Ljósið Gunnar Dan Wiium skrifar 1. júní 2022 07:01 Uppljómaður maður er upplýstur maður. Við erum feimin við að bendla okkur sjálf og aðra við uppljómun. Svolítið eins og einhverskonar “Jantelov” hindri okkur, skömmin hindrar okkur. Við erum með hugmyndir um uppljómaða manneskju, hún gengur um jörðina í algjöru ásætti við það sem er og nánast glóir. Þessar hugmyndir eru réttar, uppljómuð manneskja er í ásætti eða einna heldur nær ásætti við hverja hindrun sem hún mætir á endanum. Það geislar af henni karisma og fólk dregst að henni. Vitundarbylgjan í þessum einstaklingum er þétt, vitundarbylgjan er stöðug tengslamyndun milli þess hægra og vinstra og í því samhengi er talað um geislabaug við fullkomið "samadhi" ástand. Hins vegar þýðir það ekki að viðkomandi þurfi endilega að vera í þessu ástandi stöðugt, alls ekki. Við erum af holdi og blóði, með tilfinningar og tilfinningarviðbrögð sem eru ýmist erfð eða áunnin. Það má óhætt segja að tilfinningarviðbrögð okkar séu karmaið okkar og með árvökulli og stöðugri sjálfskoðun horfum við inná við og þar eru þessi viðbrögð okkar skoðuð. Það getur engin annar gert það, við sjálf verðum að hafa hugrekkið og taka allt með fyrirvara því holdið lýgur en sálin heyrir aðeins sannleika. Smátt og smátt vöxum við og þroskumst, við þroskumst inn og við þroskumst út. Inn þroskinn er grunnur allra mennsku og í raun má segja að sé skylda okkar sem menneskjur sé að þroskast á þennan hátt, allur félagslegur þroski er sprottin af andlegum þroska. Uppljómuð manneskja fer ekki í langvarandi stríð, hún tekur ekki afstöðu með þeim sem standa í stríði, uppljómuð manneskja elskar skilyrðislaust óháð meintri stöðu innan samfélags, uppljómuð manneskja starfar án strits og er iðin. Vitund er eilífðareðlið, búddaeðlið, heilagur andinn. Vitund er án upphafs og endis sem og upphaf og endir alls og er það tilgangur mannsins að skilja fæðingu og dauða sem aðeins hverfuleika efnis. Efnið er einn líkami sem tekur á sig óeteljandi myndir og vitundin binst hjúpnum hvað eftir annað þar til þessum skiling hefur verið náð. Jörðin er okkur sem fjötrar og við berjumst og meiðum hvort annað því við neitum að horfast í augu við sannleikan um okkar rauntilgang. Við getum aðeins barist svo lengi því óumflýjanlega munum við í gegnum þjáningu læra að þekkja ljósið, það liggur í eðli sínu samkvæmt. Þegar því ástandi er náð er jörðin okkur ekki fangelsi heldur paradís, þá hættum við að traðka niður náttúruna og meiða hvort annað. Við munum ná tengslum við hvort annað því í raun erum við aðeins eitt, við munum tilheyra náttúru. Við höfum verið þar áður og munum vera þar aftur. Höfundur starfar sem smíðakennari og er þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Gunnar Dan Wiium Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Uppljómaður maður er upplýstur maður. Við erum feimin við að bendla okkur sjálf og aðra við uppljómun. Svolítið eins og einhverskonar “Jantelov” hindri okkur, skömmin hindrar okkur. Við erum með hugmyndir um uppljómaða manneskju, hún gengur um jörðina í algjöru ásætti við það sem er og nánast glóir. Þessar hugmyndir eru réttar, uppljómuð manneskja er í ásætti eða einna heldur nær ásætti við hverja hindrun sem hún mætir á endanum. Það geislar af henni karisma og fólk dregst að henni. Vitundarbylgjan í þessum einstaklingum er þétt, vitundarbylgjan er stöðug tengslamyndun milli þess hægra og vinstra og í því samhengi er talað um geislabaug við fullkomið "samadhi" ástand. Hins vegar þýðir það ekki að viðkomandi þurfi endilega að vera í þessu ástandi stöðugt, alls ekki. Við erum af holdi og blóði, með tilfinningar og tilfinningarviðbrögð sem eru ýmist erfð eða áunnin. Það má óhætt segja að tilfinningarviðbrögð okkar séu karmaið okkar og með árvökulli og stöðugri sjálfskoðun horfum við inná við og þar eru þessi viðbrögð okkar skoðuð. Það getur engin annar gert það, við sjálf verðum að hafa hugrekkið og taka allt með fyrirvara því holdið lýgur en sálin heyrir aðeins sannleika. Smátt og smátt vöxum við og þroskumst, við þroskumst inn og við þroskumst út. Inn þroskinn er grunnur allra mennsku og í raun má segja að sé skylda okkar sem menneskjur sé að þroskast á þennan hátt, allur félagslegur þroski er sprottin af andlegum þroska. Uppljómuð manneskja fer ekki í langvarandi stríð, hún tekur ekki afstöðu með þeim sem standa í stríði, uppljómuð manneskja elskar skilyrðislaust óháð meintri stöðu innan samfélags, uppljómuð manneskja starfar án strits og er iðin. Vitund er eilífðareðlið, búddaeðlið, heilagur andinn. Vitund er án upphafs og endis sem og upphaf og endir alls og er það tilgangur mannsins að skilja fæðingu og dauða sem aðeins hverfuleika efnis. Efnið er einn líkami sem tekur á sig óeteljandi myndir og vitundin binst hjúpnum hvað eftir annað þar til þessum skiling hefur verið náð. Jörðin er okkur sem fjötrar og við berjumst og meiðum hvort annað því við neitum að horfast í augu við sannleikan um okkar rauntilgang. Við getum aðeins barist svo lengi því óumflýjanlega munum við í gegnum þjáningu læra að þekkja ljósið, það liggur í eðli sínu samkvæmt. Þegar því ástandi er náð er jörðin okkur ekki fangelsi heldur paradís, þá hættum við að traðka niður náttúruna og meiða hvort annað. Við munum ná tengslum við hvort annað því í raun erum við aðeins eitt, við munum tilheyra náttúru. Við höfum verið þar áður og munum vera þar aftur. Höfundur starfar sem smíðakennari og er þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar