Sér enga lausn í sjónmáli og segir upp eftir erfiðan dag Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2022 21:46 Soffía Steingrímsdóttir hefur starfað á bráðamóttökunni í sjö ár. Hún ætlar að hætta vegna langvarandi manneklu. Vísir Bráðahjúkrunarfræðingur hefur ákveðið að segja upp á bráðamóttökunni vegna langvarandi álags og þess að engin lausn á vandanum virðist í sjónmáli. Það er þrátt fyrir að ítrekað sé búið að vara við vandamálinu um árabil. Soffía Steingrímsdóttir birti í kvöld færslu á Facebook þar sem hún lýsir deginum í dag og hvernig hann fyllti mælinn. Kvöldinu verði varið í að semja uppsagnarbréf. Í færslunni segir Soffía að þrjátíu bekkir hafi verið opnir á bráðamóttökunni í Fossvogi í dag en 98 sjúklingar hafi verið skráðir klukkan þrjú. Þar af 33 innlagðir sem hafi átt heima á öðrum deildum sjúkrahússins. Það hafi þó ekki verið hægt þar sem fólk var á öllum opnum bekkjum þar og rúmlega það. Biðu í meira en fimm klukkustundir Soffía segir að biðtími fólks hafi í einhverjum tilfellum farið yfir fimm klukkustundir. Hún varði deginum á biðstofunni að taka á móti fólki og forgangsraða fólki eftir veikindum. Margt af því fólki sem hún hafi ekki getað leitað til heilsugæslunnar eða læknavaktar. „Þessir dagar eru farnir að vera normið frekar en undantekningin,“ skrifaði Soffía. „Ég elska starf mitt sem bráðahjúkrunarfræðingur og hef starfað við það síðastliðin sjö ár en treysti mér ekki lengur til þess.“ Soffía sagðist hafa vonast og beðið eftir breytingum til hins betra en ástandið hafi bara versnað. Því sagðist hún ætla að taka kvöldið í að skrifa uppsagnarbréf og koma því til skila á morgun. Í samtali við Vísi segist Soffía vita til þess að nokkrir aðrir hjúkrunarfræðingar ætli að gera slíkt hið sama. Þar að auki hafi þó nokkrir sagt upp þann fyrsta mars síðastliðinn. „Þetta er ástand sem við höfum kallað og hrópað um síðustu sex, sjö árin,“ segir Soffía í samtali við Vísi. Hún segir mikinn skort á hjúkrunarfræðingum á allar deildir og fólk sitji fast á bráðamóttökunni. „Við rekum eina til tvær góðar legudeildir á bráðamóttökunni og það er fyrir utan bráðamóttökuplássin þar.“ Hún vísar til þess að í dag hafi verið þrjátíu pláss á bráðamóttökunni en sjúklingarnir hundrað. „Fólk var búið að bíða í marga klukkutíma, bráðveikt og með alls konar veikindi. Það komst ekki inn því við áttum hreinlega ekki einn stól fyrir það.“ Ástandið versnað með hverju árinu Soffía segir þetta ástand hafa versnað með hverju árinu og hún hafi aldrei séð það eins slæmt og um þessar mundir. „Sjúkrabílar bíða í röðum í skúrnum því við eigum ekki bekk fyrir sjúklinga,“ segir hún. Soffía segist telja von á einhverjum uppsagnarbréfum frá hjúkrunarfræðingum um mánaðamótin og óttast hún að bráðamóttakan verði óstarfhæf á næstunni. Nú sé sumarið að koma með tilheyrandi sumarfríum. „Við erum búin að vara við þessu í mörg ár. Ráðherrar hafa komið í heimsókn og séð ástandi en það virðast ekki vera neinar lausnir,“ segir Soffía. „Þess vegna er maður að gefast upp. Maður sér enga lausn framundan.“ Soffía segir að bæta þurfi kjör og aðstæður hjúkrunarfræðinga. Þess þurfi til að fá menntaða hjúkrunarfræðinga til starfa hjá spítalanum og manna þau rúm sem til eru. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Soffía Steingrímsdóttir birti í kvöld færslu á Facebook þar sem hún lýsir deginum í dag og hvernig hann fyllti mælinn. Kvöldinu verði varið í að semja uppsagnarbréf. Í færslunni segir Soffía að þrjátíu bekkir hafi verið opnir á bráðamóttökunni í Fossvogi í dag en 98 sjúklingar hafi verið skráðir klukkan þrjú. Þar af 33 innlagðir sem hafi átt heima á öðrum deildum sjúkrahússins. Það hafi þó ekki verið hægt þar sem fólk var á öllum opnum bekkjum þar og rúmlega það. Biðu í meira en fimm klukkustundir Soffía segir að biðtími fólks hafi í einhverjum tilfellum farið yfir fimm klukkustundir. Hún varði deginum á biðstofunni að taka á móti fólki og forgangsraða fólki eftir veikindum. Margt af því fólki sem hún hafi ekki getað leitað til heilsugæslunnar eða læknavaktar. „Þessir dagar eru farnir að vera normið frekar en undantekningin,“ skrifaði Soffía. „Ég elska starf mitt sem bráðahjúkrunarfræðingur og hef starfað við það síðastliðin sjö ár en treysti mér ekki lengur til þess.“ Soffía sagðist hafa vonast og beðið eftir breytingum til hins betra en ástandið hafi bara versnað. Því sagðist hún ætla að taka kvöldið í að skrifa uppsagnarbréf og koma því til skila á morgun. Í samtali við Vísi segist Soffía vita til þess að nokkrir aðrir hjúkrunarfræðingar ætli að gera slíkt hið sama. Þar að auki hafi þó nokkrir sagt upp þann fyrsta mars síðastliðinn. „Þetta er ástand sem við höfum kallað og hrópað um síðustu sex, sjö árin,“ segir Soffía í samtali við Vísi. Hún segir mikinn skort á hjúkrunarfræðingum á allar deildir og fólk sitji fast á bráðamóttökunni. „Við rekum eina til tvær góðar legudeildir á bráðamóttökunni og það er fyrir utan bráðamóttökuplássin þar.“ Hún vísar til þess að í dag hafi verið þrjátíu pláss á bráðamóttökunni en sjúklingarnir hundrað. „Fólk var búið að bíða í marga klukkutíma, bráðveikt og með alls konar veikindi. Það komst ekki inn því við áttum hreinlega ekki einn stól fyrir það.“ Ástandið versnað með hverju árinu Soffía segir þetta ástand hafa versnað með hverju árinu og hún hafi aldrei séð það eins slæmt og um þessar mundir. „Sjúkrabílar bíða í röðum í skúrnum því við eigum ekki bekk fyrir sjúklinga,“ segir hún. Soffía segist telja von á einhverjum uppsagnarbréfum frá hjúkrunarfræðingum um mánaðamótin og óttast hún að bráðamóttakan verði óstarfhæf á næstunni. Nú sé sumarið að koma með tilheyrandi sumarfríum. „Við erum búin að vara við þessu í mörg ár. Ráðherrar hafa komið í heimsókn og séð ástandi en það virðast ekki vera neinar lausnir,“ segir Soffía. „Þess vegna er maður að gefast upp. Maður sér enga lausn framundan.“ Soffía segir að bæta þurfi kjör og aðstæður hjúkrunarfræðinga. Þess þurfi til að fá menntaða hjúkrunarfræðinga til starfa hjá spítalanum og manna þau rúm sem til eru.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira