Hugmynd um að lækka laun Flosi Eiríksson skrifar 3. júní 2022 07:31 Sigmar Vilhjálmsson setti fram á dögunum eina hugmynd í viðbót um hvernig hægt er að lækka laun hjá fólki í ferðaþjónustu og veitingageiranum. Það að slíkar hugmyndir séu upp hjá forsvarsmönnum Atvinnufjelagsins á kannski ekki að koma á óvart þeir hafa a áður kynnt hugmyndir um að skerða veikindarétt vinnandi fólks og auka heimildir atvinnurekenda til að lögsækja starfsmenn og gera þá bótaskylda ef þeir hætta í vinnu. En kíkjum aðeins á nýjustu hugmynd Sigmars og umhverfið á Íslandi. Barátta verkalýðshreyfingarinnar í marga áratugi hefur snúist um að gera fólki kleift að lifa mannsæmandi lífi á dagvinnulaunum. Það hefur verið nokkuð breytt samkomulag í samfélaginu að reyna að stytta vinnudaginn og auka þann tíma sem fólk getur t.d. varið með fjölskyldu eða til að sinna sínum hugðarefnum. Stór skref í þessu hafa verið að afnema það að vinna á laugardögum, stytta vinnudaginn, leggja niður eftirvinnutaxta svo fátt sé nefnt. Samfélagið og stofnanir þess eins og skólar og leikskólar eru almennt miðaðar við þessa þjóðfélagsgerð. Um leið hefur öllum verið ljóst að sum starfsemi og störf er ekki eingöngu hægt að vinna á dagvinnutíma. Sjúkrahús eru augljósasta dæmið en auðvitað margvíslegt þjónusta önnur, eins og til dæmis veitingahús. Því hefur verið samið um það að þeir sem þurfa að vinna til að halda uppi þjónustu við okkur hin, utan dagvinnumarka, fái greitt fyrir það, ýmist í formi yfirvinnu eða með sérstökum vaktaálögum. Rannsóknir sína líka að langvarandi vaktavinna er óholl og getur leitt af sér heilsufarsvandamál og styttri lífslíkur. Fyrir þetta er líka verið að greiða með hærra kaupi. Með vaktaálögum er verið að hvetja eða þvinga atvinnurekendur til að haga skipulagi þannig að megnið af vinnunni fari fram á daginn og það sé dýrara að vinna á kvöldin og nóttunni. Nú kemur Sigmar fram með þá nýstárlegu hugmynd að það sé ósanngjarnt gagnvart þeim sem ,,ekki getið unnið á kvöldin“ að þeir fái engin vaktaálög. Og til þess að gæta ,,sanngirni“ eigi að jafna öll kjör niður á við. Að fyrstu 8 tímarnir á vakt séu alltaf dagvinna – þó þeir væru frá 4 síðdegis til miðnættis! Í reynd kæmi þetta út að svo til enginn starfsmaður á nokkru veitingahúsi eða í ferðaþjónustu fengi greidda yfirvinnu eða vaktaálag – þau væru alltaf í ,,dagvinnunni“. Kjarasamningar við ríki og sveitarfélög, sem reka svo til allar sjúkra- og öldrunarstofnanir, eru byggðir upp til að tryggja þjónustu meira og minna allan sólarhringinn og kjörin eru í samræmi við það. Nú er ekki ljóst hvort Sigmar er að tala um að breyta þeim líka, eða hvort hugmyndin er að búa til réttindalítinn láglaunahóp í ferðaþjónustunni sem er meira og minna alltaf í ,,dagvinnu“ á hvaða tíma sólarhringsins sem er. Það er svo óvenjuleg þvæla að halda því fram að með því að lækka laun þeirra sem vinna á vöktum þá sé verið að ,,jafna stöðu launamanna innan sama fyrirtækis“. Það er sjálfsagt að ræða fyrirkomulag kjarasamninga og innihald, en það er nú eiginlega lágmark að það sé gert af einhverri þekkingu og standist einhverja skoðun. Nú eru dagvinnumörk í kjarasamningum frá kl. 8:00 – 17:00 , en hann vil færa þessi mörk í 08:00 til 24:00 ef ég skil hann rétt. Kíkjum á staðreyndir. Sérþjálfaður starfsmaður á veitingahúsi í fullu starfi (172 tímar) í launaflokki 6, sem vinnur eingöngu dagvinnu er með 372,762 kr. í mánaðarlaun eða 2.167,22 kr. á tímann. Ef hann vinnur eingöngu á kvöldin, frá 16:30 til 24:00 – bættist 33% álag á unnar stundir. Mánaðarlaunin eru þá 506.480 kr. eða 2.944,65 á tímann. Hvað telur Sigmar að sanngjarnt sé að lækka tímakaupið á kvöldin mikið til að hækka dagvinnuna og hvaða ,,meðalkaup“ er hann með í huga? Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hugmynd í kjarasamninga: Fyrstu átta tímar á vakt á dagvinnu Jafnræði er mikilvægt meðal launamanna á Íslandi og ekki síður fyrir fyrirtækin í landinu. Hlutastarfsmenn í mörgum fyrirtækjum eru oft að fá hærri laun fyrir færri tíma vegna 33% álags á kvöldin og 45% álags um helgar. 1. júní 2022 15:01 Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Sjá meira
Sigmar Vilhjálmsson setti fram á dögunum eina hugmynd í viðbót um hvernig hægt er að lækka laun hjá fólki í ferðaþjónustu og veitingageiranum. Það að slíkar hugmyndir séu upp hjá forsvarsmönnum Atvinnufjelagsins á kannski ekki að koma á óvart þeir hafa a áður kynnt hugmyndir um að skerða veikindarétt vinnandi fólks og auka heimildir atvinnurekenda til að lögsækja starfsmenn og gera þá bótaskylda ef þeir hætta í vinnu. En kíkjum aðeins á nýjustu hugmynd Sigmars og umhverfið á Íslandi. Barátta verkalýðshreyfingarinnar í marga áratugi hefur snúist um að gera fólki kleift að lifa mannsæmandi lífi á dagvinnulaunum. Það hefur verið nokkuð breytt samkomulag í samfélaginu að reyna að stytta vinnudaginn og auka þann tíma sem fólk getur t.d. varið með fjölskyldu eða til að sinna sínum hugðarefnum. Stór skref í þessu hafa verið að afnema það að vinna á laugardögum, stytta vinnudaginn, leggja niður eftirvinnutaxta svo fátt sé nefnt. Samfélagið og stofnanir þess eins og skólar og leikskólar eru almennt miðaðar við þessa þjóðfélagsgerð. Um leið hefur öllum verið ljóst að sum starfsemi og störf er ekki eingöngu hægt að vinna á dagvinnutíma. Sjúkrahús eru augljósasta dæmið en auðvitað margvíslegt þjónusta önnur, eins og til dæmis veitingahús. Því hefur verið samið um það að þeir sem þurfa að vinna til að halda uppi þjónustu við okkur hin, utan dagvinnumarka, fái greitt fyrir það, ýmist í formi yfirvinnu eða með sérstökum vaktaálögum. Rannsóknir sína líka að langvarandi vaktavinna er óholl og getur leitt af sér heilsufarsvandamál og styttri lífslíkur. Fyrir þetta er líka verið að greiða með hærra kaupi. Með vaktaálögum er verið að hvetja eða þvinga atvinnurekendur til að haga skipulagi þannig að megnið af vinnunni fari fram á daginn og það sé dýrara að vinna á kvöldin og nóttunni. Nú kemur Sigmar fram með þá nýstárlegu hugmynd að það sé ósanngjarnt gagnvart þeim sem ,,ekki getið unnið á kvöldin“ að þeir fái engin vaktaálög. Og til þess að gæta ,,sanngirni“ eigi að jafna öll kjör niður á við. Að fyrstu 8 tímarnir á vakt séu alltaf dagvinna – þó þeir væru frá 4 síðdegis til miðnættis! Í reynd kæmi þetta út að svo til enginn starfsmaður á nokkru veitingahúsi eða í ferðaþjónustu fengi greidda yfirvinnu eða vaktaálag – þau væru alltaf í ,,dagvinnunni“. Kjarasamningar við ríki og sveitarfélög, sem reka svo til allar sjúkra- og öldrunarstofnanir, eru byggðir upp til að tryggja þjónustu meira og minna allan sólarhringinn og kjörin eru í samræmi við það. Nú er ekki ljóst hvort Sigmar er að tala um að breyta þeim líka, eða hvort hugmyndin er að búa til réttindalítinn láglaunahóp í ferðaþjónustunni sem er meira og minna alltaf í ,,dagvinnu“ á hvaða tíma sólarhringsins sem er. Það er svo óvenjuleg þvæla að halda því fram að með því að lækka laun þeirra sem vinna á vöktum þá sé verið að ,,jafna stöðu launamanna innan sama fyrirtækis“. Það er sjálfsagt að ræða fyrirkomulag kjarasamninga og innihald, en það er nú eiginlega lágmark að það sé gert af einhverri þekkingu og standist einhverja skoðun. Nú eru dagvinnumörk í kjarasamningum frá kl. 8:00 – 17:00 , en hann vil færa þessi mörk í 08:00 til 24:00 ef ég skil hann rétt. Kíkjum á staðreyndir. Sérþjálfaður starfsmaður á veitingahúsi í fullu starfi (172 tímar) í launaflokki 6, sem vinnur eingöngu dagvinnu er með 372,762 kr. í mánaðarlaun eða 2.167,22 kr. á tímann. Ef hann vinnur eingöngu á kvöldin, frá 16:30 til 24:00 – bættist 33% álag á unnar stundir. Mánaðarlaunin eru þá 506.480 kr. eða 2.944,65 á tímann. Hvað telur Sigmar að sanngjarnt sé að lækka tímakaupið á kvöldin mikið til að hækka dagvinnuna og hvaða ,,meðalkaup“ er hann með í huga? Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Hugmynd í kjarasamninga: Fyrstu átta tímar á vakt á dagvinnu Jafnræði er mikilvægt meðal launamanna á Íslandi og ekki síður fyrir fyrirtækin í landinu. Hlutastarfsmenn í mörgum fyrirtækjum eru oft að fá hærri laun fyrir færri tíma vegna 33% álags á kvöldin og 45% álags um helgar. 1. júní 2022 15:01
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun