Segir breytingar á forsætisnefnd vera pólitísk hrossakaup Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. júní 2022 15:19 Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins kunni ekki að meta þann litla fyrirvara sem minnihlutaflokkunum var gefinn til að gaumgæfa breytingartillögur meirihlutans. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu í dag eftir því að afgreiðslu á tillögu meirihlutans um breytt hlutverk forsætisnefndar yrði frestað. Klukkan 14 hófst fyrsti borgarstjórnarfundur nýrrar borgarstjórnar. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, sagði að tillagan væri liður í hrossakaupum í nýafstöðnum meirihlutaviðræðum. Tillagan fjallar um að málaflokkar atvinnumála, nýsköpunar og ferðaþjónustu verði færðir undir hatt forsætisnefndar. Hildur kvaðst vera ósátt við að minnihlutinn hefði eingöngu fengið 33 mínútur til að gaumgæfa nokkrar tillögur meirihlutans um breytt hlutaverk hinna ýmsu nefnda. Klukkan tvö hófst fyrsti borgarstjórnarfundur nýs kjörtímabils. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, er ekki ánægð með hvernig kjörtímabilið fer af stað.Vísir/Vilhelm „Okkur í minnihlutanum bárust þessar tillögur 33 mínútum fyrir þennan fund og þykja það ekkert sérlega góð eða vönduð vinnubrögð og við vonum að þetta sé ekki til marks um það sem koma skal hér á kjörtímabilinu,“ sagði Hildur sem bætti við að þau hygðust þó ekki leggjast gegn tillögunum. Í nafni góðrar samvinnu séu þau reiðubúin að sitja hjá. „Við óskum hins vegar sérstaklega eftir frestun á tillögu meirihluta að breyttu hlutverki forsætisnefndar, ekki síst vegna þess að forsætisnefnd hefur því veigamikla hlutverki að gegna að halda hér um fundarsköp, skipulag funda og bættan starfsanda sem nýr meirihluti hefur sett sérstaklega á dagskrá. Það er ekki sérlega góður bragur á því að færa alls óskylda málaflokka undir þessa nefnd í einhverjum hrossakaupum í meirihlutaviðræðum.“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, baðst velvirðingar á litlum fyrirvara. „Það er hægt að biðjast velvirðingar á þessum stutta fresti og það er ekki vísir að því sem koma skal nema hvað það snertir að við viljum vinna hluti býsna hratt en við viljum líka vinna þá í góðu samráði við minnihlutann þannig að við tökum þetta til okkar. Þetta var bara allt að gerast síðasta sólarhringinn en við virðum það og þökkum fyrir að minnihlutinn ætlar þá að sitja hjá við þessar breytingar. Við verðum sannarlega við þessari beiðni um frestun.“ Dagur svaraði gagnrýni Hildar á þá leið að góð rök væru fyrir því að forsætisnefnd takist á hendur nýtt skilgreint hlutverk gagnvart atvinnulífinu. Það sé hægt að ræða nánar í nýrri forsætisnefnd. Hægt er að fylgjast með borgarstjórnarfundi í spilaranum að neðan. Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn Reykjavíkur kemur saman til fundar í Ráðhúsinu klukkan 14 í dag. Um er að ræða fyrsta fund nýrrar borgarstjórnar sem kjörin var í borgarstjórnarkosningunum þann 14. maí síðastliðinn. 7. júní 2022 13:30 Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag. 7. júní 2022 11:49 Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram. 7. júní 2022 11:03 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, sagði að tillagan væri liður í hrossakaupum í nýafstöðnum meirihlutaviðræðum. Tillagan fjallar um að málaflokkar atvinnumála, nýsköpunar og ferðaþjónustu verði færðir undir hatt forsætisnefndar. Hildur kvaðst vera ósátt við að minnihlutinn hefði eingöngu fengið 33 mínútur til að gaumgæfa nokkrar tillögur meirihlutans um breytt hlutaverk hinna ýmsu nefnda. Klukkan tvö hófst fyrsti borgarstjórnarfundur nýs kjörtímabils. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, er ekki ánægð með hvernig kjörtímabilið fer af stað.Vísir/Vilhelm „Okkur í minnihlutanum bárust þessar tillögur 33 mínútum fyrir þennan fund og þykja það ekkert sérlega góð eða vönduð vinnubrögð og við vonum að þetta sé ekki til marks um það sem koma skal hér á kjörtímabilinu,“ sagði Hildur sem bætti við að þau hygðust þó ekki leggjast gegn tillögunum. Í nafni góðrar samvinnu séu þau reiðubúin að sitja hjá. „Við óskum hins vegar sérstaklega eftir frestun á tillögu meirihluta að breyttu hlutverki forsætisnefndar, ekki síst vegna þess að forsætisnefnd hefur því veigamikla hlutverki að gegna að halda hér um fundarsköp, skipulag funda og bættan starfsanda sem nýr meirihluti hefur sett sérstaklega á dagskrá. Það er ekki sérlega góður bragur á því að færa alls óskylda málaflokka undir þessa nefnd í einhverjum hrossakaupum í meirihlutaviðræðum.“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, baðst velvirðingar á litlum fyrirvara. „Það er hægt að biðjast velvirðingar á þessum stutta fresti og það er ekki vísir að því sem koma skal nema hvað það snertir að við viljum vinna hluti býsna hratt en við viljum líka vinna þá í góðu samráði við minnihlutann þannig að við tökum þetta til okkar. Þetta var bara allt að gerast síðasta sólarhringinn en við virðum það og þökkum fyrir að minnihlutinn ætlar þá að sitja hjá við þessar breytingar. Við verðum sannarlega við þessari beiðni um frestun.“ Dagur svaraði gagnrýni Hildar á þá leið að góð rök væru fyrir því að forsætisnefnd takist á hendur nýtt skilgreint hlutverk gagnvart atvinnulífinu. Það sé hægt að ræða nánar í nýrri forsætisnefnd. Hægt er að fylgjast með borgarstjórnarfundi í spilaranum að neðan.
Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn Reykjavíkur kemur saman til fundar í Ráðhúsinu klukkan 14 í dag. Um er að ræða fyrsta fund nýrrar borgarstjórnar sem kjörin var í borgarstjórnarkosningunum þann 14. maí síðastliðinn. 7. júní 2022 13:30 Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag. 7. júní 2022 11:49 Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram. 7. júní 2022 11:03 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn Reykjavíkur kemur saman til fundar í Ráðhúsinu klukkan 14 í dag. Um er að ræða fyrsta fund nýrrar borgarstjórnar sem kjörin var í borgarstjórnarkosningunum þann 14. maí síðastliðinn. 7. júní 2022 13:30
Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag. 7. júní 2022 11:49
Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram. 7. júní 2022 11:03