Rjómablíða í borginni liðkaði fyrir viðræðum Tryggvi Páll Tryggvason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 26. maí 2022 19:07 Fulltrúar flokkanna funduðu í Elliðaárdal í dag. Stöð 2 Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segir að meirihlutaviðræður í Reykavík gangi vel. Hún leyfir sér að vera bjartsýn á að flokkarnir nái saman, en treystir sér ekki til að segja hvenær það verði. Framsóknarflokkurinn, Píratar, Samfylkingin og Viðreisn ákváðu í vikunni að hefja formlegar meirihlutaviðræður. Fulltrúar flokkanna funduðu í veðurblíðunni í Elliðaárdlanum í dag. Alexanda ræddi ganginn í viðræðunum í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Bara býsna vel held ég. Það er búið að vera mjög góður dagur í dag og góður dagur í gær. Í gær og dag vorum við mest að ræða barnamálin. Í dag fórum við líka í velferðina og náðum aðeins að koma inn á íþróttamálin. Í rauninni gengur bara mjög vel og ég leyfi mér að vera nokkuð bjartsýn,“ sagði Alexandra. Bætti hún við að veðrið hafi ekki skemmt fyrir og fulltrúarnir hafi meðal annars leyft sér að njóta veðurblíðunnar í dag. Flokkarnir ákváðu að ganga til formlega viðræðna í vikunni.Ragnar Visage Segir hún enn fremur að ekki sé byrjað að ræða mögulega skiptingu embætta á milli flokka. Málefnin verða rædd fyrst. „Við viljum helst vera með góða málefnalega lendingu áður en við förum að velta hinu of mikið fyrir okkur. Það er líka bara skynsamlegt,“ sagði Alexandra. Píratar útiloka ekki borgarstjórastólinn Mikið hefur verið rætt um að annað hvort Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar verði áfram borgarstjóri, eða að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, fái það hlutverk. En hvað með Pírata, vilja þeir ekki fá þann stól? „Við útilokum það ekki þegar þar að kemur. Það er augljóst skilaboðin frá Reykvíkingum að þeir vilji sjá aðeins meiri Pírata. En við þurfum ekki að pæla í því núna, þetta er allt til umræðu.“ Þá segist hún ekki geta sagt til um hvenær lending fæst í viðræðurnar, þó Alexandra voni að það verði fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils, þann 7. júní næstkomandi. „Við verðum bara að fá sjá til.“ Rætt var við Alexöndru í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sjá má á viðtalið í klippunni hér að neðan. Viðtalið hefst þegar um ein og hálf mínúta er liðin af myndbandinu. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Píratar Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Borgarstjórn Tengdar fréttir Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31 Harðlínugrænir Píratar í viðræður með aukið umboð Píratar hyggjast leggja áherslu á loftslagsmál, lýðræði og gagnsæi í meirihlutaviðræðum sínum við Framsókn, Samfylkinguna og Viðreisn. 24. maí 2022 14:42 Útilokanir vinstriflokka hafi komið í veg fyrir viðræður til vinstri Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki hafa komið til viðræðna um vinstri meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur vegna útilokana Vinstri grænna og Sósíalista daginn eftir sveitarstjórnarkosningar. Flokkarnir sem nú reyni að mynda meirihluta eigi margt sameiginlegt hvað málefni varðar. 24. maí 2022 13:50 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Framsóknarflokkurinn, Píratar, Samfylkingin og Viðreisn ákváðu í vikunni að hefja formlegar meirihlutaviðræður. Fulltrúar flokkanna funduðu í veðurblíðunni í Elliðaárdlanum í dag. Alexanda ræddi ganginn í viðræðunum í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Bara býsna vel held ég. Það er búið að vera mjög góður dagur í dag og góður dagur í gær. Í gær og dag vorum við mest að ræða barnamálin. Í dag fórum við líka í velferðina og náðum aðeins að koma inn á íþróttamálin. Í rauninni gengur bara mjög vel og ég leyfi mér að vera nokkuð bjartsýn,“ sagði Alexandra. Bætti hún við að veðrið hafi ekki skemmt fyrir og fulltrúarnir hafi meðal annars leyft sér að njóta veðurblíðunnar í dag. Flokkarnir ákváðu að ganga til formlega viðræðna í vikunni.Ragnar Visage Segir hún enn fremur að ekki sé byrjað að ræða mögulega skiptingu embætta á milli flokka. Málefnin verða rædd fyrst. „Við viljum helst vera með góða málefnalega lendingu áður en við förum að velta hinu of mikið fyrir okkur. Það er líka bara skynsamlegt,“ sagði Alexandra. Píratar útiloka ekki borgarstjórastólinn Mikið hefur verið rætt um að annað hvort Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar verði áfram borgarstjóri, eða að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, fái það hlutverk. En hvað með Pírata, vilja þeir ekki fá þann stól? „Við útilokum það ekki þegar þar að kemur. Það er augljóst skilaboðin frá Reykvíkingum að þeir vilji sjá aðeins meiri Pírata. En við þurfum ekki að pæla í því núna, þetta er allt til umræðu.“ Þá segist hún ekki geta sagt til um hvenær lending fæst í viðræðurnar, þó Alexandra voni að það verði fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils, þann 7. júní næstkomandi. „Við verðum bara að fá sjá til.“ Rætt var við Alexöndru í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sjá má á viðtalið í klippunni hér að neðan. Viðtalið hefst þegar um ein og hálf mínúta er liðin af myndbandinu.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Píratar Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Borgarstjórn Tengdar fréttir Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31 Harðlínugrænir Píratar í viðræður með aukið umboð Píratar hyggjast leggja áherslu á loftslagsmál, lýðræði og gagnsæi í meirihlutaviðræðum sínum við Framsókn, Samfylkinguna og Viðreisn. 24. maí 2022 14:42 Útilokanir vinstriflokka hafi komið í veg fyrir viðræður til vinstri Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki hafa komið til viðræðna um vinstri meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur vegna útilokana Vinstri grænna og Sósíalista daginn eftir sveitarstjórnarkosningar. Flokkarnir sem nú reyni að mynda meirihluta eigi margt sameiginlegt hvað málefni varðar. 24. maí 2022 13:50 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31
Harðlínugrænir Píratar í viðræður með aukið umboð Píratar hyggjast leggja áherslu á loftslagsmál, lýðræði og gagnsæi í meirihlutaviðræðum sínum við Framsókn, Samfylkinguna og Viðreisn. 24. maí 2022 14:42
Útilokanir vinstriflokka hafi komið í veg fyrir viðræður til vinstri Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki hafa komið til viðræðna um vinstri meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur vegna útilokana Vinstri grænna og Sósíalista daginn eftir sveitarstjórnarkosningar. Flokkarnir sem nú reyni að mynda meirihluta eigi margt sameiginlegt hvað málefni varðar. 24. maí 2022 13:50