Harmar auglýsingavæðingu almannarýmisins Árni Sæberg skrifar 3. júní 2022 22:31 Breka Karlssyni líst ekkert á að enn eitt auglýsingaskiltið verði sett upp við Klambratún. Stöð 2/Sigurjón Íbúa í Hlíðahverfi er ekki skemmt yfir áformum Reykjavíkurborgar um að setja upp auglýsingaskilti við Klambratún en það væri þriðja slíka skiltið á aðeins tvö hundruð metra kafla meðfram túninu. Breki Karlsson, íbúi í Hlíðahverfi í Reykjavík, telur að nauðsynlegt sé að staldra við áður en fleiri auglýsingaskiltum er komið fyrir í borgarlandinu. Breki er einnig formaður Neytendasamtakanna en hann segir samtökin ekki hafa skipt sér af málinu og að hann tali einungis fyrir sjálfan sig. „Persónulega finnst mér þessi auglýsingavæðing almannarýmisins varhugaverð og þessi aukning áreitis, til dæmis á Klambratúni þar sem fólk kemur saman til að eiga notalega frístund, og er síðan neytt til neyslu auglýsinga. Mér finnst þetta skjóta skökku við,“ segir hann í samtali við Vísi. Þá segir hann að uppsetning enn eins skiltisins við Klambratún brjóti gegn ákvæðum samþykktar um auglýsingaskilti í Reykjavík sem mæla fyrir um að skilti séu fólki ekki til ama eða óþæginda og að þau skerði ekki hönnun mannvirkja, hafi neikvæð áhrif á umhverfi eða skerði ásýnd borgarinnar. Þarna sé verið að setja upp þriðja auglýsingaskiltið á tvö hundruð metra kafla meðfram Klambratúni og það sé augljóslega til ama enda sé eðli auglýsingaskilta að fanga athygli fólks, ekki að falla inn í umhverfið. Því megi gera ráð fyrir nokkurri ljósmengun af upplýstu auglýsingaskiltinu. Þá bendir Breki á að ef skilti væru allan hringinn í kringum Klambratún og á umræddum tvö hundruð metra kafla væru þau þrettán talsins. Vanvirðing við hverfisskipulag Um þessar mundir er unnið að hverfisskipulagi fyrir Háteigshverfi en Breki telur að með því að setja upp skilti nú sé verið að reyna að lauma skiltinu umdeilda fram hjá því ferli. „Ef það á að auglýsingavæða Klambratún verður að fjalla um það heildstætt í hverfisskipulagi, en þarna er verið að lauma því fram hjá skipulaginu. Þetta er bara vanvirðing við þetta ferli sem hverfisskipulagið er,“ segir Breki Man ekki eftir stefnumálum um þéttingu auglýsingaskilta Breki skilur ekki þá vegferð sem Reykjavíkurborg er á að vilja fjölga auglýsingaskiltum í bæjarlandinu. „Hvað er borgin að Reykjavíkurborg að gera með að setja upp auglýsingaskilti, hvaða flokkur fór fram með það á stefnuskrá? Ég man ekki til þess að neinn flokkur hafi verið með þéttingu auglýsingaskilta á sinni stefnuskrá,“ segir hann. Hann hvetur alla nýkjörna og nýendurkjörna borgarfulltrúa til að taka til skoðunar að setja fjölgun auglýsingaskilta hömlur. „Hver er að kalla eftir fleiri auglýsingum á Klambratúni?“ spyr Breki. Virkjar íbúa til mótmæla Breki vakti athygli á málinu á Facebook-hópnum Hlíðar - besta hverfið! og hvatti þar íbúa Hlíðanna til að koma óánægju sinni með fyriætlanir borgarinnar á framfæri. „Höfnum því að vera neydd til frekari neyslu auglýsinga í hvert sinn er leið okkar liggur um Klambratún. Leggjumst af þunga gegn uppsetningu enn eins auglýsingaskiltis við Lönguhlíð,“ segir Breki. Almannarýmið það dýrmætasta sem við eigum Bara til að spara einhvern smáaur hjá borginni er verið að auglýsingavæða almannarýmið sem er eitt það dýrmætasta sem við eigum, að fá að ganga um í almannarýminu án þess að verða fyrir stöðugu áreiti auglýsinga. Þetta er bara galið,“ segir Breki að lokum. Reykjavík Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira
Breki Karlsson, íbúi í Hlíðahverfi í Reykjavík, telur að nauðsynlegt sé að staldra við áður en fleiri auglýsingaskiltum er komið fyrir í borgarlandinu. Breki er einnig formaður Neytendasamtakanna en hann segir samtökin ekki hafa skipt sér af málinu og að hann tali einungis fyrir sjálfan sig. „Persónulega finnst mér þessi auglýsingavæðing almannarýmisins varhugaverð og þessi aukning áreitis, til dæmis á Klambratúni þar sem fólk kemur saman til að eiga notalega frístund, og er síðan neytt til neyslu auglýsinga. Mér finnst þetta skjóta skökku við,“ segir hann í samtali við Vísi. Þá segir hann að uppsetning enn eins skiltisins við Klambratún brjóti gegn ákvæðum samþykktar um auglýsingaskilti í Reykjavík sem mæla fyrir um að skilti séu fólki ekki til ama eða óþæginda og að þau skerði ekki hönnun mannvirkja, hafi neikvæð áhrif á umhverfi eða skerði ásýnd borgarinnar. Þarna sé verið að setja upp þriðja auglýsingaskiltið á tvö hundruð metra kafla meðfram Klambratúni og það sé augljóslega til ama enda sé eðli auglýsingaskilta að fanga athygli fólks, ekki að falla inn í umhverfið. Því megi gera ráð fyrir nokkurri ljósmengun af upplýstu auglýsingaskiltinu. Þá bendir Breki á að ef skilti væru allan hringinn í kringum Klambratún og á umræddum tvö hundruð metra kafla væru þau þrettán talsins. Vanvirðing við hverfisskipulag Um þessar mundir er unnið að hverfisskipulagi fyrir Háteigshverfi en Breki telur að með því að setja upp skilti nú sé verið að reyna að lauma skiltinu umdeilda fram hjá því ferli. „Ef það á að auglýsingavæða Klambratún verður að fjalla um það heildstætt í hverfisskipulagi, en þarna er verið að lauma því fram hjá skipulaginu. Þetta er bara vanvirðing við þetta ferli sem hverfisskipulagið er,“ segir Breki Man ekki eftir stefnumálum um þéttingu auglýsingaskilta Breki skilur ekki þá vegferð sem Reykjavíkurborg er á að vilja fjölga auglýsingaskiltum í bæjarlandinu. „Hvað er borgin að Reykjavíkurborg að gera með að setja upp auglýsingaskilti, hvaða flokkur fór fram með það á stefnuskrá? Ég man ekki til þess að neinn flokkur hafi verið með þéttingu auglýsingaskilta á sinni stefnuskrá,“ segir hann. Hann hvetur alla nýkjörna og nýendurkjörna borgarfulltrúa til að taka til skoðunar að setja fjölgun auglýsingaskilta hömlur. „Hver er að kalla eftir fleiri auglýsingum á Klambratúni?“ spyr Breki. Virkjar íbúa til mótmæla Breki vakti athygli á málinu á Facebook-hópnum Hlíðar - besta hverfið! og hvatti þar íbúa Hlíðanna til að koma óánægju sinni með fyriætlanir borgarinnar á framfæri. „Höfnum því að vera neydd til frekari neyslu auglýsinga í hvert sinn er leið okkar liggur um Klambratún. Leggjumst af þunga gegn uppsetningu enn eins auglýsingaskiltis við Lönguhlíð,“ segir Breki. Almannarýmið það dýrmætasta sem við eigum Bara til að spara einhvern smáaur hjá borginni er verið að auglýsingavæða almannarýmið sem er eitt það dýrmætasta sem við eigum, að fá að ganga um í almannarýminu án þess að verða fyrir stöðugu áreiti auglýsinga. Þetta er bara galið,“ segir Breki að lokum.
Reykjavík Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira