Borgarstjóri ráði ekki öllu Eiður Þór Árnason skrifar 6. júní 2022 22:01 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, er hæstánægð með nýjan meirihlutasáttmála. Vísir/Ragnar Oddviti Pírata segir að hún hafi lagt meiri áherslu á að tryggja góðan framgang helstu baráttumála flokksins en að hreppa borgarstjórastólinn. Það markmið hafi náðst og hún sé ánægð með að Píratar fái nú tækifæri til að færa græn málefni á næsta stig. „Við erum að segja ekki bara þétting heldur þétting af gríðarlega góðum gæðum, við erum að segja enn meira gagnsæi, enn meira lýðræði og erum með nýtt stafrænt ráðhús sem endurspeglar þær áherslur,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir að loknum blaðamannafundi í dag þar sem nýr borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar var kynntur til leiks. „Við erum að segja að loftslagsmálin eigi að vera leiðarljós í allri ákvarðanatöku og erum að sameina skipulags- og umhverfismálin í eitt ráð til að endurspegla það. Þú getur ekki talað um skipulag og samgöngur án þess að tala um umhverfið og loftslagsmál.“ Dóra Björt segir að nýr meirihluti ætli að taka betur utan um mannréttindamál í nýju sameinuðu mannréttindaráði þar sem ofbeldisvarnarmál og kynjuð jafnréttisfjárlagagerð færist inn. „Ég er mjög spennt fyrir því að vinna að þessum málum. Þetta er mjög Píratalegur sáttmáli og ég er bara stolt af því að standa að þessu og ætla að vinna að þessu næstu fjögur árin.“ Faglegra að taka sér tíma Meirihlutaviðræður flokkanna stóðu yfir í tólf daga sem er lengri tími en víðast hvar annars staðar. Dóra Björt segir það eðlilegt að það taki tíma að fyrir fjóra ólíka flokka að tala sig í gegnum mál. „Það er faglegt, frekar en að koma með einhverjar servíettulausnir þá vildum við bara klára þessi samtöl.“ Mikilvægt sé að vanda til verka og oddvitunum hafi tekist að finna lendingu í málum sem allir geti unað við. Dóra Björt segist vera ánægð með verkaskiptinguna milli flokka og einkum að Píratar fái að vinna að sínum helstu kjarnamálaflokkum með því að leiða umhverfis- og skipulagsráð, öflugra mannréttindaráð og nýtt stafrænt ráð sem nái yfir stafræna þjónustu, gagnsæi og lýðræði. „Ég er mjög spennt fyrir því að við höfum náð mjög mikið af áherslum Pírata inn í þennan sáttmála og við höfum fengið umboð og tækin og tólin til að vinna að þessum málum af miklum krafti á kjörtímabilinu. Svo ég er mjög stolt af því og ánægð með það,“ segir Dóra Björt. Borgarstjóri ráði ekki öllu Aðspurð um hvort hún hafi gert tilkall til borgarstjórastólsins segir hún eðlilegt að hann hafi lent hjá stærri flokkum í samstarfinu. Rík áhersla hafi í staðin verið lögð á að koma áherslum Pírata inn í meirihlutasáttmálann og að þær myndu endurspeglast í verkefnaskipan. „Við erum auðvitað fjórir flokkar sem stöndum saman að þessum sáttmála og ræðum okkur saman um mál. Þannig náum við sem mestum krafti og tökum upplýsta ákvörðun og sníðum af annmarka í lýðræðislegu samtali. Það er ekki þannig að borgarstjóri ráði öllu. Við erum fjórir flokkar, ætlum að vinna vel saman og stöndum fyrir sameinandi umbótamenningu og samvinnustjórnmál,“ segir Dóra Björt. Tengd skjöl Meirihlutasáttmáli_6PDF8.3MBSækja skjal Reykjavík Píratar Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Borgarlína mikilvægari en borgarstjórastóllinn Dagur B. Eggertsson segir það skipta sig meira máli að tryggja framgang lykilverkefna á borð við Borgarlínu en að vera borgarstjóri. Tilkynnt var í dag að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, myndi taka við borgarstjórastólnum eftir átján mánuði og gegna embættinu meirihluta kjörtímabilsins. 6. júní 2022 19:21 Tímaeyðsla að fara í einhverja störukeppni Oddviti Framsóknar segir samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík svara að öllu leyti þeim kröfum um breytingar sem flokkurinn hafi lagt áherslu á. Hann sé gríðarlega ánægður og sáttur með niðurstöðuna. 6. júní 2022 18:15 Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
„Við erum að segja ekki bara þétting heldur þétting af gríðarlega góðum gæðum, við erum að segja enn meira gagnsæi, enn meira lýðræði og erum með nýtt stafrænt ráðhús sem endurspeglar þær áherslur,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir að loknum blaðamannafundi í dag þar sem nýr borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar var kynntur til leiks. „Við erum að segja að loftslagsmálin eigi að vera leiðarljós í allri ákvarðanatöku og erum að sameina skipulags- og umhverfismálin í eitt ráð til að endurspegla það. Þú getur ekki talað um skipulag og samgöngur án þess að tala um umhverfið og loftslagsmál.“ Dóra Björt segir að nýr meirihluti ætli að taka betur utan um mannréttindamál í nýju sameinuðu mannréttindaráði þar sem ofbeldisvarnarmál og kynjuð jafnréttisfjárlagagerð færist inn. „Ég er mjög spennt fyrir því að vinna að þessum málum. Þetta er mjög Píratalegur sáttmáli og ég er bara stolt af því að standa að þessu og ætla að vinna að þessu næstu fjögur árin.“ Faglegra að taka sér tíma Meirihlutaviðræður flokkanna stóðu yfir í tólf daga sem er lengri tími en víðast hvar annars staðar. Dóra Björt segir það eðlilegt að það taki tíma að fyrir fjóra ólíka flokka að tala sig í gegnum mál. „Það er faglegt, frekar en að koma með einhverjar servíettulausnir þá vildum við bara klára þessi samtöl.“ Mikilvægt sé að vanda til verka og oddvitunum hafi tekist að finna lendingu í málum sem allir geti unað við. Dóra Björt segist vera ánægð með verkaskiptinguna milli flokka og einkum að Píratar fái að vinna að sínum helstu kjarnamálaflokkum með því að leiða umhverfis- og skipulagsráð, öflugra mannréttindaráð og nýtt stafrænt ráð sem nái yfir stafræna þjónustu, gagnsæi og lýðræði. „Ég er mjög spennt fyrir því að við höfum náð mjög mikið af áherslum Pírata inn í þennan sáttmála og við höfum fengið umboð og tækin og tólin til að vinna að þessum málum af miklum krafti á kjörtímabilinu. Svo ég er mjög stolt af því og ánægð með það,“ segir Dóra Björt. Borgarstjóri ráði ekki öllu Aðspurð um hvort hún hafi gert tilkall til borgarstjórastólsins segir hún eðlilegt að hann hafi lent hjá stærri flokkum í samstarfinu. Rík áhersla hafi í staðin verið lögð á að koma áherslum Pírata inn í meirihlutasáttmálann og að þær myndu endurspeglast í verkefnaskipan. „Við erum auðvitað fjórir flokkar sem stöndum saman að þessum sáttmála og ræðum okkur saman um mál. Þannig náum við sem mestum krafti og tökum upplýsta ákvörðun og sníðum af annmarka í lýðræðislegu samtali. Það er ekki þannig að borgarstjóri ráði öllu. Við erum fjórir flokkar, ætlum að vinna vel saman og stöndum fyrir sameinandi umbótamenningu og samvinnustjórnmál,“ segir Dóra Björt. Tengd skjöl Meirihlutasáttmáli_6PDF8.3MBSækja skjal
Reykjavík Píratar Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Borgarlína mikilvægari en borgarstjórastóllinn Dagur B. Eggertsson segir það skipta sig meira máli að tryggja framgang lykilverkefna á borð við Borgarlínu en að vera borgarstjóri. Tilkynnt var í dag að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, myndi taka við borgarstjórastólnum eftir átján mánuði og gegna embættinu meirihluta kjörtímabilsins. 6. júní 2022 19:21 Tímaeyðsla að fara í einhverja störukeppni Oddviti Framsóknar segir samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík svara að öllu leyti þeim kröfum um breytingar sem flokkurinn hafi lagt áherslu á. Hann sé gríðarlega ánægður og sáttur með niðurstöðuna. 6. júní 2022 18:15 Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Borgarlína mikilvægari en borgarstjórastóllinn Dagur B. Eggertsson segir það skipta sig meira máli að tryggja framgang lykilverkefna á borð við Borgarlínu en að vera borgarstjóri. Tilkynnt var í dag að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, myndi taka við borgarstjórastólnum eftir átján mánuði og gegna embættinu meirihluta kjörtímabilsins. 6. júní 2022 19:21
Tímaeyðsla að fara í einhverja störukeppni Oddviti Framsóknar segir samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík svara að öllu leyti þeim kröfum um breytingar sem flokkurinn hafi lagt áherslu á. Hann sé gríðarlega ánægður og sáttur með niðurstöðuna. 6. júní 2022 18:15
Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10