Vaktin: Rússar að endurtaka fyrri mistök Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 31. maí 2022 06:39 Úkrainskir hermenn nærri víglínunni í Luhansk. Mannfall meðal þeirra er talið mikið. Getty/Rick Mave Hersveitir Rússa stjórna orðið um sjötíu prósentum af borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði. Harðir bardagar geysa í borginni og ríkisstjóri Luhansk segir að sigur Rússa þar gæti reynst þeim mikilvægur táknrænn sigur, þó að hernám Severodonetsk þjóni ekki miklum taktískum tilgangi. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hersveitir Rússa eru að gera sömu mistök í austurhluta Úkraínu og þeir gerðu í sókninni að Kænugarði í upphafi innrásarinnar. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja Rússa hafa misst um fimmtung af getu sinni og um þúsund skriðdreka. Druzhba-olíuleiðslan verður undanþegin banninu og Ungverjaland mun áfram kaupa olíu frá Rússlandi, þar sem þarlend stjórnvöld segja bann myndu rústa efnahag landsins. Stærsti banki Rússlands, Sberbank, verður útilokaður frá Swift greiðslukerfinu og þá verður þremur rússneskum ríkismiðlum bannað að senda út innan ESB-ríkjanna. Leiðtogaráð Evrópu hefur lýst sig reiðubúið til að veita Úkraínumönnum 9 milljarða evra til að endurbyggja landið í kjölfar stríðsins. Þá mun ráðið, í samstarfi við G7-ríkin, halda áfram að sjá til þess að landið hafi aðgang að lausafé til að mæta fjárhagslegum skuldbindingum. Ákæra hefur verið gefin út í fyrsta nauðgunarmálinu tengdu stríðinu. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa ekki aðeins koma í veg fyrir að hægt sé að flytja korn frá landinu heldur hafi þeir stolið að minnsta kosti hálfri milljón tonna af korni. Rússar eru einnig sakaðir um að hafa stolið gríðarlegu magni af stáli frá Maríupól. Rússneskar hersveitir eru komnar inn í borgina Severodonetsk og ástandið í Donbas er sagt afar erfitt. Stöðugar stórskotaárásir eiga sér nú stað víða á svæðinu. Rússar hyggjast hætta að selja gas til Hollands, eftir að hollenska fyrirtækið GasTerra neitaði að greiða fyrir gasið í rúblum. Aðeins um 15 prósent af gasinnflutningi Hollendinga kemur frá Rússlandi. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hersveitir Rússa eru að gera sömu mistök í austurhluta Úkraínu og þeir gerðu í sókninni að Kænugarði í upphafi innrásarinnar. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja Rússa hafa misst um fimmtung af getu sinni og um þúsund skriðdreka. Druzhba-olíuleiðslan verður undanþegin banninu og Ungverjaland mun áfram kaupa olíu frá Rússlandi, þar sem þarlend stjórnvöld segja bann myndu rústa efnahag landsins. Stærsti banki Rússlands, Sberbank, verður útilokaður frá Swift greiðslukerfinu og þá verður þremur rússneskum ríkismiðlum bannað að senda út innan ESB-ríkjanna. Leiðtogaráð Evrópu hefur lýst sig reiðubúið til að veita Úkraínumönnum 9 milljarða evra til að endurbyggja landið í kjölfar stríðsins. Þá mun ráðið, í samstarfi við G7-ríkin, halda áfram að sjá til þess að landið hafi aðgang að lausafé til að mæta fjárhagslegum skuldbindingum. Ákæra hefur verið gefin út í fyrsta nauðgunarmálinu tengdu stríðinu. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa ekki aðeins koma í veg fyrir að hægt sé að flytja korn frá landinu heldur hafi þeir stolið að minnsta kosti hálfri milljón tonna af korni. Rússar eru einnig sakaðir um að hafa stolið gríðarlegu magni af stáli frá Maríupól. Rússneskar hersveitir eru komnar inn í borgina Severodonetsk og ástandið í Donbas er sagt afar erfitt. Stöðugar stórskotaárásir eiga sér nú stað víða á svæðinu. Rússar hyggjast hætta að selja gas til Hollands, eftir að hollenska fyrirtækið GasTerra neitaði að greiða fyrir gasið í rúblum. Aðeins um 15 prósent af gasinnflutningi Hollendinga kemur frá Rússlandi. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira