Álag vegna fjarkennslu skuli greitt á hættustundu Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júní 2022 12:26 Fallist var á kröfu FG um fjarkennsluálag en kröfu um yfirvinnugreiðslu vegna tilfærslu á vinnutíma var hafnað Vísir/Vilhelm Félagsdómur felldi á þriðjudag dóm í tvíþættu máli Félags grunnskólakennara gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fallist var á kröfu félagsins um 50 prósent fjarkennsluálag en kröfu um yfirvinnugreiðslu vegna tilfærslu á vinnutíma kennara innan sömu vinnuviku, á tímum hæsta neyðarstigs almannavarna, var hafnað. Fá greitt fyrir aukið álag á hættustundu Félag grunnskólakennara var stefnandi í málinu gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sem var fulltrúi tveggja sveitarfélaga. Í málinu voru reifuð tvö ólík mál. Annars vegar krafa FG um að kjarasamningi væri fylgt og greitt 50 prósent álag fyrir fjarkennslu og hins vegar var deilt um hvort heimilt væri að færa vinnutíma kennara til innan vikulegs vinnutíma án þess að greiða yfirvinnu. Samkvæmt niðurstöðu dómsins eiga kennarar, sem kenndu nemendum í fjarkennslu í nóvember og desember 2020, rétt á að fá greitt 50% álag fyrir hverja kennslustund sem þeir inntu af hendi jafnvel þótt kennslan hafi farið fram þegar hæsta neyðarstig almannavarna var virkjað. Sambandið vísaði til bráðabirgðaákvæðis við lög um almannavarnir um að líta mætti á breytta kennsluhætti sem hluta af borgaralegri skyldu á tímum hæsta neyðarstigs. Dómurinn fellst ekki á þetta og ber atvinnurekanda að greiða fyrir vinnuna samkvæmt ákvæðum kjarasamnings. Breyttar starfsskyldur Hins vegar var deilt um hvort heimilt væri að færa vinnutíma kennara til innan vikulegs vinnutíma án þess að greiða yfirvinnu. FG fór fram á að kennari, sem alla jafna vann fjóra daga í viku en var gert að vinna fimm daga á tímum hæsta neyðarstigs, fengi greidda yfirvinnu fyrir vinnu á „fimmta deginum“. Vinnustundir kennarans voru í heild þær sömu og áður. Félagsdómur mat það svo að gerð hafi verið tímabundin breyting á starfsskyldum kennarans án þess að þær hafi verið auknar. Telur dómurinn breyttar starfsskyldur fá stoð í bráðabirgðaákvæði við lög um almannavarnir og „...skiptir grundvallarmáli að í þessu tilviki var vinnutími kennarans ekki aukinn og fjölgaði vinnustundum ekki frá því sem áður hafði verið ákveðið,“ segir í dómsorðinu. Að mati dómsins sé því ekki hægt að líta svo á kennarinn hafi innt af hendi vinnu umfram vinnuskyldu þannig að réttur skapist til greiðslu yfirvinnu og var kröfu FG um yfirvinnugreiðslu því hafnað. Nánari upplýsingar um dóminn má finna á vefsíðu Kennarasambands Íslands. Kjaramál Dómsmál Skóla - og menntamál Fjarvinna Tengdar fréttir Smitrakning kennara utan vinnu telst ekki til útkalls Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að grunnskólakennarar eigi ekki að fá greitt samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um útkall, fyrir aðstoð sem þeim var gert að veita við smitrakningu utan vinnutíma vegna Covid-19 faraldursins. Greitt verður því samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um hefðbundinn yfirvinnutíma. Aukavinna kennara fólst í því að veita upplýsingar um smitrakningu þegar í ljós kom að smitaður nemandi hafði verið hjá þeim í kennslustund. 19. maí 2022 11:28 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Fá greitt fyrir aukið álag á hættustundu Félag grunnskólakennara var stefnandi í málinu gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sem var fulltrúi tveggja sveitarfélaga. Í málinu voru reifuð tvö ólík mál. Annars vegar krafa FG um að kjarasamningi væri fylgt og greitt 50 prósent álag fyrir fjarkennslu og hins vegar var deilt um hvort heimilt væri að færa vinnutíma kennara til innan vikulegs vinnutíma án þess að greiða yfirvinnu. Samkvæmt niðurstöðu dómsins eiga kennarar, sem kenndu nemendum í fjarkennslu í nóvember og desember 2020, rétt á að fá greitt 50% álag fyrir hverja kennslustund sem þeir inntu af hendi jafnvel þótt kennslan hafi farið fram þegar hæsta neyðarstig almannavarna var virkjað. Sambandið vísaði til bráðabirgðaákvæðis við lög um almannavarnir um að líta mætti á breytta kennsluhætti sem hluta af borgaralegri skyldu á tímum hæsta neyðarstigs. Dómurinn fellst ekki á þetta og ber atvinnurekanda að greiða fyrir vinnuna samkvæmt ákvæðum kjarasamnings. Breyttar starfsskyldur Hins vegar var deilt um hvort heimilt væri að færa vinnutíma kennara til innan vikulegs vinnutíma án þess að greiða yfirvinnu. FG fór fram á að kennari, sem alla jafna vann fjóra daga í viku en var gert að vinna fimm daga á tímum hæsta neyðarstigs, fengi greidda yfirvinnu fyrir vinnu á „fimmta deginum“. Vinnustundir kennarans voru í heild þær sömu og áður. Félagsdómur mat það svo að gerð hafi verið tímabundin breyting á starfsskyldum kennarans án þess að þær hafi verið auknar. Telur dómurinn breyttar starfsskyldur fá stoð í bráðabirgðaákvæði við lög um almannavarnir og „...skiptir grundvallarmáli að í þessu tilviki var vinnutími kennarans ekki aukinn og fjölgaði vinnustundum ekki frá því sem áður hafði verið ákveðið,“ segir í dómsorðinu. Að mati dómsins sé því ekki hægt að líta svo á kennarinn hafi innt af hendi vinnu umfram vinnuskyldu þannig að réttur skapist til greiðslu yfirvinnu og var kröfu FG um yfirvinnugreiðslu því hafnað. Nánari upplýsingar um dóminn má finna á vefsíðu Kennarasambands Íslands.
Kjaramál Dómsmál Skóla - og menntamál Fjarvinna Tengdar fréttir Smitrakning kennara utan vinnu telst ekki til útkalls Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að grunnskólakennarar eigi ekki að fá greitt samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um útkall, fyrir aðstoð sem þeim var gert að veita við smitrakningu utan vinnutíma vegna Covid-19 faraldursins. Greitt verður því samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um hefðbundinn yfirvinnutíma. Aukavinna kennara fólst í því að veita upplýsingar um smitrakningu þegar í ljós kom að smitaður nemandi hafði verið hjá þeim í kennslustund. 19. maí 2022 11:28 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Smitrakning kennara utan vinnu telst ekki til útkalls Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að grunnskólakennarar eigi ekki að fá greitt samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um útkall, fyrir aðstoð sem þeim var gert að veita við smitrakningu utan vinnutíma vegna Covid-19 faraldursins. Greitt verður því samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um hefðbundinn yfirvinnutíma. Aukavinna kennara fólst í því að veita upplýsingar um smitrakningu þegar í ljós kom að smitaður nemandi hafði verið hjá þeim í kennslustund. 19. maí 2022 11:28