Segir breytingar á forsætisnefnd vera pólitísk hrossakaup Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. júní 2022 15:19 Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins kunni ekki að meta þann litla fyrirvara sem minnihlutaflokkunum var gefinn til að gaumgæfa breytingartillögur meirihlutans. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu í dag eftir því að afgreiðslu á tillögu meirihlutans um breytt hlutverk forsætisnefndar yrði frestað. Klukkan 14 hófst fyrsti borgarstjórnarfundur nýrrar borgarstjórnar. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, sagði að tillagan væri liður í hrossakaupum í nýafstöðnum meirihlutaviðræðum. Tillagan fjallar um að málaflokkar atvinnumála, nýsköpunar og ferðaþjónustu verði færðir undir hatt forsætisnefndar. Hildur kvaðst vera ósátt við að minnihlutinn hefði eingöngu fengið 33 mínútur til að gaumgæfa nokkrar tillögur meirihlutans um breytt hlutaverk hinna ýmsu nefnda. Klukkan tvö hófst fyrsti borgarstjórnarfundur nýs kjörtímabils. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, er ekki ánægð með hvernig kjörtímabilið fer af stað.Vísir/Vilhelm „Okkur í minnihlutanum bárust þessar tillögur 33 mínútum fyrir þennan fund og þykja það ekkert sérlega góð eða vönduð vinnubrögð og við vonum að þetta sé ekki til marks um það sem koma skal hér á kjörtímabilinu,“ sagði Hildur sem bætti við að þau hygðust þó ekki leggjast gegn tillögunum. Í nafni góðrar samvinnu séu þau reiðubúin að sitja hjá. „Við óskum hins vegar sérstaklega eftir frestun á tillögu meirihluta að breyttu hlutverki forsætisnefndar, ekki síst vegna þess að forsætisnefnd hefur því veigamikla hlutverki að gegna að halda hér um fundarsköp, skipulag funda og bættan starfsanda sem nýr meirihluti hefur sett sérstaklega á dagskrá. Það er ekki sérlega góður bragur á því að færa alls óskylda málaflokka undir þessa nefnd í einhverjum hrossakaupum í meirihlutaviðræðum.“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, baðst velvirðingar á litlum fyrirvara. „Það er hægt að biðjast velvirðingar á þessum stutta fresti og það er ekki vísir að því sem koma skal nema hvað það snertir að við viljum vinna hluti býsna hratt en við viljum líka vinna þá í góðu samráði við minnihlutann þannig að við tökum þetta til okkar. Þetta var bara allt að gerast síðasta sólarhringinn en við virðum það og þökkum fyrir að minnihlutinn ætlar þá að sitja hjá við þessar breytingar. Við verðum sannarlega við þessari beiðni um frestun.“ Dagur svaraði gagnrýni Hildar á þá leið að góð rök væru fyrir því að forsætisnefnd takist á hendur nýtt skilgreint hlutverk gagnvart atvinnulífinu. Það sé hægt að ræða nánar í nýrri forsætisnefnd. Hægt er að fylgjast með borgarstjórnarfundi í spilaranum að neðan. Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn Reykjavíkur kemur saman til fundar í Ráðhúsinu klukkan 14 í dag. Um er að ræða fyrsta fund nýrrar borgarstjórnar sem kjörin var í borgarstjórnarkosningunum þann 14. maí síðastliðinn. 7. júní 2022 13:30 Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag. 7. júní 2022 11:49 Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram. 7. júní 2022 11:03 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, sagði að tillagan væri liður í hrossakaupum í nýafstöðnum meirihlutaviðræðum. Tillagan fjallar um að málaflokkar atvinnumála, nýsköpunar og ferðaþjónustu verði færðir undir hatt forsætisnefndar. Hildur kvaðst vera ósátt við að minnihlutinn hefði eingöngu fengið 33 mínútur til að gaumgæfa nokkrar tillögur meirihlutans um breytt hlutaverk hinna ýmsu nefnda. Klukkan tvö hófst fyrsti borgarstjórnarfundur nýs kjörtímabils. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, er ekki ánægð með hvernig kjörtímabilið fer af stað.Vísir/Vilhelm „Okkur í minnihlutanum bárust þessar tillögur 33 mínútum fyrir þennan fund og þykja það ekkert sérlega góð eða vönduð vinnubrögð og við vonum að þetta sé ekki til marks um það sem koma skal hér á kjörtímabilinu,“ sagði Hildur sem bætti við að þau hygðust þó ekki leggjast gegn tillögunum. Í nafni góðrar samvinnu séu þau reiðubúin að sitja hjá. „Við óskum hins vegar sérstaklega eftir frestun á tillögu meirihluta að breyttu hlutverki forsætisnefndar, ekki síst vegna þess að forsætisnefnd hefur því veigamikla hlutverki að gegna að halda hér um fundarsköp, skipulag funda og bættan starfsanda sem nýr meirihluti hefur sett sérstaklega á dagskrá. Það er ekki sérlega góður bragur á því að færa alls óskylda málaflokka undir þessa nefnd í einhverjum hrossakaupum í meirihlutaviðræðum.“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, baðst velvirðingar á litlum fyrirvara. „Það er hægt að biðjast velvirðingar á þessum stutta fresti og það er ekki vísir að því sem koma skal nema hvað það snertir að við viljum vinna hluti býsna hratt en við viljum líka vinna þá í góðu samráði við minnihlutann þannig að við tökum þetta til okkar. Þetta var bara allt að gerast síðasta sólarhringinn en við virðum það og þökkum fyrir að minnihlutinn ætlar þá að sitja hjá við þessar breytingar. Við verðum sannarlega við þessari beiðni um frestun.“ Dagur svaraði gagnrýni Hildar á þá leið að góð rök væru fyrir því að forsætisnefnd takist á hendur nýtt skilgreint hlutverk gagnvart atvinnulífinu. Það sé hægt að ræða nánar í nýrri forsætisnefnd. Hægt er að fylgjast með borgarstjórnarfundi í spilaranum að neðan.
Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn Reykjavíkur kemur saman til fundar í Ráðhúsinu klukkan 14 í dag. Um er að ræða fyrsta fund nýrrar borgarstjórnar sem kjörin var í borgarstjórnarkosningunum þann 14. maí síðastliðinn. 7. júní 2022 13:30 Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag. 7. júní 2022 11:49 Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram. 7. júní 2022 11:03 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn Reykjavíkur kemur saman til fundar í Ráðhúsinu klukkan 14 í dag. Um er að ræða fyrsta fund nýrrar borgarstjórnar sem kjörin var í borgarstjórnarkosningunum þann 14. maí síðastliðinn. 7. júní 2022 13:30
Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag. 7. júní 2022 11:49
Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram. 7. júní 2022 11:03