Ummæli um meðferð trans barna grafi undan starfi transteymis Árni Sæberg skrifar 27. maí 2022 21:53 Barna-og unglingageðdeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítala hefur beðist velvirðingar á ummælum sínum um meðferðir barna með svokallaðan kynama, sem birtust í grein á Stundinni í dag. Framkvæmdastjóri Samtakanna '78 segir greinina grafa undan mikilvægu starfi transteymis BUGL. Í frétt á Stundinni í dag var haft eftir Birni Hjálmarssyni, nýjum yfirlækni BUGL, að læknar bíði í ofvæni eftir gagnreyndum rannsóknarniðurstöðum um viðkvæman hóp trans barna. „Í dag erum við öll í myrkri aktívisma og fákunnáttu“ er haft eftir honum. „Þetta er rangt og ég biðst velvirðingar á þeim orðum,“ segir Björn í pistli á vefsíðu Landspítalans. Fréttin hefur vakið hörð viðbrögð meðal þeirra sem berjast fyrir réttindum trans fólks og barna. „Þetta kom okkur virkilega á óvart að þetta væri orðræða yfirlæknisins. Það kom á óvart hvernig þessi grein grefur undan öllu sem hefur verið byggt upp mjög faglega hjá BUGL á síðustu árum,“ segir Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, í samtali við Vísi. Björn segir í pistlinum að sú þjónusta sem transteymi BUGL veitir börnum og ungmennum byggi á alþjóðlegum viðmiðum og gagnreyndum rannsóknum. Daníel tekur undir þetta og segir ekkert barn sem leitað hefur til samtakanna hafa kvartað undan þjónustu transteymisins. Þess þó heldur hefur vandamálið frekar verið að erfitt sé að komast þar að. Reynslan spanni ekki marga áratugi Björn segir að mikilvægt sé að fylgjast vel með alþjóðlegum rannsóknarniðurstöðum þar sem reynslan af meðferð trans barna spanni ekki marga áratugi. Daníel segir allar rannsóknir um málefni trans barna sýna fram á að betra sé að hefja meðferð trans barna frekar en að bíða með það þar til þau verði fullorðin. Það sé þrátt fyrir að meðferðinni geti fylgt ákveðnar aukaverkanir en Daníel bendir á að aukaverkanir fylgi meðferðum annarra skjólstæðinga BUGL en engum detti í hug að sleppa þeim. Fréttin hafi komið á erfiðum tíma Daníel gagnrýnir að grein Stundarinnar hafi verið birt í dag, svo skömmu eftir að trans börn sem eru skjólstæðingar Samtakanna '78 greindu frá því í Kastljósi Ríkisútvarpsins að þau hefðu orðið fyrir miklu aðkasti í samfélaginu. „Börnin okkar þurfa að líða öráreiti og fordóma á hverjum einasta degi frá samfélaginu. En að þurfa að upplifa það líka þarna frá kerfinu, frá fjölmiðlum og valdafólki, það er bara sorglegt að ekki einu sinni það fólk geti verið með þeim í liði. Leiði vonandi til aukins samstarfs Daníel segist fagna því að Björn hafi befist afsökunar á ummælum sínum í Stundinni í dag. „Það er honum alveg til tekna að koma fram og biðjast afsökunar, það er gott. Ég lít á það svoleiðis að við getum mögulega byggt upp eitthvað sterkara eftir þetta,“ segir Daníel. Börn og uppeldi Landspítalinn Heilbrigðismál Málefni trans fólks Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Í frétt á Stundinni í dag var haft eftir Birni Hjálmarssyni, nýjum yfirlækni BUGL, að læknar bíði í ofvæni eftir gagnreyndum rannsóknarniðurstöðum um viðkvæman hóp trans barna. „Í dag erum við öll í myrkri aktívisma og fákunnáttu“ er haft eftir honum. „Þetta er rangt og ég biðst velvirðingar á þeim orðum,“ segir Björn í pistli á vefsíðu Landspítalans. Fréttin hefur vakið hörð viðbrögð meðal þeirra sem berjast fyrir réttindum trans fólks og barna. „Þetta kom okkur virkilega á óvart að þetta væri orðræða yfirlæknisins. Það kom á óvart hvernig þessi grein grefur undan öllu sem hefur verið byggt upp mjög faglega hjá BUGL á síðustu árum,“ segir Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, í samtali við Vísi. Björn segir í pistlinum að sú þjónusta sem transteymi BUGL veitir börnum og ungmennum byggi á alþjóðlegum viðmiðum og gagnreyndum rannsóknum. Daníel tekur undir þetta og segir ekkert barn sem leitað hefur til samtakanna hafa kvartað undan þjónustu transteymisins. Þess þó heldur hefur vandamálið frekar verið að erfitt sé að komast þar að. Reynslan spanni ekki marga áratugi Björn segir að mikilvægt sé að fylgjast vel með alþjóðlegum rannsóknarniðurstöðum þar sem reynslan af meðferð trans barna spanni ekki marga áratugi. Daníel segir allar rannsóknir um málefni trans barna sýna fram á að betra sé að hefja meðferð trans barna frekar en að bíða með það þar til þau verði fullorðin. Það sé þrátt fyrir að meðferðinni geti fylgt ákveðnar aukaverkanir en Daníel bendir á að aukaverkanir fylgi meðferðum annarra skjólstæðinga BUGL en engum detti í hug að sleppa þeim. Fréttin hafi komið á erfiðum tíma Daníel gagnrýnir að grein Stundarinnar hafi verið birt í dag, svo skömmu eftir að trans börn sem eru skjólstæðingar Samtakanna '78 greindu frá því í Kastljósi Ríkisútvarpsins að þau hefðu orðið fyrir miklu aðkasti í samfélaginu. „Börnin okkar þurfa að líða öráreiti og fordóma á hverjum einasta degi frá samfélaginu. En að þurfa að upplifa það líka þarna frá kerfinu, frá fjölmiðlum og valdafólki, það er bara sorglegt að ekki einu sinni það fólk geti verið með þeim í liði. Leiði vonandi til aukins samstarfs Daníel segist fagna því að Björn hafi befist afsökunar á ummælum sínum í Stundinni í dag. „Það er honum alveg til tekna að koma fram og biðjast afsökunar, það er gott. Ég lít á það svoleiðis að við getum mögulega byggt upp eitthvað sterkara eftir þetta,“ segir Daníel.
Börn og uppeldi Landspítalinn Heilbrigðismál Málefni trans fólks Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira