Harmar auglýsingavæðingu almannarýmisins Árni Sæberg skrifar 3. júní 2022 22:31 Breka Karlssyni líst ekkert á að enn eitt auglýsingaskiltið verði sett upp við Klambratún. Stöð 2/Sigurjón Íbúa í Hlíðahverfi er ekki skemmt yfir áformum Reykjavíkurborgar um að setja upp auglýsingaskilti við Klambratún en það væri þriðja slíka skiltið á aðeins tvö hundruð metra kafla meðfram túninu. Breki Karlsson, íbúi í Hlíðahverfi í Reykjavík, telur að nauðsynlegt sé að staldra við áður en fleiri auglýsingaskiltum er komið fyrir í borgarlandinu. Breki er einnig formaður Neytendasamtakanna en hann segir samtökin ekki hafa skipt sér af málinu og að hann tali einungis fyrir sjálfan sig. „Persónulega finnst mér þessi auglýsingavæðing almannarýmisins varhugaverð og þessi aukning áreitis, til dæmis á Klambratúni þar sem fólk kemur saman til að eiga notalega frístund, og er síðan neytt til neyslu auglýsinga. Mér finnst þetta skjóta skökku við,“ segir hann í samtali við Vísi. Þá segir hann að uppsetning enn eins skiltisins við Klambratún brjóti gegn ákvæðum samþykktar um auglýsingaskilti í Reykjavík sem mæla fyrir um að skilti séu fólki ekki til ama eða óþæginda og að þau skerði ekki hönnun mannvirkja, hafi neikvæð áhrif á umhverfi eða skerði ásýnd borgarinnar. Þarna sé verið að setja upp þriðja auglýsingaskiltið á tvö hundruð metra kafla meðfram Klambratúni og það sé augljóslega til ama enda sé eðli auglýsingaskilta að fanga athygli fólks, ekki að falla inn í umhverfið. Því megi gera ráð fyrir nokkurri ljósmengun af upplýstu auglýsingaskiltinu. Þá bendir Breki á að ef skilti væru allan hringinn í kringum Klambratún og á umræddum tvö hundruð metra kafla væru þau þrettán talsins. Vanvirðing við hverfisskipulag Um þessar mundir er unnið að hverfisskipulagi fyrir Háteigshverfi en Breki telur að með því að setja upp skilti nú sé verið að reyna að lauma skiltinu umdeilda fram hjá því ferli. „Ef það á að auglýsingavæða Klambratún verður að fjalla um það heildstætt í hverfisskipulagi, en þarna er verið að lauma því fram hjá skipulaginu. Þetta er bara vanvirðing við þetta ferli sem hverfisskipulagið er,“ segir Breki Man ekki eftir stefnumálum um þéttingu auglýsingaskilta Breki skilur ekki þá vegferð sem Reykjavíkurborg er á að vilja fjölga auglýsingaskiltum í bæjarlandinu. „Hvað er borgin að Reykjavíkurborg að gera með að setja upp auglýsingaskilti, hvaða flokkur fór fram með það á stefnuskrá? Ég man ekki til þess að neinn flokkur hafi verið með þéttingu auglýsingaskilta á sinni stefnuskrá,“ segir hann. Hann hvetur alla nýkjörna og nýendurkjörna borgarfulltrúa til að taka til skoðunar að setja fjölgun auglýsingaskilta hömlur. „Hver er að kalla eftir fleiri auglýsingum á Klambratúni?“ spyr Breki. Virkjar íbúa til mótmæla Breki vakti athygli á málinu á Facebook-hópnum Hlíðar - besta hverfið! og hvatti þar íbúa Hlíðanna til að koma óánægju sinni með fyriætlanir borgarinnar á framfæri. „Höfnum því að vera neydd til frekari neyslu auglýsinga í hvert sinn er leið okkar liggur um Klambratún. Leggjumst af þunga gegn uppsetningu enn eins auglýsingaskiltis við Lönguhlíð,“ segir Breki. Almannarýmið það dýrmætasta sem við eigum Bara til að spara einhvern smáaur hjá borginni er verið að auglýsingavæða almannarýmið sem er eitt það dýrmætasta sem við eigum, að fá að ganga um í almannarýminu án þess að verða fyrir stöðugu áreiti auglýsinga. Þetta er bara galið,“ segir Breki að lokum. Reykjavík Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Breki Karlsson, íbúi í Hlíðahverfi í Reykjavík, telur að nauðsynlegt sé að staldra við áður en fleiri auglýsingaskiltum er komið fyrir í borgarlandinu. Breki er einnig formaður Neytendasamtakanna en hann segir samtökin ekki hafa skipt sér af málinu og að hann tali einungis fyrir sjálfan sig. „Persónulega finnst mér þessi auglýsingavæðing almannarýmisins varhugaverð og þessi aukning áreitis, til dæmis á Klambratúni þar sem fólk kemur saman til að eiga notalega frístund, og er síðan neytt til neyslu auglýsinga. Mér finnst þetta skjóta skökku við,“ segir hann í samtali við Vísi. Þá segir hann að uppsetning enn eins skiltisins við Klambratún brjóti gegn ákvæðum samþykktar um auglýsingaskilti í Reykjavík sem mæla fyrir um að skilti séu fólki ekki til ama eða óþæginda og að þau skerði ekki hönnun mannvirkja, hafi neikvæð áhrif á umhverfi eða skerði ásýnd borgarinnar. Þarna sé verið að setja upp þriðja auglýsingaskiltið á tvö hundruð metra kafla meðfram Klambratúni og það sé augljóslega til ama enda sé eðli auglýsingaskilta að fanga athygli fólks, ekki að falla inn í umhverfið. Því megi gera ráð fyrir nokkurri ljósmengun af upplýstu auglýsingaskiltinu. Þá bendir Breki á að ef skilti væru allan hringinn í kringum Klambratún og á umræddum tvö hundruð metra kafla væru þau þrettán talsins. Vanvirðing við hverfisskipulag Um þessar mundir er unnið að hverfisskipulagi fyrir Háteigshverfi en Breki telur að með því að setja upp skilti nú sé verið að reyna að lauma skiltinu umdeilda fram hjá því ferli. „Ef það á að auglýsingavæða Klambratún verður að fjalla um það heildstætt í hverfisskipulagi, en þarna er verið að lauma því fram hjá skipulaginu. Þetta er bara vanvirðing við þetta ferli sem hverfisskipulagið er,“ segir Breki Man ekki eftir stefnumálum um þéttingu auglýsingaskilta Breki skilur ekki þá vegferð sem Reykjavíkurborg er á að vilja fjölga auglýsingaskiltum í bæjarlandinu. „Hvað er borgin að Reykjavíkurborg að gera með að setja upp auglýsingaskilti, hvaða flokkur fór fram með það á stefnuskrá? Ég man ekki til þess að neinn flokkur hafi verið með þéttingu auglýsingaskilta á sinni stefnuskrá,“ segir hann. Hann hvetur alla nýkjörna og nýendurkjörna borgarfulltrúa til að taka til skoðunar að setja fjölgun auglýsingaskilta hömlur. „Hver er að kalla eftir fleiri auglýsingum á Klambratúni?“ spyr Breki. Virkjar íbúa til mótmæla Breki vakti athygli á málinu á Facebook-hópnum Hlíðar - besta hverfið! og hvatti þar íbúa Hlíðanna til að koma óánægju sinni með fyriætlanir borgarinnar á framfæri. „Höfnum því að vera neydd til frekari neyslu auglýsinga í hvert sinn er leið okkar liggur um Klambratún. Leggjumst af þunga gegn uppsetningu enn eins auglýsingaskiltis við Lönguhlíð,“ segir Breki. Almannarýmið það dýrmætasta sem við eigum Bara til að spara einhvern smáaur hjá borginni er verið að auglýsingavæða almannarýmið sem er eitt það dýrmætasta sem við eigum, að fá að ganga um í almannarýminu án þess að verða fyrir stöðugu áreiti auglýsinga. Þetta er bara galið,“ segir Breki að lokum.
Reykjavík Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent