Sjötíu ár liðin frá því að Elísabet tók við krúnunni Gunnar Reynir Valþórsson og Atli Ísleifsson skrifa 2. júní 2022 07:09 Valdaafmælisins verður minnst næstu fjóra daga. AP Þúsundir streyma nú að Buckingham höll þar sem þess er minnst í dag að sjötíu ár eru liðin frá því Elísabet önnur Englandsdrottning tók við krúnunni. Einnig er haldið upp á opinberan afmælisdag drottningar í dag. Enginn hefur setið eins lengi á konungsstóli í Bretlandi og Elísabet II sem tók við krúnunni aðeins 25 ára gömul eftir andlát föður hennar Georgs VI hinn 6. febrúar febrúar 1952. Elísabet fæddist 21. apríl 1926. Hún var krýnd hinn 2. júní 1953 og í dag eru því liðin 70 ár frá krýningunni. Hefð er fyrir því að drottningin haldi upp á fæðingardag sinn með fjölskyldunni en þjóðin fagnar opinberum afmælisdegi hennar annan laugardag í júní. Í þetta skiptið er opiberum afmælisdegi hennar hins vegar fagnað í dag svo hann beri upp á sama dag og krýningarafmælið. Mikið verður um dýrðir næstu fjóra daga í Bretlandi og samveldisríkjunum í tilefni dagsins en haldið verður upp á tímamótin allt árið. Í dag klukkan 10 að íslenskum tíma (11 í Bretlandi) verður mikil skrúðganga til heiðurs drottningunni eftir Mall breiðgötunni sem liggur frá Buchingham höll. Þúsundir manna höfðu safnast saman þar í morgun. Fyrsta írska hersveitin leiðir göngu tólf hundruð hermanna ásamt lífvarðasveit drottningar ásamt hundruð tónlistarmanna og um 240 hesta. Þessi ganga hefur verið farin á opinberum afmælisdegi konunga og drottninga í 260 ár. Hleypt verður af 121 fallbyssuskoti til heiðurs drottningunni og 70 herflugvélar af öllum stærðum og gerðum fljúga yfir Buckingham höll. Þá tendrar Elísabet samtímis á vitum vítt og breitt um borgir og bæði Bretlands og samveldisins. Hún mun síðan koma tvívegis í dag fram á svalir Buckingham hallar með fjölskyldumeðlimum til að heilsa upp á mannfjöldann. Allra hörðustu aðdáendur drottningarinnar, sem nú er orðin 96 ára gömul, sváfu fyrir utan höllina í nótt til að ná góðu útsýni yfir herlegheitin. Undirbúningur á Mall fyrir framan Buckinghamhöll.AP Harry Bretaprins og Meghan Markle eru bæði mætt til Bretlands til að fagna með drottningunni, en þau munu ekki vera í hópi fjölskyldumeðlima sem munu standa á svölum Buckingham-hallar ásamt drottningu og veifa mannfjöldanum. Bretland Kóngafólk Tímamót Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Enginn hefur setið eins lengi á konungsstóli í Bretlandi og Elísabet II sem tók við krúnunni aðeins 25 ára gömul eftir andlát föður hennar Georgs VI hinn 6. febrúar febrúar 1952. Elísabet fæddist 21. apríl 1926. Hún var krýnd hinn 2. júní 1953 og í dag eru því liðin 70 ár frá krýningunni. Hefð er fyrir því að drottningin haldi upp á fæðingardag sinn með fjölskyldunni en þjóðin fagnar opinberum afmælisdegi hennar annan laugardag í júní. Í þetta skiptið er opiberum afmælisdegi hennar hins vegar fagnað í dag svo hann beri upp á sama dag og krýningarafmælið. Mikið verður um dýrðir næstu fjóra daga í Bretlandi og samveldisríkjunum í tilefni dagsins en haldið verður upp á tímamótin allt árið. Í dag klukkan 10 að íslenskum tíma (11 í Bretlandi) verður mikil skrúðganga til heiðurs drottningunni eftir Mall breiðgötunni sem liggur frá Buchingham höll. Þúsundir manna höfðu safnast saman þar í morgun. Fyrsta írska hersveitin leiðir göngu tólf hundruð hermanna ásamt lífvarðasveit drottningar ásamt hundruð tónlistarmanna og um 240 hesta. Þessi ganga hefur verið farin á opinberum afmælisdegi konunga og drottninga í 260 ár. Hleypt verður af 121 fallbyssuskoti til heiðurs drottningunni og 70 herflugvélar af öllum stærðum og gerðum fljúga yfir Buckingham höll. Þá tendrar Elísabet samtímis á vitum vítt og breitt um borgir og bæði Bretlands og samveldisins. Hún mun síðan koma tvívegis í dag fram á svalir Buckingham hallar með fjölskyldumeðlimum til að heilsa upp á mannfjöldann. Allra hörðustu aðdáendur drottningarinnar, sem nú er orðin 96 ára gömul, sváfu fyrir utan höllina í nótt til að ná góðu útsýni yfir herlegheitin. Undirbúningur á Mall fyrir framan Buckinghamhöll.AP Harry Bretaprins og Meghan Markle eru bæði mætt til Bretlands til að fagna með drottningunni, en þau munu ekki vera í hópi fjölskyldumeðlima sem munu standa á svölum Buckingham-hallar ásamt drottningu og veifa mannfjöldanum.
Bretland Kóngafólk Tímamót Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira