Hlær að kenningum um að hann sé að refsa Lilju Óttar Kolbeinsson Proppé og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 3. júní 2022 13:20 Lilja og Bjarni hafa síðustu daga tekist á um frumvarp Lilju um kvikmyndastyrki og hvort það sé vanfjármagnað eða ekki. vísir/vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra þvertekur fyrir að hann sé að refsa Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir gagnrýni sína á Íslandsbankamálið. Hann segir málið vera storm í vatnsglasi. Undanfarna daga hafa ráðherrarnir tekist á vegna frumvarps Lilju um hækkun á endurgreiðsluhlutfall til kvikmyndagerðar. Eftir að það var lagt fram steig fjármálaráðuneytið fram og gagnrýndi það. Það væri ófjármagnað og ekki gert ráð fyrir því í fjárlögum. Þessu svaraði Lilja fullum hálsi í fjölmiðlum í gær en þrátt fyrir það var málið ekki rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Nei, nei, og þetta er í mínum huga stormur í vatnsglasi,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, eftir ríkisstjórnarfund í morgun. „Þetta er mjög einfalt tæknilegt mál í sjálfu sér. Spurningin er bara þessi; hvort hafi verið lagt fullnægjandi mat á fjárhagsleg áhrif frumvarpsins og við töldum að það hefði ekki verið gert. Ef það er misskilningur hjá fjármálaráðuneytinu þá eru allar fjárheimildir til staðar og þá þarf enginn að hafa áhyggjur,“ segir Bjarni. Eðlilegt að takast á Hann telur ráðuneytið gera allt rétt með því að benda á að frumvarpið sé ekki fjármagnað. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fjármálaráðherranum er haldið til ábyrgðar fyrir það að benda á staðreyndir en það er það eina sem við erum að gera,“ segir hann. Lilja sagði í gær að samið hefði verið um málið í ríkisstjórnarsáttmála og það væru mistök ráðuneytisins ef það hefði ekki gert ráð fyrir styrkjunum í fjárlögum. Spurður hvort það ríkti þá sátt á milli ráðherranna sagði Bjarni: „Heyrðu, við erum hérna í ríkisstjórn saman, við erum að leysa úr alls konar hlutum á hverjum degi og eigum ágætis samstarf.“ Því hefur verið velt upp í fjölmiðlum, bæði í Tíufréttum RÚV í gær og í Fréttablaðinu í morgun hvort Bjarni væri hér að refsa Lilju fyrir gagnrýni sína á söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr á árinu. Spurður hvort eitthvað sé til í þessu fer Bjarni að hlæja: „Það er náttúrulega fáránleg kenning og væntanlega fleytt inn í umræðuna til að koma illu til leiðar og er algjörlega út í hött.“ Málið hafi ekki neikvæð áhrif á samstarfið Lilja segir sjálf að það sé eðlilegt að þau Bjarni takist á um þau mál sem skiptu þau máli. „Og þessi umsögn [fjármálaráðuneytisins] er það vanreifuð að ég taldi að það væri mikilvægt að bregðast við henni. Og það höfum við gert; ég fór ásamt mínu starfsfólki á fund atvinnuveganefndar og fór yfir þau hagrænu áhrif sem kvikmyndageirinn hefur á Íslandi,“ segir Lilja. Hefur það ekki neikvæð áhrif á samstarfið ef þið takist svona opinberlega á um mál sem þið virðist ekki nálægt því að vera sammála um? „Það gerist alls staðar að fólk er að takast á og svo kemst fólk að einhverri lausn. Það höfum við iðulega gert. Ég held að þetta sé sjötta árið þar sem við erum saman í ríkisstjórn?“ Þannig þú heldur ekki að þetta hafi neikvæð áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið? „Nei.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
Undanfarna daga hafa ráðherrarnir tekist á vegna frumvarps Lilju um hækkun á endurgreiðsluhlutfall til kvikmyndagerðar. Eftir að það var lagt fram steig fjármálaráðuneytið fram og gagnrýndi það. Það væri ófjármagnað og ekki gert ráð fyrir því í fjárlögum. Þessu svaraði Lilja fullum hálsi í fjölmiðlum í gær en þrátt fyrir það var málið ekki rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Nei, nei, og þetta er í mínum huga stormur í vatnsglasi,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, eftir ríkisstjórnarfund í morgun. „Þetta er mjög einfalt tæknilegt mál í sjálfu sér. Spurningin er bara þessi; hvort hafi verið lagt fullnægjandi mat á fjárhagsleg áhrif frumvarpsins og við töldum að það hefði ekki verið gert. Ef það er misskilningur hjá fjármálaráðuneytinu þá eru allar fjárheimildir til staðar og þá þarf enginn að hafa áhyggjur,“ segir Bjarni. Eðlilegt að takast á Hann telur ráðuneytið gera allt rétt með því að benda á að frumvarpið sé ekki fjármagnað. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fjármálaráðherranum er haldið til ábyrgðar fyrir það að benda á staðreyndir en það er það eina sem við erum að gera,“ segir hann. Lilja sagði í gær að samið hefði verið um málið í ríkisstjórnarsáttmála og það væru mistök ráðuneytisins ef það hefði ekki gert ráð fyrir styrkjunum í fjárlögum. Spurður hvort það ríkti þá sátt á milli ráðherranna sagði Bjarni: „Heyrðu, við erum hérna í ríkisstjórn saman, við erum að leysa úr alls konar hlutum á hverjum degi og eigum ágætis samstarf.“ Því hefur verið velt upp í fjölmiðlum, bæði í Tíufréttum RÚV í gær og í Fréttablaðinu í morgun hvort Bjarni væri hér að refsa Lilju fyrir gagnrýni sína á söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr á árinu. Spurður hvort eitthvað sé til í þessu fer Bjarni að hlæja: „Það er náttúrulega fáránleg kenning og væntanlega fleytt inn í umræðuna til að koma illu til leiðar og er algjörlega út í hött.“ Málið hafi ekki neikvæð áhrif á samstarfið Lilja segir sjálf að það sé eðlilegt að þau Bjarni takist á um þau mál sem skiptu þau máli. „Og þessi umsögn [fjármálaráðuneytisins] er það vanreifuð að ég taldi að það væri mikilvægt að bregðast við henni. Og það höfum við gert; ég fór ásamt mínu starfsfólki á fund atvinnuveganefndar og fór yfir þau hagrænu áhrif sem kvikmyndageirinn hefur á Íslandi,“ segir Lilja. Hefur það ekki neikvæð áhrif á samstarfið ef þið takist svona opinberlega á um mál sem þið virðist ekki nálægt því að vera sammála um? „Það gerist alls staðar að fólk er að takast á og svo kemst fólk að einhverri lausn. Það höfum við iðulega gert. Ég held að þetta sé sjötta árið þar sem við erum saman í ríkisstjórn?“ Þannig þú heldur ekki að þetta hafi neikvæð áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið? „Nei.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira