Vaktin: Rússar að endurtaka fyrri mistök Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 31. maí 2022 06:39 Úkrainskir hermenn nærri víglínunni í Luhansk. Mannfall meðal þeirra er talið mikið. Getty/Rick Mave Hersveitir Rússa stjórna orðið um sjötíu prósentum af borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði. Harðir bardagar geysa í borginni og ríkisstjóri Luhansk segir að sigur Rússa þar gæti reynst þeim mikilvægur táknrænn sigur, þó að hernám Severodonetsk þjóni ekki miklum taktískum tilgangi. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hersveitir Rússa eru að gera sömu mistök í austurhluta Úkraínu og þeir gerðu í sókninni að Kænugarði í upphafi innrásarinnar. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja Rússa hafa misst um fimmtung af getu sinni og um þúsund skriðdreka. Druzhba-olíuleiðslan verður undanþegin banninu og Ungverjaland mun áfram kaupa olíu frá Rússlandi, þar sem þarlend stjórnvöld segja bann myndu rústa efnahag landsins. Stærsti banki Rússlands, Sberbank, verður útilokaður frá Swift greiðslukerfinu og þá verður þremur rússneskum ríkismiðlum bannað að senda út innan ESB-ríkjanna. Leiðtogaráð Evrópu hefur lýst sig reiðubúið til að veita Úkraínumönnum 9 milljarða evra til að endurbyggja landið í kjölfar stríðsins. Þá mun ráðið, í samstarfi við G7-ríkin, halda áfram að sjá til þess að landið hafi aðgang að lausafé til að mæta fjárhagslegum skuldbindingum. Ákæra hefur verið gefin út í fyrsta nauðgunarmálinu tengdu stríðinu. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa ekki aðeins koma í veg fyrir að hægt sé að flytja korn frá landinu heldur hafi þeir stolið að minnsta kosti hálfri milljón tonna af korni. Rússar eru einnig sakaðir um að hafa stolið gríðarlegu magni af stáli frá Maríupól. Rússneskar hersveitir eru komnar inn í borgina Severodonetsk og ástandið í Donbas er sagt afar erfitt. Stöðugar stórskotaárásir eiga sér nú stað víða á svæðinu. Rússar hyggjast hætta að selja gas til Hollands, eftir að hollenska fyrirtækið GasTerra neitaði að greiða fyrir gasið í rúblum. Aðeins um 15 prósent af gasinnflutningi Hollendinga kemur frá Rússlandi. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hersveitir Rússa eru að gera sömu mistök í austurhluta Úkraínu og þeir gerðu í sókninni að Kænugarði í upphafi innrásarinnar. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja Rússa hafa misst um fimmtung af getu sinni og um þúsund skriðdreka. Druzhba-olíuleiðslan verður undanþegin banninu og Ungverjaland mun áfram kaupa olíu frá Rússlandi, þar sem þarlend stjórnvöld segja bann myndu rústa efnahag landsins. Stærsti banki Rússlands, Sberbank, verður útilokaður frá Swift greiðslukerfinu og þá verður þremur rússneskum ríkismiðlum bannað að senda út innan ESB-ríkjanna. Leiðtogaráð Evrópu hefur lýst sig reiðubúið til að veita Úkraínumönnum 9 milljarða evra til að endurbyggja landið í kjölfar stríðsins. Þá mun ráðið, í samstarfi við G7-ríkin, halda áfram að sjá til þess að landið hafi aðgang að lausafé til að mæta fjárhagslegum skuldbindingum. Ákæra hefur verið gefin út í fyrsta nauðgunarmálinu tengdu stríðinu. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa ekki aðeins koma í veg fyrir að hægt sé að flytja korn frá landinu heldur hafi þeir stolið að minnsta kosti hálfri milljón tonna af korni. Rússar eru einnig sakaðir um að hafa stolið gríðarlegu magni af stáli frá Maríupól. Rússneskar hersveitir eru komnar inn í borgina Severodonetsk og ástandið í Donbas er sagt afar erfitt. Stöðugar stórskotaárásir eiga sér nú stað víða á svæðinu. Rússar hyggjast hætta að selja gas til Hollands, eftir að hollenska fyrirtækið GasTerra neitaði að greiða fyrir gasið í rúblum. Aðeins um 15 prósent af gasinnflutningi Hollendinga kemur frá Rússlandi. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira