Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2022 14:01 Á meðan breskur almenningur mátti dúsa heima, jafnvel þó að náinn ættingi lægi banalegu á sjúkrahúsi, var oft glatt á hjalla í Downing-stræti 10 þar sem starfslið drakk og skemmti sér langt fram eftir nóttu. Johnson forsætisráðherra sagðist axla fulla ábyrgð á því en að hann ætlaði þó ekki að stíga til hliðar. AP/Matt Dunham Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. Þetta er niðurstaða opinberrar rannsóknar á veislunum sem hneyksluðu breskan almenning. Johnson og starfslið hans virtu sóttvarnareglur ítrekað að vettugi. Í skýrslu Sue Gray, sem hefur umsjón með siðareglum breska stjórnarráðsins, segir að æðstu leiðtogar verði að axla ábyrgð á menningunni sem leyfði slíkum samkomum að eiga sér stað á sama tíma og strangar samkomutakmarkanir giltu fyrir sauðsvartan almúgann. Gray rannsakaði sextán viðburði sem Johnson og starfslið hans var viðstatt árið 2020 og 2021. Lögregla hafði áður sektað 83 einstaklinga sem tóku þátt í þeim fyrir að brjóta sóttvarnareglur, þar á meðal Johnson sjálfan. Í skýrslunni kemur einnig fram að óhófleg drykkja hafi átt sér stað í veislunum og að starfsliðið hafi sýnt hreingerningarfólki og öryggisvörðum lítilsvirðingu. Þeir sem stóðu að þeim hafi látið varnaðarorð um að þær brytu gegn reglum sem vind um eyru þjóta. Starfsmenn sem voru viðstaddir veislurnar sögðu breska ríkisútvarpinu BBC að mannþröng hefði verið í þeim. Daginn eftir hafi tómar flöskur og rusl legið eins og hráviði yfir skrifstofunni. Í sumum tilfellum hafi gleðskapurinn staðið svo lengi að starfsmenn hafi sofið í Downing-stræti. Á sama tíma og veislurnar voru haldnar var almenningi bannað að koma saman, jafnvel til að kveðja nána ástvini sem lágu banaleguna. Vill snúa sér að öðrum málum Johnson sagðist axla fulla ábyrgð á öllu því sem átti sér stað en að hann ætlaði sér ekki að segja af sér. Hann hafi lært sína lexíu en nú vilji hann beina athyglinni að forgangsmálum ríkisstjórnar hans. Engan þarf að undra að Johnson vilji ekki dvelja við brotin enda er talið að umfjöllun um þau hafi skaðað Íhaldsflokk hans í sveitarstjórnarskosningum sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. Gagnrýnendur Johnson, þar á meðal hans eigin flokkssystkini, telja að hann hafi logið að þinginu um veisluhöldin. Johnson sagði meðal annars í fyrra að engar reglur hefðu verið brotnar og engin teiti hefðu verið haldin. Í dag sagðist hann hafa tjáð þinginu það sem hann taldi sannleikann á þeim tíma. Myndir birtust þó nýlega af Johnson sjálfum í gleðskap sem þessum. Hann hefur ekki verið sektaður vegna þess jafnvel þó að aðrir sem voru viðstaddir hafi verið það. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, sakaði ríkisstjórn Johnson um að nálgast fórnir sem breskur almenningur hefði fært í Covid-faraldrinum með algerri vanvirðingu. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Þetta er niðurstaða opinberrar rannsóknar á veislunum sem hneyksluðu breskan almenning. Johnson og starfslið hans virtu sóttvarnareglur ítrekað að vettugi. Í skýrslu Sue Gray, sem hefur umsjón með siðareglum breska stjórnarráðsins, segir að æðstu leiðtogar verði að axla ábyrgð á menningunni sem leyfði slíkum samkomum að eiga sér stað á sama tíma og strangar samkomutakmarkanir giltu fyrir sauðsvartan almúgann. Gray rannsakaði sextán viðburði sem Johnson og starfslið hans var viðstatt árið 2020 og 2021. Lögregla hafði áður sektað 83 einstaklinga sem tóku þátt í þeim fyrir að brjóta sóttvarnareglur, þar á meðal Johnson sjálfan. Í skýrslunni kemur einnig fram að óhófleg drykkja hafi átt sér stað í veislunum og að starfsliðið hafi sýnt hreingerningarfólki og öryggisvörðum lítilsvirðingu. Þeir sem stóðu að þeim hafi látið varnaðarorð um að þær brytu gegn reglum sem vind um eyru þjóta. Starfsmenn sem voru viðstaddir veislurnar sögðu breska ríkisútvarpinu BBC að mannþröng hefði verið í þeim. Daginn eftir hafi tómar flöskur og rusl legið eins og hráviði yfir skrifstofunni. Í sumum tilfellum hafi gleðskapurinn staðið svo lengi að starfsmenn hafi sofið í Downing-stræti. Á sama tíma og veislurnar voru haldnar var almenningi bannað að koma saman, jafnvel til að kveðja nána ástvini sem lágu banaleguna. Vill snúa sér að öðrum málum Johnson sagðist axla fulla ábyrgð á öllu því sem átti sér stað en að hann ætlaði sér ekki að segja af sér. Hann hafi lært sína lexíu en nú vilji hann beina athyglinni að forgangsmálum ríkisstjórnar hans. Engan þarf að undra að Johnson vilji ekki dvelja við brotin enda er talið að umfjöllun um þau hafi skaðað Íhaldsflokk hans í sveitarstjórnarskosningum sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. Gagnrýnendur Johnson, þar á meðal hans eigin flokkssystkini, telja að hann hafi logið að þinginu um veisluhöldin. Johnson sagði meðal annars í fyrra að engar reglur hefðu verið brotnar og engin teiti hefðu verið haldin. Í dag sagðist hann hafa tjáð þinginu það sem hann taldi sannleikann á þeim tíma. Myndir birtust þó nýlega af Johnson sjálfum í gleðskap sem þessum. Hann hefur ekki verið sektaður vegna þess jafnvel þó að aðrir sem voru viðstaddir hafi verið það. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, sakaði ríkisstjórn Johnson um að nálgast fórnir sem breskur almenningur hefði fært í Covid-faraldrinum með algerri vanvirðingu.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira