BDSM úr sögunni á Akureyri Eiður Þór Árnason og Atli Ísleifsson skrifa 25. maí 2022 09:45 Hilda Jana Gísladóttir oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri og eini bæjarfulltrúi flokksins. Samfylkingin Samfylkingin hefur slitið meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og Miðflokkinn á Akureyri. Ástæðan er sögð vera mikill málefnalegur ágreiningur, meðal annars í velferðar- umhverfis- og skipulagsmálum. RÚV greinir frá þessu og hefur eftir Hildu Jönu Gísladóttur, oddvita Samfylkingarinnar. Sunna Hlín Jóhannesdóttir, oddviti Framsóknar á Akureyri, staðfestir þetta sömuleiðis í samtali við fréttastofu. Þetta eru aðrar meirihlutaviðræðurnar sem sigla í strand á Akureyri eftir sveitarstjórnarkosningarnar en fyrst gengu L-listi Bæjarlistans, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn til formlegra viðræðna. Sunna Hlín Jóhannesdóttir, oddviti Framsóknarflokks á Akureyri, sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að viðræður flokksins við Samfylkinguna, Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn gengu vel en töluvert væri þó í land. „Það er mjög góð stemning í hópnum og bjartsýni um að við náum að landa þessu.“ Þá bætti hún við að enginn hafi gert tilkall til bæjarstjórastólsins en Ásthildur Sturludóttir, sitjandi bæjarstjóri, var faglega ráðin og er ótengd flokkunum. Halla Björk Reynisdóttir er oddviti L-listans. Allir að þreifa á öllum Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi og oddviti L-listans, segir að fréttir morgunsins hafi komið sér og öðru L-listafólki á óvart. „Við í L-listanum erum að hittast núna og ræða þá stöðu sem upp er komin. Nú er allt opið aftur,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hafa einhverjir oddvitar haft samband við þig í morgun? „Það eru allir að þreifa á öllum.“ Á miðju seinasta kjörtímabili mynduðu allir flokkar í bæjarstjórn samstjórn og vísuðu til erfiðrar stöðu bæjarins vegna kórónuveirufaraldursins. Fulltrúar flokkanna voru afdráttarlausir fyrir nýafstaðnar kosningar með að ekki stæði til að halda því fyrirkomulagi áfram. Alls fengu sjö flokkar fulltrúa í bæjarstjórn Akureyrar í kosningunum og er L-listi Bæjarlistans stærstur með þrjá fulltrúa. Alls sitja ellefu fulltrúar í bæjarstjórn og fengu Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Miðflokkurinn samtals sex menn inn. Ekki náðist í oddvita Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins eða Miðflokksins við vinnslu fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
RÚV greinir frá þessu og hefur eftir Hildu Jönu Gísladóttur, oddvita Samfylkingarinnar. Sunna Hlín Jóhannesdóttir, oddviti Framsóknar á Akureyri, staðfestir þetta sömuleiðis í samtali við fréttastofu. Þetta eru aðrar meirihlutaviðræðurnar sem sigla í strand á Akureyri eftir sveitarstjórnarkosningarnar en fyrst gengu L-listi Bæjarlistans, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn til formlegra viðræðna. Sunna Hlín Jóhannesdóttir, oddviti Framsóknarflokks á Akureyri, sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að viðræður flokksins við Samfylkinguna, Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn gengu vel en töluvert væri þó í land. „Það er mjög góð stemning í hópnum og bjartsýni um að við náum að landa þessu.“ Þá bætti hún við að enginn hafi gert tilkall til bæjarstjórastólsins en Ásthildur Sturludóttir, sitjandi bæjarstjóri, var faglega ráðin og er ótengd flokkunum. Halla Björk Reynisdóttir er oddviti L-listans. Allir að þreifa á öllum Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi og oddviti L-listans, segir að fréttir morgunsins hafi komið sér og öðru L-listafólki á óvart. „Við í L-listanum erum að hittast núna og ræða þá stöðu sem upp er komin. Nú er allt opið aftur,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hafa einhverjir oddvitar haft samband við þig í morgun? „Það eru allir að þreifa á öllum.“ Á miðju seinasta kjörtímabili mynduðu allir flokkar í bæjarstjórn samstjórn og vísuðu til erfiðrar stöðu bæjarins vegna kórónuveirufaraldursins. Fulltrúar flokkanna voru afdráttarlausir fyrir nýafstaðnar kosningar með að ekki stæði til að halda því fyrirkomulagi áfram. Alls fengu sjö flokkar fulltrúa í bæjarstjórn Akureyrar í kosningunum og er L-listi Bæjarlistans stærstur með þrjá fulltrúa. Alls sitja ellefu fulltrúar í bæjarstjórn og fengu Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Miðflokkurinn samtals sex menn inn. Ekki náðist í oddvita Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins eða Miðflokksins við vinnslu fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira