Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2022 20:57 Lögreglan í Hong Kong hefur afskipti af konu sem var á göngu nærri Viktoríugarði í dag. Getty/Louise Delmotte Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins. Hundruð söfnuðust saman í Taipei í Taívan til þess að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar fyrir 33 árum síðan. Á meginlandi Kína hafa yfirvöld bannað jafnvel hinar minnstu tilvitnanir í mótmælin þann 4. júní 1989 og Taívan því eini staðurinn í hinum kínverskumælandi heimi þar sem þeirra má minnast. Mótmælin 1989 voru kæfð niður eftir að Li Peng, forseti alþýðulýðveldisins, lýsti yfir herlögum en mótmælin höfðu staðið yfir í margar vikur. Talið er að allt að mörg þúsund stúdentar hafilátist í átökunum en sú tala hefur aldrei verið staðfest. Aðgerðasinnar sem komu saman í Taipei til að minnast voðaverkanna höfðu látið endurgera minnisvarðann Pillar of Shame, sem búið var að koma fyrir á Frelsistorgi í Taipei þar sem minningarathöfnin fór fram. Minnisvarðinn er um mótmælin á Torgi hins himneska friðar og hafði í tvo áratugi staðið á skólalóð háskóla í Hong Kong. Minnisvarðinn var hins vegar fjarlægður þaðan í desember, án nokkurra haldbærra skýringar, og fjarlægingin því talin enn ein vísbendingin um að kínversk stjórnvöld séu að ná þar auknum áhrifum. Carrie Lam leiðtogi heimastjórnar Hong Kong sagði í vikunni að litið væri á nokkrar samkomur til að minnast mótmælanna á Torgi hins himneska friðar sem ógn við þjóðaröryggi. Vitnaði hún þá í umdeild öryggislög sem innleidd voru í Hong Kong fyrir nokkrum árum og samin voru af yfirvöldum í Kína. Þá var búið að girða af alla innganga að Viktoríugarði, almenningsgarði í hjarta Hong Kong þar sem minningarathöfn um voðaverkin hefur verið haldin árlega, þar til 2020. Þá var búið að segja upp skilti við inngangana þar sem fólk var varað við því að taka þátt í ólöglegum samkomum. Hundruð lögreglumanna, sumir með leitarhunda sér við hlið, voru á vappi um garðinn í dag og stöðvuðu fólk sem þar var á gangi. Minningarathafnir um atburðinn hafa, eins og áður sagði, ekki farið fram í Hong Kong síðan 2019 þegar 180 þúsund söfnuðust saman í Viktoríugarði. Síðan þá hafa yfirvöld borið fyrir sig kórónuveirufaraldurinn þegar þau hafa bannað slíkar fjöldasamkomur. Hong Kong Kína Taívan Tengdar fréttir Minnisvarði um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar fjarlægður í Hong Kong Minningarstytta í Hong Kong um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar var tekin niður í gærkvöldi. 23. desember 2021 09:34 Skipuleggjendur minningarathafnar ákærðir fyrir að ógna þjóðaröryggi Skipuleggjendur minningarathafnar um ódæðisverkin sem framin voru á Torgi hins himneska friðar hafa verið ákærðir fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi Hong Kong. 10. september 2021 16:03 Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. 12. júní 2021 08:08 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Erlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Hundruð söfnuðust saman í Taipei í Taívan til þess að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar fyrir 33 árum síðan. Á meginlandi Kína hafa yfirvöld bannað jafnvel hinar minnstu tilvitnanir í mótmælin þann 4. júní 1989 og Taívan því eini staðurinn í hinum kínverskumælandi heimi þar sem þeirra má minnast. Mótmælin 1989 voru kæfð niður eftir að Li Peng, forseti alþýðulýðveldisins, lýsti yfir herlögum en mótmælin höfðu staðið yfir í margar vikur. Talið er að allt að mörg þúsund stúdentar hafilátist í átökunum en sú tala hefur aldrei verið staðfest. Aðgerðasinnar sem komu saman í Taipei til að minnast voðaverkanna höfðu látið endurgera minnisvarðann Pillar of Shame, sem búið var að koma fyrir á Frelsistorgi í Taipei þar sem minningarathöfnin fór fram. Minnisvarðinn er um mótmælin á Torgi hins himneska friðar og hafði í tvo áratugi staðið á skólalóð háskóla í Hong Kong. Minnisvarðinn var hins vegar fjarlægður þaðan í desember, án nokkurra haldbærra skýringar, og fjarlægingin því talin enn ein vísbendingin um að kínversk stjórnvöld séu að ná þar auknum áhrifum. Carrie Lam leiðtogi heimastjórnar Hong Kong sagði í vikunni að litið væri á nokkrar samkomur til að minnast mótmælanna á Torgi hins himneska friðar sem ógn við þjóðaröryggi. Vitnaði hún þá í umdeild öryggislög sem innleidd voru í Hong Kong fyrir nokkrum árum og samin voru af yfirvöldum í Kína. Þá var búið að girða af alla innganga að Viktoríugarði, almenningsgarði í hjarta Hong Kong þar sem minningarathöfn um voðaverkin hefur verið haldin árlega, þar til 2020. Þá var búið að segja upp skilti við inngangana þar sem fólk var varað við því að taka þátt í ólöglegum samkomum. Hundruð lögreglumanna, sumir með leitarhunda sér við hlið, voru á vappi um garðinn í dag og stöðvuðu fólk sem þar var á gangi. Minningarathafnir um atburðinn hafa, eins og áður sagði, ekki farið fram í Hong Kong síðan 2019 þegar 180 þúsund söfnuðust saman í Viktoríugarði. Síðan þá hafa yfirvöld borið fyrir sig kórónuveirufaraldurinn þegar þau hafa bannað slíkar fjöldasamkomur.
Hong Kong Kína Taívan Tengdar fréttir Minnisvarði um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar fjarlægður í Hong Kong Minningarstytta í Hong Kong um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar var tekin niður í gærkvöldi. 23. desember 2021 09:34 Skipuleggjendur minningarathafnar ákærðir fyrir að ógna þjóðaröryggi Skipuleggjendur minningarathafnar um ódæðisverkin sem framin voru á Torgi hins himneska friðar hafa verið ákærðir fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi Hong Kong. 10. september 2021 16:03 Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. 12. júní 2021 08:08 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Erlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Minnisvarði um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar fjarlægður í Hong Kong Minningarstytta í Hong Kong um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar var tekin niður í gærkvöldi. 23. desember 2021 09:34
Skipuleggjendur minningarathafnar ákærðir fyrir að ógna þjóðaröryggi Skipuleggjendur minningarathafnar um ódæðisverkin sem framin voru á Torgi hins himneska friðar hafa verið ákærðir fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi Hong Kong. 10. september 2021 16:03
Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. 12. júní 2021 08:08