Skrifa undir samning um nýja ratsjárstöð NATO í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júní 2022 09:25 Ratsjárstöðin í Færeyjum. Hún er í 750 metra hæð á Sornfelli um tólf kílómetra norðvestan Þórshafnar. Wikimedia/Erik Christensen, Porkeri Landsstjórn Færeyja og ríkisstjórn Danmerkur hafa náð samkomulagi um uppsetningu nýrrar ratsjárstöðvar NATO á Sornfelli í Færeyjum. Áformað er að utanríkisráðherra Færeyja, Jenis av Rana, og varnarmálaráðherra Danmerkur, Morten Bødskov, undirriti samninginn í Hoyvík næstkomandi fimmtudag í tengslum við fund Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, með leiðtogum Færeyinga og Grænlendinga í Þórshöfn í vikunni. Ratsjármálið hefur verið eldheitt í færeyskum stjórnmálum. Þannig hótuðu forystumenn tveggja stjórnarandstöðuflokka, þeir Høgni Hoydal, formaður Þjóðveldisflokksins, og Bjarni Kárason Petersen, formaður Framsóknar, vantrauststillögu í síðustu viku gegn Jenis av Rana fyrir að bera ratsjármálið ekki undir Lögþing Færeyja. Jenis av Rana hefur látið nægja að hafa utanríkismálanefnd Lögþingsins með í ráðum og sagði Kringvarpi Færeyja að vantraustshótun myndi engu breyta þar um. Ratsjárstöð NATO á Sornfelli var upphaflega reist á árunum upp úr 1960 í tengslum við uppsetningu samskonar stöðva á Íslandi. Samhliða kom danski herinn upp varðstöð í 260 metra hæð í Mjørkadal neðan fjallsins, um tólf kílómetra norðvestur af Þórshöfn, þar sem voru allt að tvöhundruð hermenn þegar mest var. Stöðin varð einnig bitbein í Færeyjum rétt eins og Keflavíkurstöðin á Íslandi. Það var þó áskilið að hermennirnir færu aldrei út úr stöðinni klæddir herbúningum en rekstur hennar var hluti af framlagi Dana til Atlantshafsbandalagsins. Danski herinn rak herstöðina í Mjørkadal. Hún er núna nýtt sem fangelsi.Danski herinn Ný ratsjá var sett upp á Sornfelli árið 1989 um líkt leyti og fjórar slíkar stöðvar risu á Íslandi; á Miðnesheiði, Bolafjalli, Gunnólfsvíkurfjalli og Stokksnesi við Hornafjörð. Danski herinn lokaði hins vegar stöðinni í Færeyjum í árslok 2006, þremur mánuðum eftir að bandaríski herinn fór frá Íslandi. Herskálarnir voru síðar teknir undir fangelsi. Ólíkt því sem gerðist á Íslandi, þar sem rekstri ratsjárstöðvanna var haldið áfram eftir brottför hersins, var slökkt á ratsjánni í Færeyjum. Danski varnarmálasérfræðingurinn Hans Peter Michaelsen sagði í grein í fyrra að við þetta hafi myndast gat í eftirlitskeðju Atlantshafsbandalagsins á Norður-Atlantshafi, sem rússneskar herflugvélar hafi getað komist óséðar í gegnum. Það sé þetta gat sem NATO vilji stoppa upp í með nýrri ratsjá. Danska þjóðþingið samþykkti í febrúar í fyrra að verja 7,5 milljörðum króna til ratsjárstöðvar í Færeyjum, en með þeim fyrirvara að landsstjórn Færeyinga samþykkti áformin. Efnt var til mótmælafundar í miðbæ Þórshafnar í fyrrasumar. Samtímis efndu íslenskir herstöðvaandstæðingar til samstöðumótmæla við færeysku sendiskrifstofuna við Túngötu í Reykjavík. Færeyjar NATO Öryggis- og varnarmál Norðurslóðir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Ratsjármálið hefur verið eldheitt í færeyskum stjórnmálum. Þannig hótuðu forystumenn tveggja stjórnarandstöðuflokka, þeir Høgni Hoydal, formaður Þjóðveldisflokksins, og Bjarni Kárason Petersen, formaður Framsóknar, vantrauststillögu í síðustu viku gegn Jenis av Rana fyrir að bera ratsjármálið ekki undir Lögþing Færeyja. Jenis av Rana hefur látið nægja að hafa utanríkismálanefnd Lögþingsins með í ráðum og sagði Kringvarpi Færeyja að vantraustshótun myndi engu breyta þar um. Ratsjárstöð NATO á Sornfelli var upphaflega reist á árunum upp úr 1960 í tengslum við uppsetningu samskonar stöðva á Íslandi. Samhliða kom danski herinn upp varðstöð í 260 metra hæð í Mjørkadal neðan fjallsins, um tólf kílómetra norðvestur af Þórshöfn, þar sem voru allt að tvöhundruð hermenn þegar mest var. Stöðin varð einnig bitbein í Færeyjum rétt eins og Keflavíkurstöðin á Íslandi. Það var þó áskilið að hermennirnir færu aldrei út úr stöðinni klæddir herbúningum en rekstur hennar var hluti af framlagi Dana til Atlantshafsbandalagsins. Danski herinn rak herstöðina í Mjørkadal. Hún er núna nýtt sem fangelsi.Danski herinn Ný ratsjá var sett upp á Sornfelli árið 1989 um líkt leyti og fjórar slíkar stöðvar risu á Íslandi; á Miðnesheiði, Bolafjalli, Gunnólfsvíkurfjalli og Stokksnesi við Hornafjörð. Danski herinn lokaði hins vegar stöðinni í Færeyjum í árslok 2006, þremur mánuðum eftir að bandaríski herinn fór frá Íslandi. Herskálarnir voru síðar teknir undir fangelsi. Ólíkt því sem gerðist á Íslandi, þar sem rekstri ratsjárstöðvanna var haldið áfram eftir brottför hersins, var slökkt á ratsjánni í Færeyjum. Danski varnarmálasérfræðingurinn Hans Peter Michaelsen sagði í grein í fyrra að við þetta hafi myndast gat í eftirlitskeðju Atlantshafsbandalagsins á Norður-Atlantshafi, sem rússneskar herflugvélar hafi getað komist óséðar í gegnum. Það sé þetta gat sem NATO vilji stoppa upp í með nýrri ratsjá. Danska þjóðþingið samþykkti í febrúar í fyrra að verja 7,5 milljörðum króna til ratsjárstöðvar í Færeyjum, en með þeim fyrirvara að landsstjórn Færeyinga samþykkti áformin. Efnt var til mótmælafundar í miðbæ Þórshafnar í fyrrasumar. Samtímis efndu íslenskir herstöðvaandstæðingar til samstöðumótmæla við færeysku sendiskrifstofuna við Túngötu í Reykjavík.
Færeyjar NATO Öryggis- og varnarmál Norðurslóðir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira