Apple þarf að breyta hleðslutengjum fyrir 2024 Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2022 13:09 Apple hefur notað Lightning-tengi (t.v.) en þarf nú að skipta yfir í USB-C (t.h.) í Evrópu innan tveggja ára. Vísir/Getty Evrópusambandið og Evrópuþingið hafa náð samkomulagi um að snjalltæki þurfi að hafa einu og sömu tegundina af hleðslutengi fyrir árið 2024. Samkomulagið þýðir að tæknirisinn Apple þarf að breyta hleðslutengjum í snjalltækjum sínum í Evrópu. Meira en áratugur er liðinn frá því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins byrjaði fyrst að leggja áherslu á að aðeins ein tegund af hleðslutengjum væri fyrir snjalltæki. Raftækjaframleiðendum hefur hins vegar ekki tekist að ná saman um hvaða tegund skuli nota. Apple-tæki hafa svonefnd Lightning-tengi en Android-tæki hafa USB-C-tengi. Samkvæmt tölum ESB voru 29% snjallsíma sem voru seldir árið 2018 með USB-C-tengi, 21% með Lightning-tengi og helmingurinn með eldra USB-B-tengi. Með samkomulaginu sem var kynnt í dag þurfa öll snjalltæki að hafa USB-C-tengi, þar á meðal snjallsímar, spjaldtölvur og myndavélar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þannig dugar eigendum tækjanna að eiga eina hleðslusnúru í stað þess að þurfa halda utan um nokkrar fyrir mismunandi raftæki heimilisins með tilheyrandi ergelsi. Thierry Breton, iðnaðarmálastjóri ESB, segir að breytingin eigi að spara evrópskum neytendum um 250 milljónir evra, jafnvirði um 34,8 milljarða íslenskra króna. Markmið nýju reglnanna er einnig að draga úr rafeindaúrgangi í Evrópu. Evrópuþingið segir að samkomulagið eigi að tryggja að USB-C verði ráðandi fyrir alla snjallsíma, spjaldtölvur og myndavélar innan Evrópusambandsins fyrir haustið 2024. Önnur smærri raftæki eins og lesbretti, heyrnartól, ferðaleikjatölvur og ferðahátalarar þurfa einnig að hafa USB-C-tengi. Nýju reglurnar munu á endanum einnig ná yfir fartölvur en framleiðendur þeirra fá lengri frest til að aðalgast breytingunum, að sögn AP-fréttastofunnar. Apple Evrópusambandið Tækni Tengdar fréttir Kynna reglur um stöðluð hleðslutengi fyrir snjallsíma Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti frumvarp að lögum sem myndu skikka framleiðendur snjallsíma til að nota staðlað hleðslutengi fyrir þá. Tæknirisinn Apple hefur þráast við að nota sömu tengi og samkeppnisaðilar hans. 23. september 2021 12:21 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Meira en áratugur er liðinn frá því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins byrjaði fyrst að leggja áherslu á að aðeins ein tegund af hleðslutengjum væri fyrir snjalltæki. Raftækjaframleiðendum hefur hins vegar ekki tekist að ná saman um hvaða tegund skuli nota. Apple-tæki hafa svonefnd Lightning-tengi en Android-tæki hafa USB-C-tengi. Samkvæmt tölum ESB voru 29% snjallsíma sem voru seldir árið 2018 með USB-C-tengi, 21% með Lightning-tengi og helmingurinn með eldra USB-B-tengi. Með samkomulaginu sem var kynnt í dag þurfa öll snjalltæki að hafa USB-C-tengi, þar á meðal snjallsímar, spjaldtölvur og myndavélar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þannig dugar eigendum tækjanna að eiga eina hleðslusnúru í stað þess að þurfa halda utan um nokkrar fyrir mismunandi raftæki heimilisins með tilheyrandi ergelsi. Thierry Breton, iðnaðarmálastjóri ESB, segir að breytingin eigi að spara evrópskum neytendum um 250 milljónir evra, jafnvirði um 34,8 milljarða íslenskra króna. Markmið nýju reglnanna er einnig að draga úr rafeindaúrgangi í Evrópu. Evrópuþingið segir að samkomulagið eigi að tryggja að USB-C verði ráðandi fyrir alla snjallsíma, spjaldtölvur og myndavélar innan Evrópusambandsins fyrir haustið 2024. Önnur smærri raftæki eins og lesbretti, heyrnartól, ferðaleikjatölvur og ferðahátalarar þurfa einnig að hafa USB-C-tengi. Nýju reglurnar munu á endanum einnig ná yfir fartölvur en framleiðendur þeirra fá lengri frest til að aðalgast breytingunum, að sögn AP-fréttastofunnar.
Apple Evrópusambandið Tækni Tengdar fréttir Kynna reglur um stöðluð hleðslutengi fyrir snjallsíma Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti frumvarp að lögum sem myndu skikka framleiðendur snjallsíma til að nota staðlað hleðslutengi fyrir þá. Tæknirisinn Apple hefur þráast við að nota sömu tengi og samkeppnisaðilar hans. 23. september 2021 12:21 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Kynna reglur um stöðluð hleðslutengi fyrir snjallsíma Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti frumvarp að lögum sem myndu skikka framleiðendur snjallsíma til að nota staðlað hleðslutengi fyrir þá. Tæknirisinn Apple hefur þráast við að nota sömu tengi og samkeppnisaðilar hans. 23. september 2021 12:21