Bjarni gerði athugasemd við endurgreiðslufrumvarp Lilju Jakob Bjarnar skrifar 2. júní 2022 11:14 Bjarni sagði, eftir fyrirspurn Sigmundar Davíðs, að hann væri ekki í neinum vafa um að fjárlagaliðurinn í frumvarpi Lilju um endurgreiðslu til kvikmyndaframleiðenda væri ófullnægjandi. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafa gert athugasemd við frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á ríkisstjórnarfundi. „Það er á hæstvirtum ráðherra að skilja að frumvarpið sé augljóslega gallað,“ sagði Sigmundur Davíð eftir svar Bjarna á Alþingi nú fyrir hádegi. Sigmundur reifaði í fyrirspurn sinni að fréttir hafi borist af því að atvinnuveganefnd þingsins borist erindi frá fjárlagaráðuneyti við stjórnarfrumvarp; frumvarp frá ríkisstjórn um endurgreiðslu vegna kvikmyndaframleiðslu. „Í erindi ráðuneytisins er bent á að þetta mál sé vanfjármagnað, raunar ófjármangaði hvorki á yfirstandandi ári né á fjögurra ára fjármálaáætlun né þessu ári. Ráðuneytið gerir athugasemd við að hafa aðeins fengið þrjá daga til að fara yfir frumvarpið. Og eins að starfshópur sem átti að vinna þetta frumvarp, hann hafi ekki fengið að vinna það heldur hafi það verið klárað í menningar- og viðskiptaráðuneytinu,“ sagði Sigmundur Davíð. Vakti athygli á meinbugi á ríkisstjórnarfundi En því sé jafnframt haldið fram að málið hafi verið afgreitt úr ríkisstjórn. Sigmundur Davíð spurði Bjarna hvort að ekki hafi verið gerðar athugasemdir við frumvarpið í ríkisstjórninni? Sigmundur Davíð sagði þetta óvenjulegt að ráðuneytið teldi sig þurfa að grípa inní þegar um stjórnarfrumvarp væri að ræða. Bjarni sagði að það hafi kannski farið fram hjá sumum en að undanförnu hafi verklag við kostnaðaráætlun frumvarpa gerbreyst. Nú sé það þannig að það eru fagráðuneytin sjálf sem bera alla ábyrgð á því að kostnaðarmeta fram komin mál. Þó sé sú regla viðhöfð að fjármálaráðuneytið hafi að jafnaði tvær vikur til að fara yfir mat fagráðuneytanna. Og þó að í þessu tilviki hafi þær ekki gefist komu samt sem áður fram ábendingar frá fjármálaráðuneytinu. „Um að gjaldaliðurinn, sem í þessu tilviki er vistaður í þessu fagráðuneyti. Hann gerði ekki ráð fyrir útgjöldunum sem myndi reyna á ef frumvarpið yrði samþykkt.“ Bjarni sagði að ekki hafi verið tekið tillit til þess í greinargerð með frumvarpinu eins og það fór í gegnum ríkisstjórnina. „Og þar vakti ég raunar athygli á því,“ sagði Bjarni. Bjarni segir fjárlagaliðinn ófullnægjandi Síðan fer málið til þingsins og það kemur upp til embættismanns í ráðuneytinu fyrirspurn, hvernig þessu sé háttað? Og þá sé ekki annað eðlilegt en að menn bregðist við, að sögn Bjarna. „Í raun og veru snýst þessi umræða eingöngu um þetta hér: Er á útgjaldaliðnum, sem er vistaður í menningar- og viðskiptaráðuneytinu, nægjanlegt svigrúm til að fullnægja þeirri þörf sem mun skapast verði frumvarpið samþykkt sem lög? Það er eina spurningin sem skiptir hér máli og fjármálaráðuneytið er bara að vekja athygli á því – ekki með neinar efnislegar athugasemdir við þetta mál – að útstreymi til að endurgreiða kvikmyndaframleiðendum mun stöðvast á því að það verði ekki fjárheimildir á fjárlagaliðnum. Mönnum kann að þykja þetta óeðlilegt en það getur auðvitað gerst að það komi upp ólík sjónarmið um það hvort fagráðuneytið eða fjármálaráðuneytið hafi rétt fyrir sér og ég er reyndar í engum vafa um að fjárlagaliðurinn er ófullnægjandi,“ sagði Bjarni um málið. Kvikmyndagerð á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þessi 35% skipta máli fyrir kvikmyndaframleiðslu á Íslandi Á Alþingi í dag mælti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Breytingin felur í sér að stærri verkefni, sem uppfylla ákveðin skilyrði sem fram koma í lögunum, geti sótt allt að 35% endurgreiðslu framleiðslukostnaðar. 23. maí 2022 16:30 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
„Það er á hæstvirtum ráðherra að skilja að frumvarpið sé augljóslega gallað,“ sagði Sigmundur Davíð eftir svar Bjarna á Alþingi nú fyrir hádegi. Sigmundur reifaði í fyrirspurn sinni að fréttir hafi borist af því að atvinnuveganefnd þingsins borist erindi frá fjárlagaráðuneyti við stjórnarfrumvarp; frumvarp frá ríkisstjórn um endurgreiðslu vegna kvikmyndaframleiðslu. „Í erindi ráðuneytisins er bent á að þetta mál sé vanfjármagnað, raunar ófjármangaði hvorki á yfirstandandi ári né á fjögurra ára fjármálaáætlun né þessu ári. Ráðuneytið gerir athugasemd við að hafa aðeins fengið þrjá daga til að fara yfir frumvarpið. Og eins að starfshópur sem átti að vinna þetta frumvarp, hann hafi ekki fengið að vinna það heldur hafi það verið klárað í menningar- og viðskiptaráðuneytinu,“ sagði Sigmundur Davíð. Vakti athygli á meinbugi á ríkisstjórnarfundi En því sé jafnframt haldið fram að málið hafi verið afgreitt úr ríkisstjórn. Sigmundur Davíð spurði Bjarna hvort að ekki hafi verið gerðar athugasemdir við frumvarpið í ríkisstjórninni? Sigmundur Davíð sagði þetta óvenjulegt að ráðuneytið teldi sig þurfa að grípa inní þegar um stjórnarfrumvarp væri að ræða. Bjarni sagði að það hafi kannski farið fram hjá sumum en að undanförnu hafi verklag við kostnaðaráætlun frumvarpa gerbreyst. Nú sé það þannig að það eru fagráðuneytin sjálf sem bera alla ábyrgð á því að kostnaðarmeta fram komin mál. Þó sé sú regla viðhöfð að fjármálaráðuneytið hafi að jafnaði tvær vikur til að fara yfir mat fagráðuneytanna. Og þó að í þessu tilviki hafi þær ekki gefist komu samt sem áður fram ábendingar frá fjármálaráðuneytinu. „Um að gjaldaliðurinn, sem í þessu tilviki er vistaður í þessu fagráðuneyti. Hann gerði ekki ráð fyrir útgjöldunum sem myndi reyna á ef frumvarpið yrði samþykkt.“ Bjarni sagði að ekki hafi verið tekið tillit til þess í greinargerð með frumvarpinu eins og það fór í gegnum ríkisstjórnina. „Og þar vakti ég raunar athygli á því,“ sagði Bjarni. Bjarni segir fjárlagaliðinn ófullnægjandi Síðan fer málið til þingsins og það kemur upp til embættismanns í ráðuneytinu fyrirspurn, hvernig þessu sé háttað? Og þá sé ekki annað eðlilegt en að menn bregðist við, að sögn Bjarna. „Í raun og veru snýst þessi umræða eingöngu um þetta hér: Er á útgjaldaliðnum, sem er vistaður í menningar- og viðskiptaráðuneytinu, nægjanlegt svigrúm til að fullnægja þeirri þörf sem mun skapast verði frumvarpið samþykkt sem lög? Það er eina spurningin sem skiptir hér máli og fjármálaráðuneytið er bara að vekja athygli á því – ekki með neinar efnislegar athugasemdir við þetta mál – að útstreymi til að endurgreiða kvikmyndaframleiðendum mun stöðvast á því að það verði ekki fjárheimildir á fjárlagaliðnum. Mönnum kann að þykja þetta óeðlilegt en það getur auðvitað gerst að það komi upp ólík sjónarmið um það hvort fagráðuneytið eða fjármálaráðuneytið hafi rétt fyrir sér og ég er reyndar í engum vafa um að fjárlagaliðurinn er ófullnægjandi,“ sagði Bjarni um málið.
Kvikmyndagerð á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þessi 35% skipta máli fyrir kvikmyndaframleiðslu á Íslandi Á Alþingi í dag mælti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Breytingin felur í sér að stærri verkefni, sem uppfylla ákveðin skilyrði sem fram koma í lögunum, geti sótt allt að 35% endurgreiðslu framleiðslukostnaðar. 23. maí 2022 16:30 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Þessi 35% skipta máli fyrir kvikmyndaframleiðslu á Íslandi Á Alþingi í dag mælti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Breytingin felur í sér að stærri verkefni, sem uppfylla ákveðin skilyrði sem fram koma í lögunum, geti sótt allt að 35% endurgreiðslu framleiðslukostnaðar. 23. maí 2022 16:30