Hugmynd um að lækka laun Flosi Eiríksson skrifar 3. júní 2022 07:31 Sigmar Vilhjálmsson setti fram á dögunum eina hugmynd í viðbót um hvernig hægt er að lækka laun hjá fólki í ferðaþjónustu og veitingageiranum. Það að slíkar hugmyndir séu upp hjá forsvarsmönnum Atvinnufjelagsins á kannski ekki að koma á óvart þeir hafa a áður kynnt hugmyndir um að skerða veikindarétt vinnandi fólks og auka heimildir atvinnurekenda til að lögsækja starfsmenn og gera þá bótaskylda ef þeir hætta í vinnu. En kíkjum aðeins á nýjustu hugmynd Sigmars og umhverfið á Íslandi. Barátta verkalýðshreyfingarinnar í marga áratugi hefur snúist um að gera fólki kleift að lifa mannsæmandi lífi á dagvinnulaunum. Það hefur verið nokkuð breytt samkomulag í samfélaginu að reyna að stytta vinnudaginn og auka þann tíma sem fólk getur t.d. varið með fjölskyldu eða til að sinna sínum hugðarefnum. Stór skref í þessu hafa verið að afnema það að vinna á laugardögum, stytta vinnudaginn, leggja niður eftirvinnutaxta svo fátt sé nefnt. Samfélagið og stofnanir þess eins og skólar og leikskólar eru almennt miðaðar við þessa þjóðfélagsgerð. Um leið hefur öllum verið ljóst að sum starfsemi og störf er ekki eingöngu hægt að vinna á dagvinnutíma. Sjúkrahús eru augljósasta dæmið en auðvitað margvíslegt þjónusta önnur, eins og til dæmis veitingahús. Því hefur verið samið um það að þeir sem þurfa að vinna til að halda uppi þjónustu við okkur hin, utan dagvinnumarka, fái greitt fyrir það, ýmist í formi yfirvinnu eða með sérstökum vaktaálögum. Rannsóknir sína líka að langvarandi vaktavinna er óholl og getur leitt af sér heilsufarsvandamál og styttri lífslíkur. Fyrir þetta er líka verið að greiða með hærra kaupi. Með vaktaálögum er verið að hvetja eða þvinga atvinnurekendur til að haga skipulagi þannig að megnið af vinnunni fari fram á daginn og það sé dýrara að vinna á kvöldin og nóttunni. Nú kemur Sigmar fram með þá nýstárlegu hugmynd að það sé ósanngjarnt gagnvart þeim sem ,,ekki getið unnið á kvöldin“ að þeir fái engin vaktaálög. Og til þess að gæta ,,sanngirni“ eigi að jafna öll kjör niður á við. Að fyrstu 8 tímarnir á vakt séu alltaf dagvinna – þó þeir væru frá 4 síðdegis til miðnættis! Í reynd kæmi þetta út að svo til enginn starfsmaður á nokkru veitingahúsi eða í ferðaþjónustu fengi greidda yfirvinnu eða vaktaálag – þau væru alltaf í ,,dagvinnunni“. Kjarasamningar við ríki og sveitarfélög, sem reka svo til allar sjúkra- og öldrunarstofnanir, eru byggðir upp til að tryggja þjónustu meira og minna allan sólarhringinn og kjörin eru í samræmi við það. Nú er ekki ljóst hvort Sigmar er að tala um að breyta þeim líka, eða hvort hugmyndin er að búa til réttindalítinn láglaunahóp í ferðaþjónustunni sem er meira og minna alltaf í ,,dagvinnu“ á hvaða tíma sólarhringsins sem er. Það er svo óvenjuleg þvæla að halda því fram að með því að lækka laun þeirra sem vinna á vöktum þá sé verið að ,,jafna stöðu launamanna innan sama fyrirtækis“. Það er sjálfsagt að ræða fyrirkomulag kjarasamninga og innihald, en það er nú eiginlega lágmark að það sé gert af einhverri þekkingu og standist einhverja skoðun. Nú eru dagvinnumörk í kjarasamningum frá kl. 8:00 – 17:00 , en hann vil færa þessi mörk í 08:00 til 24:00 ef ég skil hann rétt. Kíkjum á staðreyndir. Sérþjálfaður starfsmaður á veitingahúsi í fullu starfi (172 tímar) í launaflokki 6, sem vinnur eingöngu dagvinnu er með 372,762 kr. í mánaðarlaun eða 2.167,22 kr. á tímann. Ef hann vinnur eingöngu á kvöldin, frá 16:30 til 24:00 – bættist 33% álag á unnar stundir. Mánaðarlaunin eru þá 506.480 kr. eða 2.944,65 á tímann. Hvað telur Sigmar að sanngjarnt sé að lækka tímakaupið á kvöldin mikið til að hækka dagvinnuna og hvaða ,,meðalkaup“ er hann með í huga? Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hugmynd í kjarasamninga: Fyrstu átta tímar á vakt á dagvinnu Jafnræði er mikilvægt meðal launamanna á Íslandi og ekki síður fyrir fyrirtækin í landinu. Hlutastarfsmenn í mörgum fyrirtækjum eru oft að fá hærri laun fyrir færri tíma vegna 33% álags á kvöldin og 45% álags um helgar. 1. júní 2022 15:01 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Sjá meira
Sigmar Vilhjálmsson setti fram á dögunum eina hugmynd í viðbót um hvernig hægt er að lækka laun hjá fólki í ferðaþjónustu og veitingageiranum. Það að slíkar hugmyndir séu upp hjá forsvarsmönnum Atvinnufjelagsins á kannski ekki að koma á óvart þeir hafa a áður kynnt hugmyndir um að skerða veikindarétt vinnandi fólks og auka heimildir atvinnurekenda til að lögsækja starfsmenn og gera þá bótaskylda ef þeir hætta í vinnu. En kíkjum aðeins á nýjustu hugmynd Sigmars og umhverfið á Íslandi. Barátta verkalýðshreyfingarinnar í marga áratugi hefur snúist um að gera fólki kleift að lifa mannsæmandi lífi á dagvinnulaunum. Það hefur verið nokkuð breytt samkomulag í samfélaginu að reyna að stytta vinnudaginn og auka þann tíma sem fólk getur t.d. varið með fjölskyldu eða til að sinna sínum hugðarefnum. Stór skref í þessu hafa verið að afnema það að vinna á laugardögum, stytta vinnudaginn, leggja niður eftirvinnutaxta svo fátt sé nefnt. Samfélagið og stofnanir þess eins og skólar og leikskólar eru almennt miðaðar við þessa þjóðfélagsgerð. Um leið hefur öllum verið ljóst að sum starfsemi og störf er ekki eingöngu hægt að vinna á dagvinnutíma. Sjúkrahús eru augljósasta dæmið en auðvitað margvíslegt þjónusta önnur, eins og til dæmis veitingahús. Því hefur verið samið um það að þeir sem þurfa að vinna til að halda uppi þjónustu við okkur hin, utan dagvinnumarka, fái greitt fyrir það, ýmist í formi yfirvinnu eða með sérstökum vaktaálögum. Rannsóknir sína líka að langvarandi vaktavinna er óholl og getur leitt af sér heilsufarsvandamál og styttri lífslíkur. Fyrir þetta er líka verið að greiða með hærra kaupi. Með vaktaálögum er verið að hvetja eða þvinga atvinnurekendur til að haga skipulagi þannig að megnið af vinnunni fari fram á daginn og það sé dýrara að vinna á kvöldin og nóttunni. Nú kemur Sigmar fram með þá nýstárlegu hugmynd að það sé ósanngjarnt gagnvart þeim sem ,,ekki getið unnið á kvöldin“ að þeir fái engin vaktaálög. Og til þess að gæta ,,sanngirni“ eigi að jafna öll kjör niður á við. Að fyrstu 8 tímarnir á vakt séu alltaf dagvinna – þó þeir væru frá 4 síðdegis til miðnættis! Í reynd kæmi þetta út að svo til enginn starfsmaður á nokkru veitingahúsi eða í ferðaþjónustu fengi greidda yfirvinnu eða vaktaálag – þau væru alltaf í ,,dagvinnunni“. Kjarasamningar við ríki og sveitarfélög, sem reka svo til allar sjúkra- og öldrunarstofnanir, eru byggðir upp til að tryggja þjónustu meira og minna allan sólarhringinn og kjörin eru í samræmi við það. Nú er ekki ljóst hvort Sigmar er að tala um að breyta þeim líka, eða hvort hugmyndin er að búa til réttindalítinn láglaunahóp í ferðaþjónustunni sem er meira og minna alltaf í ,,dagvinnu“ á hvaða tíma sólarhringsins sem er. Það er svo óvenjuleg þvæla að halda því fram að með því að lækka laun þeirra sem vinna á vöktum þá sé verið að ,,jafna stöðu launamanna innan sama fyrirtækis“. Það er sjálfsagt að ræða fyrirkomulag kjarasamninga og innihald, en það er nú eiginlega lágmark að það sé gert af einhverri þekkingu og standist einhverja skoðun. Nú eru dagvinnumörk í kjarasamningum frá kl. 8:00 – 17:00 , en hann vil færa þessi mörk í 08:00 til 24:00 ef ég skil hann rétt. Kíkjum á staðreyndir. Sérþjálfaður starfsmaður á veitingahúsi í fullu starfi (172 tímar) í launaflokki 6, sem vinnur eingöngu dagvinnu er með 372,762 kr. í mánaðarlaun eða 2.167,22 kr. á tímann. Ef hann vinnur eingöngu á kvöldin, frá 16:30 til 24:00 – bættist 33% álag á unnar stundir. Mánaðarlaunin eru þá 506.480 kr. eða 2.944,65 á tímann. Hvað telur Sigmar að sanngjarnt sé að lækka tímakaupið á kvöldin mikið til að hækka dagvinnuna og hvaða ,,meðalkaup“ er hann með í huga? Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Hugmynd í kjarasamninga: Fyrstu átta tímar á vakt á dagvinnu Jafnræði er mikilvægt meðal launamanna á Íslandi og ekki síður fyrir fyrirtækin í landinu. Hlutastarfsmenn í mörgum fyrirtækjum eru oft að fá hærri laun fyrir færri tíma vegna 33% álags á kvöldin og 45% álags um helgar. 1. júní 2022 15:01
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar