Tveggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2022 15:27 Burðardýr sem Ingþór fékk til að flytja kókaínið til landsins var handtekið á Keflavíkurflugvelli 19. ágúst 2017. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem hlaut tveggja ára fangelsisdóm fyrir stórfellt fíkniefnabrot þarf að afplána dóminn eftir að Landsréttur taldi ekki rétt hjá héraðsdómi að skilorðsbinda refsinguna. Þá var sýknu hans af ákæru um peningaþvætti snúið við. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Ingþór Halldórsson í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að flytja inn rúm tvö kíló af kókaíni til sölu í dreifingar í ágóðaskyni í mars í fyrra. Hann var hins vegar sýknaður að hluta af því að hafa þvættað á áttundu milljóna króna af ágóðanum. Annar maður, sem Ingþór fékk til að flytja efnin til landsins, var einnig ákærður í málinu og hlaut tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraði. Hann var einnig dæmdur til að vera sviptur ökuréttindum í tvö ár frá birtingu dómsins. Saksóknari vildi ekki una niðustöðunni og skaut henni til Landsréttar. Vegna alvarleika brotanna taldi rétturinn ekki koma til álita að skilorðsbinda refsinguna en staðfesti að öðru leyti tveggja ára fangelsisdóminn. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem Ingþór sætti frá 21. ágúst til 9. október árið 2017. Landsréttur féllst á með saksóknara að greining á fjármálum Ingþórs hafi ekki leitt neitt í ljós sem gæti skýrt þá háu fjárhæð sem hann virðist hafa haft til ráðstöfunar. Ingþór hafi engar haldbærar skýringar gefið á henni. Saksóknari benti á að Ingþór hefði að eigin sögn verið í mikilli fíkniefnaneyslu þegar brotin voru framin. Hann hafi ekki haft neinar launatekjur. Öll skjalleg sönunargögn málsins hafi því hnigið að því að útilokað væri að ávinningurinn væri af lögmætum toga. Framburður Ingþórs um að um væri að ræða lán væri ótrúverðugur. Ingþór var því sakfelldur fyrir peningaþvætti á allri upphæðinni sem saksóknari lagði fram í ákæru, tæplega sjö og hálfri milljón króna. Ingþór hefur hlotið níu refsidóma fyrir umferðar- og fíniefnalagabrot, skjalafals, þjófnað, nytjastuld, rán, fjársvik og brot á lyfjalögum frá árinu 2002. Hann neitaði sök í málinu sem hann hlaut dóm í nú. Bar hann því við að hann hefði ekki verið aðalmaður heldur hafi menn sett sig í samband við hann um að útvega burðardýri, Það hafi hann gert gegn því fá smá neysluskammt í staðinn. Vildi hann ekki upplýsa hverjir þeir menn væru af ótta við hefndaraðgerðir. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Ingþór Halldórsson í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að flytja inn rúm tvö kíló af kókaíni til sölu í dreifingar í ágóðaskyni í mars í fyrra. Hann var hins vegar sýknaður að hluta af því að hafa þvættað á áttundu milljóna króna af ágóðanum. Annar maður, sem Ingþór fékk til að flytja efnin til landsins, var einnig ákærður í málinu og hlaut tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraði. Hann var einnig dæmdur til að vera sviptur ökuréttindum í tvö ár frá birtingu dómsins. Saksóknari vildi ekki una niðustöðunni og skaut henni til Landsréttar. Vegna alvarleika brotanna taldi rétturinn ekki koma til álita að skilorðsbinda refsinguna en staðfesti að öðru leyti tveggja ára fangelsisdóminn. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem Ingþór sætti frá 21. ágúst til 9. október árið 2017. Landsréttur féllst á með saksóknara að greining á fjármálum Ingþórs hafi ekki leitt neitt í ljós sem gæti skýrt þá háu fjárhæð sem hann virðist hafa haft til ráðstöfunar. Ingþór hafi engar haldbærar skýringar gefið á henni. Saksóknari benti á að Ingþór hefði að eigin sögn verið í mikilli fíkniefnaneyslu þegar brotin voru framin. Hann hafi ekki haft neinar launatekjur. Öll skjalleg sönunargögn málsins hafi því hnigið að því að útilokað væri að ávinningurinn væri af lögmætum toga. Framburður Ingþórs um að um væri að ræða lán væri ótrúverðugur. Ingþór var því sakfelldur fyrir peningaþvætti á allri upphæðinni sem saksóknari lagði fram í ákæru, tæplega sjö og hálfri milljón króna. Ingþór hefur hlotið níu refsidóma fyrir umferðar- og fíniefnalagabrot, skjalafals, þjófnað, nytjastuld, rán, fjársvik og brot á lyfjalögum frá árinu 2002. Hann neitaði sök í málinu sem hann hlaut dóm í nú. Bar hann því við að hann hefði ekki verið aðalmaður heldur hafi menn sett sig í samband við hann um að útvega burðardýri, Það hafi hann gert gegn því fá smá neysluskammt í staðinn. Vildi hann ekki upplýsa hverjir þeir menn væru af ótta við hefndaraðgerðir.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira