Kolbrún sorgmædd vegna meirihlutans sem er í pípunum Jakob Bjarnar skrifar 24. maí 2022 13:50 Kolbrún ræðir við Hildi Björnsdóttir, oddvita Sjálfstæðisflokksins, í nýafstaðinni kosningabaráttunni. Hún segist sorgmædd og kvíði komandi kjörtímabili því nú sé sú von úti að þau geti komið sínum málum fram, í þágu fólksins í borginni. vísir/vilhelm Kolbrún Baldursdóttir, leiðtogi Flokks fólks í borginni, lýsir yfir sárum vonbrigðum með þann meirihluta sem nú stefnir í. „Í borginni var ég að vonast eftir breytingum þannig að fólkið sjálft, þjónusta við það og aðbúnaður þeirra sem hafa það bágt yrði bætt. Þetta eru forgangsmál okkar í Flokki fólksins en mér finnst fólkið sjálft og þarfir þess ekki hafa verið forgangsmál þessa meirihluta samanber alla þessa biðlista og vaxandi fátækt í borginni með tilheyrandi vanlíðan,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi. Í dag kynntu leiðtogar Samfylkingar, Pírata, Framsóknarflokks og Viðreisnar það að þau séu nú í viðræðum um meirihlutasamstarf í Reykjavík. Blásið var til blaðamannafundar af því tilefni og helst á þeim sem þar voru fyrir svörum að skilja að fátt geti komið í veg fyrir að af því samstarfi verði. Kolbrún segir þetta mikil vonbrigði. Hana, og þau í Flokki fólksins, langaði mjög að fá tækifæri til að vinna að breyttri forgangsröðun í þágu fólksins næsta kjörtímabil. „Sú von er úti en eftir því sem ég heyri, þá heldur þessi meirihluti áfram og þeirra áherslur eru ekki líklegar til að breytast. Alla vega ekki mikið, held ég. Þess vegna er ég sorgmædd og leið og kvíði næsta kjörtímabili og því að geta ekki haft áhrif til að breyta.“ Kolbrún segist ætla að halda áfram, eftir sem áður, að benda á það sem betur má fara og leggja fram tillögur um breytingar. „Eins og ég hef gert í miklum mæli, ég hef verið mjög afkastamikil en málum okkar í minnihluta hefur bara verið hafnað. Eins og margoft hefur komið fram hjá okkur í minnihlutanum.“ Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Flokkur fólksins Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
„Í borginni var ég að vonast eftir breytingum þannig að fólkið sjálft, þjónusta við það og aðbúnaður þeirra sem hafa það bágt yrði bætt. Þetta eru forgangsmál okkar í Flokki fólksins en mér finnst fólkið sjálft og þarfir þess ekki hafa verið forgangsmál þessa meirihluta samanber alla þessa biðlista og vaxandi fátækt í borginni með tilheyrandi vanlíðan,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi. Í dag kynntu leiðtogar Samfylkingar, Pírata, Framsóknarflokks og Viðreisnar það að þau séu nú í viðræðum um meirihlutasamstarf í Reykjavík. Blásið var til blaðamannafundar af því tilefni og helst á þeim sem þar voru fyrir svörum að skilja að fátt geti komið í veg fyrir að af því samstarfi verði. Kolbrún segir þetta mikil vonbrigði. Hana, og þau í Flokki fólksins, langaði mjög að fá tækifæri til að vinna að breyttri forgangsröðun í þágu fólksins næsta kjörtímabil. „Sú von er úti en eftir því sem ég heyri, þá heldur þessi meirihluti áfram og þeirra áherslur eru ekki líklegar til að breytast. Alla vega ekki mikið, held ég. Þess vegna er ég sorgmædd og leið og kvíði næsta kjörtímabili og því að geta ekki haft áhrif til að breyta.“ Kolbrún segist ætla að halda áfram, eftir sem áður, að benda á það sem betur má fara og leggja fram tillögur um breytingar. „Eins og ég hef gert í miklum mæli, ég hef verið mjög afkastamikil en málum okkar í minnihluta hefur bara verið hafnað. Eins og margoft hefur komið fram hjá okkur í minnihlutanum.“
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Flokkur fólksins Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira