Vaktin: Segir Rússa hafa komist hjá flestum þvingunaraðgerðum Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Árni Sæberg skrifa 27. maí 2022 06:41 Selenskí ávarpaði nemendur Stanfordháskóla í Bandaríkjunum í kvöld með aðstoð fjarfundabúnaðar. Á þessari mynd er hann reyndar að ávarpa Davos-ráðstefnuna með sama hætti. Dursun Aydemir/Anadolu Agency via Getty Bandaríkjamenn hafa samþykkt að senda langdræg vopn til Úkraínu en segjast á sama tíma óttast stigmögnun átaka og hafa átt samtöl við Úkraínumenn um hættuna af því að gera árásir á skotmörk langt inni í Rússlandi. Úkraínumenn segjast þurfa langdrægari vopn en átökin í austurhluta Úkraínu eru sögð vera orðin nokkurs konar einvígi með stórskotaliði. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hersveitir Rússa munu ekki hernema allt Luhansk-hérað á næstu dögum. Þetta segir formlegur ríkisstjóri héraðsins en Rússar hafa þegar náð næstum öllu héraðinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að Ekki væri hægt að treysta Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Ekki væri hægt að semja við krókódíl á meðan hann væri að éta á manni fótinn. Úkraínskir sjálfboðaliðar, lítt þjálfaðir og illa búnir varaliðshermenn, sem fluttir hafa verið á víglínurnar í Austur-Úkraínu, telja sig hafa verið yfirgefna og hafa jafnvel yfirgefið stöður sínar. Úkraínski herinn hefur verið undir miklum þrýstingi í Donbas og víðar undanfarna daga og hafa sjálfboðaliðar verið notaðir til að fylla upp í götin á varnarlínum Úkraínumanna. Yfirvöld í Úkraínu hafa viðurkennt að Rússar hafi nú yfirhöndina í átökunum í austurhluta landsins. Úkraínuher hafi hörfað til baka frá sumum varnarlínum sínum. Ríkisstjóri Luhansk segir aðeins um 5 prósent svæðisins enn á valdi Úkraínu. Breska varnarmálaráðuneytið segir rússneskar hersveitir hafa umkringt borgirnar Severodonetsk og Lyschansk. Að minnsta kosti níu létust og sautján særðust í árásum á borgina Kharkív í gær. Ríkisstjórinn á svæðinu segir engin hernaðarleg rök á bakvið árásirnar, aðeins sé um að ræða tilraunir Rússa til að hræða íbúa og eyðileggja innviði. Rússar segjast hafa um 8 þúsund stríðsfanga í haldi í Donbas. Aðstoðarforsætisráðherra Krím, valinn af Rússum, segir Azov-haf tapað Úkraínumönnum að eilífu. Þá segja aðrir embættismenn Rússa í Úkraínu að svæðin umhverfis Kherson og Zaporizhzhia aldrei aftur munu verða á forræði stjórnvalda í Kænugarði. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir samvinnu Kína við Rússland eftir innrás Rússa í Úkraínu áhyggjuefni. Hér má finna vakt gærdagsins.
Úkraínumenn segjast þurfa langdrægari vopn en átökin í austurhluta Úkraínu eru sögð vera orðin nokkurs konar einvígi með stórskotaliði. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hersveitir Rússa munu ekki hernema allt Luhansk-hérað á næstu dögum. Þetta segir formlegur ríkisstjóri héraðsins en Rússar hafa þegar náð næstum öllu héraðinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að Ekki væri hægt að treysta Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Ekki væri hægt að semja við krókódíl á meðan hann væri að éta á manni fótinn. Úkraínskir sjálfboðaliðar, lítt þjálfaðir og illa búnir varaliðshermenn, sem fluttir hafa verið á víglínurnar í Austur-Úkraínu, telja sig hafa verið yfirgefna og hafa jafnvel yfirgefið stöður sínar. Úkraínski herinn hefur verið undir miklum þrýstingi í Donbas og víðar undanfarna daga og hafa sjálfboðaliðar verið notaðir til að fylla upp í götin á varnarlínum Úkraínumanna. Yfirvöld í Úkraínu hafa viðurkennt að Rússar hafi nú yfirhöndina í átökunum í austurhluta landsins. Úkraínuher hafi hörfað til baka frá sumum varnarlínum sínum. Ríkisstjóri Luhansk segir aðeins um 5 prósent svæðisins enn á valdi Úkraínu. Breska varnarmálaráðuneytið segir rússneskar hersveitir hafa umkringt borgirnar Severodonetsk og Lyschansk. Að minnsta kosti níu létust og sautján særðust í árásum á borgina Kharkív í gær. Ríkisstjórinn á svæðinu segir engin hernaðarleg rök á bakvið árásirnar, aðeins sé um að ræða tilraunir Rússa til að hræða íbúa og eyðileggja innviði. Rússar segjast hafa um 8 þúsund stríðsfanga í haldi í Donbas. Aðstoðarforsætisráðherra Krím, valinn af Rússum, segir Azov-haf tapað Úkraínumönnum að eilífu. Þá segja aðrir embættismenn Rússa í Úkraínu að svæðin umhverfis Kherson og Zaporizhzhia aldrei aftur munu verða á forræði stjórnvalda í Kænugarði. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir samvinnu Kína við Rússland eftir innrás Rússa í Úkraínu áhyggjuefni. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira