Enginn skellt á eftir sér hurðum í Elliðaárdalnum Heimir Már Pétursson skrifar 31. maí 2022 19:20 Oddviti Pírata í borgarstjórn segir meirihlutaviðræður við Framsóknarflokk, Samfylkingu og Viðreisn um meirihlutasamstarf ganga vel. Í dag hafi velferðarmál, mannréttindamál og húsnæðismál meðal annars verið til umræðu. Hún hafi trú á að flokkunum muni takast að leysa úr eðlilegum álitaefnum á milli flokkanna. Fólk í fyrstu sætum þeirra flokka sem reyna nú að mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur hafa setið í sjö daga í kyrrðinni í Elliðaárdal og reynt að finna út hvort grundvöllur er til samstarfs næstu fjögur árin. Nýkjörin borgarstjórn fór á launaskrá í gær. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata leiðir viðræður þeirra ásamt Alexöndru Briem og segir viðræðurnar ganga vel. Einhver stór ágreiningsmál komið upp? „Ekkert sem við höfum ekki getað rætt og fundið út. Alla vega erum við mjög lausnarmiðuð og uppbyggileg í þessu samtali,“ segir Dóra Björt. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pirata í Reykjavík segir meirihlutaviðræðurnar ganga vel. Vonandi nái flokkarnir saman fyrir fyrsta reglulega borgarstjórnarfundinn hinn 7. júní.Stöð 2/Arnar Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 á dögunum tíma kominn til að dusta rykið af hugmyndum um byggingu nýrrar flugstöðvar við Reykjavíkurfluvöll. Truflar þetta eitthvað ykkar viðræður? „Nei. Það eru náttúrlega ýmis álitaefni sem koma upp í svona samtali og viðræðum. Það er eðilegt að ólíkir flokkar takist á um ýmis mál og þurfi að finna út úr þeim. Þetta er allt hluti af viðræðunum." Er farinn að taka sig upp áberandi borgarstjórasvipur á sumum við borðið? „Við erum öll rosalega borgarstjóraleg finnst mér.“ Þú værir til í að gegna embættinu? „Að sjálfsögðu. Ég held að það sé ábyrgðarhluti að vera reiðubúin til þess. En það er ekki eitthvað sem við erum búin að ræða.“ Enginn farið og skellt á eftir sér hurðum? „Nei, við erum svo kurteist fólk," segir Dóra Björt Guðjónsdóttir létt í bragði. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Píratar Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Tengdar fréttir „Fyrir mitt leyti eru engin tímamörk í þessu“ Oddviti Framsóknarflokksins segir viðræður Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um málefnasamning ganga ágætlega. Það væri ekkert tiltökumál þótt viðræður klárist ekki fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils hinn 7. júní. 31. maí 2022 08:01 Segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til umræðu Bygging nýrrar flugstöðvar í Reykjavík hefur ekki komið til umræðu í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins segir að einblínt hafi verið á samgöngu-, skipulags-, loftslags- og húsnæðismál undanfarna tvo daga. 30. maí 2022 12:00 Ræða ekki um embættin fyrr en málefnin eru klár Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í meirihlutaviðræður Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á næstu dögum. Ekki hefur verið rætt um hver verður borgarstjóri, en það verður gert þegar flokkarnir þrír hafa náð niðurstöðu um öll málefni. Oddviti Viðreisnar er bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila málefnasáttmála milli flokkanna. 27. maí 2022 21:56 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Fólk í fyrstu sætum þeirra flokka sem reyna nú að mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur hafa setið í sjö daga í kyrrðinni í Elliðaárdal og reynt að finna út hvort grundvöllur er til samstarfs næstu fjögur árin. Nýkjörin borgarstjórn fór á launaskrá í gær. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata leiðir viðræður þeirra ásamt Alexöndru Briem og segir viðræðurnar ganga vel. Einhver stór ágreiningsmál komið upp? „Ekkert sem við höfum ekki getað rætt og fundið út. Alla vega erum við mjög lausnarmiðuð og uppbyggileg í þessu samtali,“ segir Dóra Björt. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pirata í Reykjavík segir meirihlutaviðræðurnar ganga vel. Vonandi nái flokkarnir saman fyrir fyrsta reglulega borgarstjórnarfundinn hinn 7. júní.Stöð 2/Arnar Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 á dögunum tíma kominn til að dusta rykið af hugmyndum um byggingu nýrrar flugstöðvar við Reykjavíkurfluvöll. Truflar þetta eitthvað ykkar viðræður? „Nei. Það eru náttúrlega ýmis álitaefni sem koma upp í svona samtali og viðræðum. Það er eðilegt að ólíkir flokkar takist á um ýmis mál og þurfi að finna út úr þeim. Þetta er allt hluti af viðræðunum." Er farinn að taka sig upp áberandi borgarstjórasvipur á sumum við borðið? „Við erum öll rosalega borgarstjóraleg finnst mér.“ Þú værir til í að gegna embættinu? „Að sjálfsögðu. Ég held að það sé ábyrgðarhluti að vera reiðubúin til þess. En það er ekki eitthvað sem við erum búin að ræða.“ Enginn farið og skellt á eftir sér hurðum? „Nei, við erum svo kurteist fólk," segir Dóra Björt Guðjónsdóttir létt í bragði.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Píratar Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Tengdar fréttir „Fyrir mitt leyti eru engin tímamörk í þessu“ Oddviti Framsóknarflokksins segir viðræður Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um málefnasamning ganga ágætlega. Það væri ekkert tiltökumál þótt viðræður klárist ekki fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils hinn 7. júní. 31. maí 2022 08:01 Segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til umræðu Bygging nýrrar flugstöðvar í Reykjavík hefur ekki komið til umræðu í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins segir að einblínt hafi verið á samgöngu-, skipulags-, loftslags- og húsnæðismál undanfarna tvo daga. 30. maí 2022 12:00 Ræða ekki um embættin fyrr en málefnin eru klár Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í meirihlutaviðræður Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á næstu dögum. Ekki hefur verið rætt um hver verður borgarstjóri, en það verður gert þegar flokkarnir þrír hafa náð niðurstöðu um öll málefni. Oddviti Viðreisnar er bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila málefnasáttmála milli flokkanna. 27. maí 2022 21:56 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
„Fyrir mitt leyti eru engin tímamörk í þessu“ Oddviti Framsóknarflokksins segir viðræður Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um málefnasamning ganga ágætlega. Það væri ekkert tiltökumál þótt viðræður klárist ekki fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils hinn 7. júní. 31. maí 2022 08:01
Segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til umræðu Bygging nýrrar flugstöðvar í Reykjavík hefur ekki komið til umræðu í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins segir að einblínt hafi verið á samgöngu-, skipulags-, loftslags- og húsnæðismál undanfarna tvo daga. 30. maí 2022 12:00
Ræða ekki um embættin fyrr en málefnin eru klár Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í meirihlutaviðræður Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á næstu dögum. Ekki hefur verið rætt um hver verður borgarstjóri, en það verður gert þegar flokkarnir þrír hafa náð niðurstöðu um öll málefni. Oddviti Viðreisnar er bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila málefnasáttmála milli flokkanna. 27. maí 2022 21:56