Framsókn og Sjálfstæðisflokkur „raði sér á jötuna“ án skýrrar stefnu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. maí 2022 18:54 Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðismanna. Guðmundur Árni segir vonbrigði að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafi myndað meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Vísir/Vilhelm Oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fer ekki í grafgötur með það að sér þyki vonbrigði að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi ákveðið að fara í áframhaldandi meirihlutasamstarf í bænum. Hann segir samstarfið snúast um stóla og völd, en ekki aðgerðir. Þetta kom fram í máli Guðmundar Árna Stefánssonar, oddvita Samfylkingarinnar, sem rætt var við í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir vonbrigði að Samfylkingin, sem fékk fjóra bæjarfulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum, tveimur fleiri en á síðasta kjörtímabili, verði í minnihluta. „Já, þetta eru vonbrigði. Ég neita því ekki. Við buðum Framsókn í viðræður sem þeir tóku líkindalega en við fengum aldrei þetta viðtalsspil, aldrei þetta samtal, sem ég hafði raunar talað um við oddvita Framsóknar fyrir kosningar. Það eru vonbrigði. Á hinn bóginn, svona er pólitíkin,“ sagði Guðmundur Árni. „Meirihlutamix um bæjarstjórastól“ Í dag var tilkynnt um að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hefðu náð saman um áframhaldandi samstarf í bæjarstjórnarmeirihluta í Hafnarfirði. Rósa Guðbjartsdóttir verður áfram bæjarstjóri út árið 2024, en þá tekur Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar, við embættinu. Þangað til verður hann formaður bæjarráðs. Guðmundur Árni gerði þetta að umtalsefni sínu. „En það vekur athygli hins vegar að þessi nýi meirihluti sem var tilkynntur í dag, hann er meirihlutamix um bæjarstjórastól, um forseta bæjarstjórnar, formann bæjarráðs. Annað hefur ekki verið ákveðið.“ Spurður hvort hann hefði verið til í að láta Framsóknarflokknum eftir bæjarstjórastólinn allt kjörtímabilið, ef til samstarfs Samfylkingar og Framsóknar hefði komið, sagðist Guðmundur Árni ekki vilja fara út í þá sálma. „Ég sagði einfaldlega við þá, göngum til þessara verka á jafnréttisgrundvelli. Við hefðum rætt málefni, við hefðum síðan endað með því að skipta verkum og það hefði gengið aldeilis ágætlega. En núna er þetta fólk að raða sér á jötuna og svo ætlar það seinna að ákveða hvað það ætlar að gera, það veldur áhyggjum.“ Guðmundur Árni vildi ekkert gefa upp um hvort hann myndi endast út kjörtímabilið, nú þegar ljóst er að hann verður í minnihluta. „Ég er sallarólegur en fer í þetta af fullum krafti og við veitum glerharða stjórnarandstöðu hér, við jafnaðarmenn. En hvað ég verð lengi, það veit Guð,“ sagði hann að lokum. Samfylkingin Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Þetta kom fram í máli Guðmundar Árna Stefánssonar, oddvita Samfylkingarinnar, sem rætt var við í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir vonbrigði að Samfylkingin, sem fékk fjóra bæjarfulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum, tveimur fleiri en á síðasta kjörtímabili, verði í minnihluta. „Já, þetta eru vonbrigði. Ég neita því ekki. Við buðum Framsókn í viðræður sem þeir tóku líkindalega en við fengum aldrei þetta viðtalsspil, aldrei þetta samtal, sem ég hafði raunar talað um við oddvita Framsóknar fyrir kosningar. Það eru vonbrigði. Á hinn bóginn, svona er pólitíkin,“ sagði Guðmundur Árni. „Meirihlutamix um bæjarstjórastól“ Í dag var tilkynnt um að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hefðu náð saman um áframhaldandi samstarf í bæjarstjórnarmeirihluta í Hafnarfirði. Rósa Guðbjartsdóttir verður áfram bæjarstjóri út árið 2024, en þá tekur Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar, við embættinu. Þangað til verður hann formaður bæjarráðs. Guðmundur Árni gerði þetta að umtalsefni sínu. „En það vekur athygli hins vegar að þessi nýi meirihluti sem var tilkynntur í dag, hann er meirihlutamix um bæjarstjórastól, um forseta bæjarstjórnar, formann bæjarráðs. Annað hefur ekki verið ákveðið.“ Spurður hvort hann hefði verið til í að láta Framsóknarflokknum eftir bæjarstjórastólinn allt kjörtímabilið, ef til samstarfs Samfylkingar og Framsóknar hefði komið, sagðist Guðmundur Árni ekki vilja fara út í þá sálma. „Ég sagði einfaldlega við þá, göngum til þessara verka á jafnréttisgrundvelli. Við hefðum rætt málefni, við hefðum síðan endað með því að skipta verkum og það hefði gengið aldeilis ágætlega. En núna er þetta fólk að raða sér á jötuna og svo ætlar það seinna að ákveða hvað það ætlar að gera, það veldur áhyggjum.“ Guðmundur Árni vildi ekkert gefa upp um hvort hann myndi endast út kjörtímabilið, nú þegar ljóst er að hann verður í minnihluta. „Ég er sallarólegur en fer í þetta af fullum krafti og við veitum glerharða stjórnarandstöðu hér, við jafnaðarmenn. En hvað ég verð lengi, það veit Guð,“ sagði hann að lokum.
Samfylkingin Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira