Farþegafjöldi Icelandair áttfaldast milli ára Árni Sæberg skrifar 7. júní 2022 17:37 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group. Hann segir flugfélagið vera á fleygiferð inn í sumarið. Stöð 2/Egill Farþegum Icelandair fjölgaði mikið milli apríl og maí og fjöldi þeirra áttfaldast miðað við sama mánuð í fyrra. Heildarfjöldi farþega í maí var um 316.000, samanborið við 40.000 í maí 2021 og 242.000 í apríl 2022. Heildarframboð í maí var um 75 prósent af framboði sama mánaðar árið 2019. Félagið bætti átta áfangastöðum við leiðakerfið í mánuðinum og jók tíðni til fjölda áfangastaða. Þá hóf félagið einnig flug í svokölluðum seinni tengibanka sem eru flug síðla morguns til Evrópu og um kvöld til Norður-Ameríku. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýútgefnum farþegatölum Icelandair fyrir maímánuð. Farþegar í millilandaflugi voru 291 þúsund eða þrettánfalt fleiri en í maí í fyrra þegar félagið flutti um 22 þúsund farþega milli landa. Þar af voru farþegar til Íslands um 116 þúsund og frá Íslandi 51 þúsund. Tengifarþegar voru um 124 þúsund eða um 43 prósent millilandafarþega, samanborið við átta prósent í maí 2021. Stundvísi var 80 prósent en í tilkynningu frá Icelandair segir að það sé góður árangur í ljósi erfiðra aðstæðna á flugvöllum víða erlendis. Sætanýting í millilandaflugi var 74 prósent samanborið við 35 prósent í maí 2021. Farþegum innanlands fjölgaði minna en eftirspurn góð Farþegar í innanlandsflugi voru um 26 þúsund samanborið við átján þúsund í maí 2021. Sætanýting í innanlandsflugi var 80 prósent, samanborið við 72 prósent í fyrra. Mikil eftirspurn er eftir innanlandsflugi og fjöldi farþega það sem af er ári var svipaður og hann var á sama tímabili árið 2019. Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um tólf prósent samanborið við maí 2021 og fraktflutningar minnkuðu um 8 prósent frá fyrra ári. Það sem af er ári hafa fraktflutningar aukist um 4 prósent og seldir blokktímar í leiguflugi eru álíka margir og á sama tímabili í fyrra. Bókunarstaðan góð en vandkvæði til staðar „Við erum á fleygiferð inn í sumarið og náðum því ánægjulega marki að fljúga yfir þúsund ferðir í millilandafluginu í maímánuði. Þá er einnig mjög jákvætt að sjá hlutfall tengifarþega halda áfram að aukast. Bókunarstaðan hjá okkur er mjög sterk og greinilega mikill ferðavilji til staðar. Hins vegar, eins og fram hefur komið í fréttum, hafa krefjandi aðstæður á mörgum flugvöllum um þessar mundir valdið talsverðum röskunum á flugi um allan heim. Skýrist þetta fyrst og fremst af því að ekki hefur tekist að manna stöður á flugvöllum í takt við snarpa uppbyggingu flugs eftir faraldurinn. Truflanir sem þessar hafa keðjuverkandi áhrif en aukið umfang flugáætlunar okkar og mikil tíðni á lykiláfangastaði gerir okkur kleift að lágmarka áhrif á farþega eins og mögulegt er. Að koma okkar viðskiptavinum á sinn áfangastað sem allra fyrst, helst samdægurs er ávallt forgangsmál hjá okkur,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni í tilkynningu Icelandair. Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Heildarfjöldi farþega í maí var um 316.000, samanborið við 40.000 í maí 2021 og 242.000 í apríl 2022. Heildarframboð í maí var um 75 prósent af framboði sama mánaðar árið 2019. Félagið bætti átta áfangastöðum við leiðakerfið í mánuðinum og jók tíðni til fjölda áfangastaða. Þá hóf félagið einnig flug í svokölluðum seinni tengibanka sem eru flug síðla morguns til Evrópu og um kvöld til Norður-Ameríku. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýútgefnum farþegatölum Icelandair fyrir maímánuð. Farþegar í millilandaflugi voru 291 þúsund eða þrettánfalt fleiri en í maí í fyrra þegar félagið flutti um 22 þúsund farþega milli landa. Þar af voru farþegar til Íslands um 116 þúsund og frá Íslandi 51 þúsund. Tengifarþegar voru um 124 þúsund eða um 43 prósent millilandafarþega, samanborið við átta prósent í maí 2021. Stundvísi var 80 prósent en í tilkynningu frá Icelandair segir að það sé góður árangur í ljósi erfiðra aðstæðna á flugvöllum víða erlendis. Sætanýting í millilandaflugi var 74 prósent samanborið við 35 prósent í maí 2021. Farþegum innanlands fjölgaði minna en eftirspurn góð Farþegar í innanlandsflugi voru um 26 þúsund samanborið við átján þúsund í maí 2021. Sætanýting í innanlandsflugi var 80 prósent, samanborið við 72 prósent í fyrra. Mikil eftirspurn er eftir innanlandsflugi og fjöldi farþega það sem af er ári var svipaður og hann var á sama tímabili árið 2019. Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um tólf prósent samanborið við maí 2021 og fraktflutningar minnkuðu um 8 prósent frá fyrra ári. Það sem af er ári hafa fraktflutningar aukist um 4 prósent og seldir blokktímar í leiguflugi eru álíka margir og á sama tímabili í fyrra. Bókunarstaðan góð en vandkvæði til staðar „Við erum á fleygiferð inn í sumarið og náðum því ánægjulega marki að fljúga yfir þúsund ferðir í millilandafluginu í maímánuði. Þá er einnig mjög jákvætt að sjá hlutfall tengifarþega halda áfram að aukast. Bókunarstaðan hjá okkur er mjög sterk og greinilega mikill ferðavilji til staðar. Hins vegar, eins og fram hefur komið í fréttum, hafa krefjandi aðstæður á mörgum flugvöllum um þessar mundir valdið talsverðum röskunum á flugi um allan heim. Skýrist þetta fyrst og fremst af því að ekki hefur tekist að manna stöður á flugvöllum í takt við snarpa uppbyggingu flugs eftir faraldurinn. Truflanir sem þessar hafa keðjuverkandi áhrif en aukið umfang flugáætlunar okkar og mikil tíðni á lykiláfangastaði gerir okkur kleift að lágmarka áhrif á farþega eins og mögulegt er. Að koma okkar viðskiptavinum á sinn áfangastað sem allra fyrst, helst samdægurs er ávallt forgangsmál hjá okkur,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni í tilkynningu Icelandair.
Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira