Segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til umræðu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. maí 2022 12:00 Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til tals í meirihlutaviðræðum. Vísir/Ragnar Visage Bygging nýrrar flugstöðvar í Reykjavík hefur ekki komið til umræðu í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins segir að einblínt hafi verið á samgöngu-, skipulags-, loftslags- og húsnæðismál undanfarna tvo daga. „Þessi mál eru enn bara öll í skoðun og umræðu, það þarf líka að sækja gögn inn í borgarkerfið og sjá heildarmyndina eftir því sem við ræðum með ítarlegri hætti um þessi mál,“ segir Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni. Framsókn, Samfylkingin, Píratar og Viðreisn hafa verið í formlegum meirihlutaviðræðum í Reykjavík í fimm daga en Einar segir að engin endanleg niðurstaða hafi náðst í neinum málaflokka. Málin séu öll enn í umræðu. Þá sé ekki búið að úthluta formennsku í borgarráðum til ákveðinna flokka. Eru komin einhver drög að því hverjir fara með formennsku í ákveðnum ráðum? „Nei, við höfum bara verið að ræða málefnin,“ segir Einar. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra sagði á fimmtudag að tímabært sé að dusta rykið af áformum um nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli. Einar segir það ekki hafa komið til umræðu. „Nei, það hefur ekki komið til tals.“ Kjörtímabili borgarstjórnar, sem kosin var fyrir fjórum árum, lýkur í dag og nýtt kjörtímabil hefst á morgun. Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar verður 7. júní næstkomandi en Einar segir meirihlutann ætla að taka sér góðan tíma í viðræðurnar. „Fyrst er bara að ná lendingu og við tökum okkur allan þann tíma sem við þurfum til þess. Undir eru næstu fjögur ár og nokkrir dagar til eða frá skipta engu í því stóra samhengi,“ segir Einar. „Aðalatriðið er það að svara kalli kjósenda um breytingar og Framsókn ætlar að setja mark sitt á þennan meirihluta sem verið er að mynda núna. Við erum af heilindum í þessu samtali og ég skynja það að allir flokkar eru að horfa björtum augum til næstu fjögurra ára og eru metnaðarfullir í því að ná samstöðu um þessi grundvallarmál.“ Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavíkurflugvöllur Viðreisn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Píratar Tengdar fréttir Ræða ekki um embættin fyrr en málefnin eru klár Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í meirihlutaviðræður Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á næstu dögum. Ekki hefur verið rætt um hver verður borgarstjóri, en það verður gert þegar flokkarnir þrír hafa náð niðurstöðu um öll málefni. Oddviti Viðreisnar er bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila málefnasáttmála milli flokkanna. 27. maí 2022 21:56 Rjómablíða í borginni liðkaði fyrir viðræðum Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segir að meirihlutaviðræður í Reykavík gangi vel. Hún leyfir sér að vera bjartsýn á að flokkarnir nái saman, en treystir sér ekki til að segja hvenær það verði. 26. maí 2022 19:07 Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
„Þessi mál eru enn bara öll í skoðun og umræðu, það þarf líka að sækja gögn inn í borgarkerfið og sjá heildarmyndina eftir því sem við ræðum með ítarlegri hætti um þessi mál,“ segir Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni. Framsókn, Samfylkingin, Píratar og Viðreisn hafa verið í formlegum meirihlutaviðræðum í Reykjavík í fimm daga en Einar segir að engin endanleg niðurstaða hafi náðst í neinum málaflokka. Málin séu öll enn í umræðu. Þá sé ekki búið að úthluta formennsku í borgarráðum til ákveðinna flokka. Eru komin einhver drög að því hverjir fara með formennsku í ákveðnum ráðum? „Nei, við höfum bara verið að ræða málefnin,“ segir Einar. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra sagði á fimmtudag að tímabært sé að dusta rykið af áformum um nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli. Einar segir það ekki hafa komið til umræðu. „Nei, það hefur ekki komið til tals.“ Kjörtímabili borgarstjórnar, sem kosin var fyrir fjórum árum, lýkur í dag og nýtt kjörtímabil hefst á morgun. Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar verður 7. júní næstkomandi en Einar segir meirihlutann ætla að taka sér góðan tíma í viðræðurnar. „Fyrst er bara að ná lendingu og við tökum okkur allan þann tíma sem við þurfum til þess. Undir eru næstu fjögur ár og nokkrir dagar til eða frá skipta engu í því stóra samhengi,“ segir Einar. „Aðalatriðið er það að svara kalli kjósenda um breytingar og Framsókn ætlar að setja mark sitt á þennan meirihluta sem verið er að mynda núna. Við erum af heilindum í þessu samtali og ég skynja það að allir flokkar eru að horfa björtum augum til næstu fjögurra ára og eru metnaðarfullir í því að ná samstöðu um þessi grundvallarmál.“
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavíkurflugvöllur Viðreisn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Píratar Tengdar fréttir Ræða ekki um embættin fyrr en málefnin eru klár Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í meirihlutaviðræður Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á næstu dögum. Ekki hefur verið rætt um hver verður borgarstjóri, en það verður gert þegar flokkarnir þrír hafa náð niðurstöðu um öll málefni. Oddviti Viðreisnar er bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila málefnasáttmála milli flokkanna. 27. maí 2022 21:56 Rjómablíða í borginni liðkaði fyrir viðræðum Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segir að meirihlutaviðræður í Reykavík gangi vel. Hún leyfir sér að vera bjartsýn á að flokkarnir nái saman, en treystir sér ekki til að segja hvenær það verði. 26. maí 2022 19:07 Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Ræða ekki um embættin fyrr en málefnin eru klár Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í meirihlutaviðræður Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á næstu dögum. Ekki hefur verið rætt um hver verður borgarstjóri, en það verður gert þegar flokkarnir þrír hafa náð niðurstöðu um öll málefni. Oddviti Viðreisnar er bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila málefnasáttmála milli flokkanna. 27. maí 2022 21:56
Rjómablíða í borginni liðkaði fyrir viðræðum Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segir að meirihlutaviðræður í Reykavík gangi vel. Hún leyfir sér að vera bjartsýn á að flokkarnir nái saman, en treystir sér ekki til að segja hvenær það verði. 26. maí 2022 19:07
Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31