Ætla að stórauka lóðaframboð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júní 2022 15:40 Fulltrúar nýja meirihluta L-lista, Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, auk Ásthildar Sturludóttur, bæjarstjóra. Vísir/Tryggvi Málefnasamningur nýs meirihluta á Akureyri, L-listans, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks var kynntur í Lystigarðinum á Akureyri í dag. Skrifað var undir samninginn í blíðskaparveðri á Akureyri í dag. Í samningnum kemur fram að nýr meirihluti vilji stórauka lóðaframboð, bjóða nýja íbúa hjartanlega velkomna og taka næstu skref við að móta framtíðarsýn fyrir svæðisborgina Akureyri. Flokkarnir þrír eru með sex fulltrúa meirihluta í ellefu fulltrúa bæjarstjórn bæjarins. Flokkarnir skipta með sér verkum á eftirfarandi hátt, auk þess sem að Ásthildur Sturludóttur, sem ráðin var bæjarstjóri árið 2018, verður það áfram. Forseti bæjarstjórnar – Sjálfstæðisflokkurinn Formaður bæjaráðs – L-listinn Fræðslu- og lýðheilsuráð – Sjálfstæðisflokkurinn Skipulagsráð – L-listinn Umhverfis- og mannvirkjaráð – L-listinn Velferðarráð – L-listinn Formennska í stjórn SSNE - Sjálfstæðisflokkur Formennska í stjórn Norðurorku – Miðflokkurinn Formennska í stjórn Hafnarsamlags Norðurlands - Miðflokkurinn Í samningnum kemur fram að leggja eigi aukinn kraft í skipulagsvinnu. „Í ljósi mikillar eftirspurnar verður settur kraftur í skipulagsvinnu með það að markmiði að fjölga lóðum til úthlutunar. Lóðaúthlutanir og skipulagsmál verða unnin í gagnsæju ferli. Sérstaklega verður horft til uppbyggingar á tjaldsvæðisreitnum við Þórunnarstræti, á Oddeyrinni og farið verður í hugmyndasamkeppni um uppbyggingu á Akureyrarvelli. Þá verði uppbyggingu Móahverfis flýtt eins og kostur er og einnig verður horft til nýrra hverfa.“ Fulltrúar nýja meirihlutans skrifuðu undir málefnasamning á Akureyri í dag.Vísir/Tryggvi Komið verði á laggirnar lýðheilsustyrk fyrir tekjulágt og eignaminna eldra fólk og áhersla lögð á að ljúka við fyrstu aðgerðaáætlun í málefnum eldra fólks og hefja undirbúning að næstu. Uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk verður flýtt eins og kostur er og unnið jafnt og þétt á biðlistum. Þá er stefnt að því að bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað með fjölbreyttum leiðum og dregið úr kostnaðarþátttöku foreldra og forráðamanna í leik- og grunnskólum. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Meirihluti loksins myndaður á Akureyri Oddvitar Bæjarlista Akureyrar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks á Akureyri hittust í bústað í gær og mynduðu meirihluta bæjarstjórnar. 26. maí 2022 12:42 Vinabæirnir fylgjast að Málefnasamningar þeirra flokka sem munu mynda meirihluta í bæjarstjórnum vinabæjanna Hafnarfjarðar og Akureyrar verða undirritaðir í dag. 1. júní 2022 10:35 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Skrifað var undir samninginn í blíðskaparveðri á Akureyri í dag. Í samningnum kemur fram að nýr meirihluti vilji stórauka lóðaframboð, bjóða nýja íbúa hjartanlega velkomna og taka næstu skref við að móta framtíðarsýn fyrir svæðisborgina Akureyri. Flokkarnir þrír eru með sex fulltrúa meirihluta í ellefu fulltrúa bæjarstjórn bæjarins. Flokkarnir skipta með sér verkum á eftirfarandi hátt, auk þess sem að Ásthildur Sturludóttur, sem ráðin var bæjarstjóri árið 2018, verður það áfram. Forseti bæjarstjórnar – Sjálfstæðisflokkurinn Formaður bæjaráðs – L-listinn Fræðslu- og lýðheilsuráð – Sjálfstæðisflokkurinn Skipulagsráð – L-listinn Umhverfis- og mannvirkjaráð – L-listinn Velferðarráð – L-listinn Formennska í stjórn SSNE - Sjálfstæðisflokkur Formennska í stjórn Norðurorku – Miðflokkurinn Formennska í stjórn Hafnarsamlags Norðurlands - Miðflokkurinn Í samningnum kemur fram að leggja eigi aukinn kraft í skipulagsvinnu. „Í ljósi mikillar eftirspurnar verður settur kraftur í skipulagsvinnu með það að markmiði að fjölga lóðum til úthlutunar. Lóðaúthlutanir og skipulagsmál verða unnin í gagnsæju ferli. Sérstaklega verður horft til uppbyggingar á tjaldsvæðisreitnum við Þórunnarstræti, á Oddeyrinni og farið verður í hugmyndasamkeppni um uppbyggingu á Akureyrarvelli. Þá verði uppbyggingu Móahverfis flýtt eins og kostur er og einnig verður horft til nýrra hverfa.“ Fulltrúar nýja meirihlutans skrifuðu undir málefnasamning á Akureyri í dag.Vísir/Tryggvi Komið verði á laggirnar lýðheilsustyrk fyrir tekjulágt og eignaminna eldra fólk og áhersla lögð á að ljúka við fyrstu aðgerðaáætlun í málefnum eldra fólks og hefja undirbúning að næstu. Uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk verður flýtt eins og kostur er og unnið jafnt og þétt á biðlistum. Þá er stefnt að því að bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað með fjölbreyttum leiðum og dregið úr kostnaðarþátttöku foreldra og forráðamanna í leik- og grunnskólum.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Meirihluti loksins myndaður á Akureyri Oddvitar Bæjarlista Akureyrar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks á Akureyri hittust í bústað í gær og mynduðu meirihluta bæjarstjórnar. 26. maí 2022 12:42 Vinabæirnir fylgjast að Málefnasamningar þeirra flokka sem munu mynda meirihluta í bæjarstjórnum vinabæjanna Hafnarfjarðar og Akureyrar verða undirritaðir í dag. 1. júní 2022 10:35 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Meirihluti loksins myndaður á Akureyri Oddvitar Bæjarlista Akureyrar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks á Akureyri hittust í bústað í gær og mynduðu meirihluta bæjarstjórnar. 26. maí 2022 12:42
Vinabæirnir fylgjast að Málefnasamningar þeirra flokka sem munu mynda meirihluta í bæjarstjórnum vinabæjanna Hafnarfjarðar og Akureyrar verða undirritaðir í dag. 1. júní 2022 10:35