Tveggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2022 15:27 Burðardýr sem Ingþór fékk til að flytja kókaínið til landsins var handtekið á Keflavíkurflugvelli 19. ágúst 2017. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem hlaut tveggja ára fangelsisdóm fyrir stórfellt fíkniefnabrot þarf að afplána dóminn eftir að Landsréttur taldi ekki rétt hjá héraðsdómi að skilorðsbinda refsinguna. Þá var sýknu hans af ákæru um peningaþvætti snúið við. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Ingþór Halldórsson í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að flytja inn rúm tvö kíló af kókaíni til sölu í dreifingar í ágóðaskyni í mars í fyrra. Hann var hins vegar sýknaður að hluta af því að hafa þvættað á áttundu milljóna króna af ágóðanum. Annar maður, sem Ingþór fékk til að flytja efnin til landsins, var einnig ákærður í málinu og hlaut tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraði. Hann var einnig dæmdur til að vera sviptur ökuréttindum í tvö ár frá birtingu dómsins. Saksóknari vildi ekki una niðustöðunni og skaut henni til Landsréttar. Vegna alvarleika brotanna taldi rétturinn ekki koma til álita að skilorðsbinda refsinguna en staðfesti að öðru leyti tveggja ára fangelsisdóminn. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem Ingþór sætti frá 21. ágúst til 9. október árið 2017. Landsréttur féllst á með saksóknara að greining á fjármálum Ingþórs hafi ekki leitt neitt í ljós sem gæti skýrt þá háu fjárhæð sem hann virðist hafa haft til ráðstöfunar. Ingþór hafi engar haldbærar skýringar gefið á henni. Saksóknari benti á að Ingþór hefði að eigin sögn verið í mikilli fíkniefnaneyslu þegar brotin voru framin. Hann hafi ekki haft neinar launatekjur. Öll skjalleg sönunargögn málsins hafi því hnigið að því að útilokað væri að ávinningurinn væri af lögmætum toga. Framburður Ingþórs um að um væri að ræða lán væri ótrúverðugur. Ingþór var því sakfelldur fyrir peningaþvætti á allri upphæðinni sem saksóknari lagði fram í ákæru, tæplega sjö og hálfri milljón króna. Ingþór hefur hlotið níu refsidóma fyrir umferðar- og fíniefnalagabrot, skjalafals, þjófnað, nytjastuld, rán, fjársvik og brot á lyfjalögum frá árinu 2002. Hann neitaði sök í málinu sem hann hlaut dóm í nú. Bar hann því við að hann hefði ekki verið aðalmaður heldur hafi menn sett sig í samband við hann um að útvega burðardýri, Það hafi hann gert gegn því fá smá neysluskammt í staðinn. Vildi hann ekki upplýsa hverjir þeir menn væru af ótta við hefndaraðgerðir. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn mann nema Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Ingþór Halldórsson í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að flytja inn rúm tvö kíló af kókaíni til sölu í dreifingar í ágóðaskyni í mars í fyrra. Hann var hins vegar sýknaður að hluta af því að hafa þvættað á áttundu milljóna króna af ágóðanum. Annar maður, sem Ingþór fékk til að flytja efnin til landsins, var einnig ákærður í málinu og hlaut tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraði. Hann var einnig dæmdur til að vera sviptur ökuréttindum í tvö ár frá birtingu dómsins. Saksóknari vildi ekki una niðustöðunni og skaut henni til Landsréttar. Vegna alvarleika brotanna taldi rétturinn ekki koma til álita að skilorðsbinda refsinguna en staðfesti að öðru leyti tveggja ára fangelsisdóminn. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem Ingþór sætti frá 21. ágúst til 9. október árið 2017. Landsréttur féllst á með saksóknara að greining á fjármálum Ingþórs hafi ekki leitt neitt í ljós sem gæti skýrt þá háu fjárhæð sem hann virðist hafa haft til ráðstöfunar. Ingþór hafi engar haldbærar skýringar gefið á henni. Saksóknari benti á að Ingþór hefði að eigin sögn verið í mikilli fíkniefnaneyslu þegar brotin voru framin. Hann hafi ekki haft neinar launatekjur. Öll skjalleg sönunargögn málsins hafi því hnigið að því að útilokað væri að ávinningurinn væri af lögmætum toga. Framburður Ingþórs um að um væri að ræða lán væri ótrúverðugur. Ingþór var því sakfelldur fyrir peningaþvætti á allri upphæðinni sem saksóknari lagði fram í ákæru, tæplega sjö og hálfri milljón króna. Ingþór hefur hlotið níu refsidóma fyrir umferðar- og fíniefnalagabrot, skjalafals, þjófnað, nytjastuld, rán, fjársvik og brot á lyfjalögum frá árinu 2002. Hann neitaði sök í málinu sem hann hlaut dóm í nú. Bar hann því við að hann hefði ekki verið aðalmaður heldur hafi menn sett sig í samband við hann um að útvega burðardýri, Það hafi hann gert gegn því fá smá neysluskammt í staðinn. Vildi hann ekki upplýsa hverjir þeir menn væru af ótta við hefndaraðgerðir.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn mann nema Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira