefni,“ sagði Bjarni í samtali við Gaupa á Stöð 2 í dag. „Það er rosalega bjart framundan hjá okkur ÍR-ingum. Við erum að ala svakalega mikið af góðum strákum upp þannig að lít á þett sem skemmtilega og spennandi áskorun.“ Seinast þegar ÍR-ingar voru í Olís-deildinni var gengið ekki gott. Liðið féll tímabilið 2020-2021 án þess að fá eitt einasta stig, en Bjarni telur þó ekki að hann þurfi að styrkja hópinn mikið fyrir komandi tímabil. „Þegar ég fór að skoða þetta aðeins betur þá er fullt af tækifærum í þessum leikmannahóp og mikið af flottum strákum sem ég þekki vel. Augljóslega þarf maður að finna góðar og réttar styrkingar þegar lið kemur svona upp og vonandi tekst það.“ Lyftistöng fyrir félagið ÍR-ingar eru að flytja sig í nýja aðstöðu og í félaginu er unnið mikið og gott starf. Bjarni segir að þetta sé eitthvað sem lengi hafi verið beðið eftir í Breiðholtinu og að þetta muni sameina félagið. „Þetta mun bara gjörbreyta öllu. Ég segi það að þetta muni færa okkur upp um mörg „level“ og líka bara sameina félagið sem við erum búin að bíða eftir síðan ég var svona sex ára. Þess vegna vill ég líka taka þátt, af því að maður er búinn að bíða eftir þessari aðstöðu og þessari umgjörð síðan maður var lítill polli. Loksins þegar þetta tekst að þá langar manni að taka þátt.“ Klippa: Bjarni Fritzson Bjarni kemur aftur inn í þjálfun eftir að hafa verið sérfræðingur í Seinni bylgjunni þar sem hann gat horft á handboltann á Íslandi með öðrum augum en á hliðarlínunni. Hann segir hluta af ástæðunni fyrir því að hann hafi snúið aftur í þjálfun vera gæði deildarinnar. „Ein af ástæðunum fyrir því að mig langaði að fara aftur inn í þetta var að mér fannst handboltinn sem var spilaður hérna - sérstaklega undir lokin hjá Val og ÍBV - gjörsamlega stórkostlegur.“ „Ég algjörlega heillaðist af honum og mér fannst svo frábært að sjá hversu virkilega góðu handbolti er spilaður hérna. Þannig að mig langaði pínu að taka þátt í því. Við erum að þróa okkur í átt að því að vera þessi sjúklega hraði og skemmtilegi handbolti og svo eru menn líka að leggja alveg svakalega mikið í þetta. Ungu strákarnir eru langt á undan öllum öðrum. Byrjaðir í ólympískum lyftingum og gera sig klára. Þannig að við erum að fá þá mjög snemma bara ótrúlega flotta inn í deildina.“ „Grunnurinn er miklu betri en þegar ég var að koma upp og þessir strákar eru miklu, miklu betri en við,“ sagði Bjarni léttur að lokum. Viðtalið við Bjarna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Olís-deild karla ÍR Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Sjá meira
Bjarni þjálfaði ÍR-inga með góðum árangri frá 2014 til 2020, en liðið lék í Grill66-deildinni á seinasta tímabili. „Við erum að koma hérna upp og við erum að flytja í nýja aðstöðu þannig að þetta er svakalega spennandi og skemmtilegt verkefni,“ sagði Bjarni í samtali við Gaupa á Stöð 2 í dag. „Það er rosalega bjart framundan hjá okkur ÍR-ingum. Við erum að ala svakalega mikið af góðum strákum upp þannig að lít á þett sem skemmtilega og spennandi áskorun.“ Seinast þegar ÍR-ingar voru í Olís-deildinni var gengið ekki gott. Liðið féll tímabilið 2020-2021 án þess að fá eitt einasta stig, en Bjarni telur þó ekki að hann þurfi að styrkja hópinn mikið fyrir komandi tímabil. „Þegar ég fór að skoða þetta aðeins betur þá er fullt af tækifærum í þessum leikmannahóp og mikið af flottum strákum sem ég þekki vel. Augljóslega þarf maður að finna góðar og réttar styrkingar þegar lið kemur svona upp og vonandi tekst það.“ Lyftistöng fyrir félagið ÍR-ingar eru að flytja sig í nýja aðstöðu og í félaginu er unnið mikið og gott starf. Bjarni segir að þetta sé eitthvað sem lengi hafi verið beðið eftir í Breiðholtinu og að þetta muni sameina félagið. „Þetta mun bara gjörbreyta öllu. Ég segi það að þetta muni færa okkur upp um mörg „level“ og líka bara sameina félagið sem við erum búin að bíða eftir síðan ég var svona sex ára. Þess vegna vill ég líka taka þátt, af því að maður er búinn að bíða eftir þessari aðstöðu og þessari umgjörð síðan maður var lítill polli. Loksins þegar þetta tekst að þá langar manni að taka þátt.“ Klippa: Bjarni Fritzson Bjarni kemur aftur inn í þjálfun eftir að hafa verið sérfræðingur í Seinni bylgjunni þar sem hann gat horft á handboltann á Íslandi með öðrum augum en á hliðarlínunni. Hann segir hluta af ástæðunni fyrir því að hann hafi snúið aftur í þjálfun vera gæði deildarinnar. „Ein af ástæðunum fyrir því að mig langaði að fara aftur inn í þetta var að mér fannst handboltinn sem var spilaður hérna - sérstaklega undir lokin hjá Val og ÍBV - gjörsamlega stórkostlegur.“ „Ég algjörlega heillaðist af honum og mér fannst svo frábært að sjá hversu virkilega góðu handbolti er spilaður hérna. Þannig að mig langaði pínu að taka þátt í því. Við erum að þróa okkur í átt að því að vera þessi sjúklega hraði og skemmtilegi handbolti og svo eru menn líka að leggja alveg svakalega mikið í þetta. Ungu strákarnir eru langt á undan öllum öðrum. Byrjaðir í ólympískum lyftingum og gera sig klára. Þannig að við erum að fá þá mjög snemma bara ótrúlega flotta inn í deildina.“ „Grunnurinn er miklu betri en þegar ég var að koma upp og þessir strákar eru miklu, miklu betri en við,“ sagði Bjarni léttur að lokum. Viðtalið við Bjarna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Olís-deild karla ÍR Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Sjá meira